Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.12.2002, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 14.12.2002, Qupperneq 1
bls. 30 Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Laugardagurinn 14. desember 2002 Tónlist 32 Leikhús 32 Myndlist 32 Bíó 34 Íþróttir 12 Sjónvarp 36 KVÖLDIÐ Í KVÖLD JÓLATÓNLEIKAR Sinfóníuhljómsveitar Íslands verða í Háskólabíói. Á efn- isskránni eru meðal annars verk úr Harry Potter-myndunum og heims- þekkt jólalög. Tónleikarnir hefjast klukkan 15. Jólatónleikar Sinfó ÓPERUKÓRINN gerir vegfarendum í miðborg Reykjavíkur dagamun í innkaupaönnunum með jólasöngv- um. Kórinn syngur við Tískuval á mótum Laugavegar, Bankastrætis og Skólavörðustígs og gengur síðan syngjandi að Aðventkirkjunni. Tón- leikarnir hefjast klukkan 15.30. Ópera í miðbænum HANDBOLTI Haukar frá Hafnarfirði mæta spænska lið- inu Ademar Léon í Evrópukeppni bik- arhafa í hand- knattleik að Ás- völlum í dag klukkan 16. Haukar töpuðu fyrri leik liðanna með átta marka mun og eiga því á brattann að sækja. Grótta/KR mætir Álaborg frá Dan- mörku í seinni leik liðanna í áskor- endakeppni Evrópu í dag. Leikur- inn fer fram í Danmörku og hefst klukkan tvö að íslenskum tíma. Grótta/KR vann fyrri leikinn með þriggja marka mun. Íslensk lið í Evrópukeppni JÓLALÖGIN Gleðja og ergja LAUGARDAGUR 253. tölublað – 2. árgangur 50% afsl. í dagí Nammilandi Hagkaup Smáralind og Kringlunni bls. 22 STÓRIÐJA Samninganefndir Alcoa, ís- lenskra stjórnvalda og Fjarða- byggðar hafa lokið gerð samninga vegna fyrirhugaðs álvers í Reyðar- firði. Lokalota samninganna hefur verið ströng og hafa samninga- menn setið fram á nætur við að fín- pússa texta og annan frágang. Um er að ræða þrjá samninga: við Landsvirkjun um orkuverð fyrir raforku frá Kárahnjúkavirkjun, við Fjarðabyggð og Hafnarsjóð Fjarða- byggðar um hafnarframkvæmdir og aðstöðu fyrir álverið í Reyðar- firði og loks fjárfestingarsamninga við íslensk stjórnvöld. Lögfræðing- ar munu á næstu dögum fara yfir samningstexta og verða samning- arnir áritaðir fyrir áramót. Stjórn Landsvirkjunar þingaði í gær um raforkusamninginn en tók ekki afstöðu til hans. Samningar sem Fjarðabyggð er aðili að verða teknir til umfjöllunar hjá bæjar- yfirvöldum þar. Þá mun Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra að líkindum leggja fram frumvarp vegna samninganna þegar Alþingi kemur saman að loknu jólaleyfi í lok janúar. Stjórn Alcoa tekur í byrjun næsta árs afstöðu til samninganna þriggja en þá er jafnframt stefnt að formlegri undirritun vegna fram- kvæmdanna. ■ Álviðræðum Alcoa lokið: Stefnt að álframleiðslu árið 2007 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S K R I 19 57 2 12 /2 00 2 dagar til jóla Opið til kl. 22.00 til jóla e r m e › a l l t f y r i r j ó l i n 10 REYKJAVÍK Suðaustan 8-13 m/s, skúrir. Hiti 2 til 7 stig. VEÐRIÐ Í DAG VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 8-13 Skúrir 4 Akureyri 5-8 Léttskýjað 1 Egilsstaðir 5-8 Léttskýjað 1 Vestmannaeyjar 10-15 Skúrir 5 ➜ ➜ ➜ ➜ + – + + FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T TILBÚIN AÐ TAKA VIÐ FORMENNSKU Margrét Sverrisdóttir segist reiðubúin að taka að sér formennsku í Frjálslynda flokknum ef flokksmenn óska þess þegar Sverrir Hermannsson, faðir hennar, lætur af embætti. Hún ræðir um stöðu Frjálslynda flokksins, samskiptin við föður sinn og væntingar fyrir komandi þingkosningar í viðtali á blaðsíðu 24. NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,6% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í OKTÓBER 2002. Fr é tt a b la ð ið M o rg u n b la ð ið Meðallestur vikunnar meðal 25 til 49 ára samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá október 2002 29% D V 80.000 eintök 70% fólks les blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára íbúar á höfuðborgar- svæðinu? 62% 72% VELFERÐARMÁL Rekstur Byrgisins á Miðnesheiði er í mikilli óvissu. Guðmundur Jónsson forstöðu- maður segir allt stefna í síðustu kvöldmáltíðina um jólin. „Við fjöl- menntum á þing- palla þegar fjárlög- in voru rædd á Al- þingi í síðustu viku og þá var okkur sagt að mál Byrgis- ins væru í höndum ríkisstjórnarinnar. Við höfum ekkert heyrt síðan.“ Á fjárlögum fyrir árið 2003 er Byrginu ekki úthlutað fé en á síð- asta ári fengust 19 milljónir. Guð- mundur segir það ekki mikið í samanburði við aðrar sambæri- legar stofnanir eins og Krossinn, sem fékk margfalda þá upphæð. „Ekki það að þeir eigi það ekki fyllilega skilið en það breytir ekki því að reksturinn er í járn- um og það er aðeins fyrir velvilja nokkurra einstaklinga að við get- um haldið áfram dag frá degi.“ Guðmundur segir að yfir vofi einnig að missa húsnæðið þrátt fyrir að vitað sé að herinn vilji eindregið að reksturinn haldi áfram í Rockville. „Þeir hafa sent til okkar mann einu sinni í mán- uði til að aðstoða við uppbygg- ingu hér, og ekki nóg með það, þá færa þeir okkur mat og gos- drykki,“ segir Guðmundur. Ólafur Örn Haraldsson, for- maður fjárlaganefndar Alþingis, segir það af og frá að Byrgið sé skilið eftir án þess að reksturinn sé tryggður. „Þvert á móti hefur mikið verið rætt í nefndinni um málefni Byrgisins. Við hefðum getað úthlutað einhverju viðlíka og í fyrra en það hefði ekki verið nein lausn. Við vildum að tryggt yrði til framtíðar að hægt væri að reka Byrgið og því lögðum við til að fjármálum þess yrði komið í framtíðarhorf og húsnæði yrði öruggt. Mér hefur verið tjáð að málið hafi verið tekið upp í ríkis- stjórn og það hafi verið gengið frá því að hægt verði að reka heimilið áfram.“ Ólafur segist hafa heimsótt Byrgið í Rockville og þar sé allt til fyrirmyndar. „Við erum mál- inu vel kunnug, og ég hef sagt að mikilvægt sé að sú starfsemi sem þar fer fram fái að dafna áfram, en það er ekki hægt að reka þetta með einhvers konar íhlaupum fjárlaganefndar. Þeir sem reka þetta góða starf af ótrúlegri hug- sjón eiga betra skilið. Því eru það tilmæli fjárlaganefndar að ríkis- stjórnin sjái til þess að hægt verði að halda þessu mannúðar- starfi áfram.“ Stefnir í síðustu kvöldmáltíðina Guðmundur Jónsson, forstöðumaður Byrgisins, segir rekstrinum bjargað fyrir horn dag frá degi fyrir velvilja nokkurra einstaklinga. Ólafur Örn Haraldsson segir fjárlaganefnd hafa vísað málefnum Byrgisins til ríkisstjórnarinnar, sem er með málið í sínum höndum. „Við vildum að tryggt yrði til framtíðar að hægt væri að reka Byrgið og því lögðum við til að fjár- málum þess yrði komið í framtíðarhorf.“ HLEMMUR Milli 20 og 30 fastagestir SÍÐA 34 SÍÐA 16 PÉTUR Landinu fórnað ELDAMENNSKA Eins og jóga Sjá einnig bls. 2. bergljot@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.