Fréttablaðið - 14.12.2002, Síða 2

Fréttablaðið - 14.12.2002, Síða 2
HÚSNÆÐISMÁL Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra segir ástæðu þess að Byrgið verði að víkja af Miðnesheiði vera þá að húsin séu gömul og byggingaefnið í þeim sé asbest, sem geti verið heilsuspill- andi. „Herinn hefur farið fram á að skila landinu. Við vitum að það kostar mikið fé að rífa sams konar mannvirki og viljum ekki sitja uppi með þau því þá kemur það í okkar hlut,“ segir Halldór. Hann telur það ekki kost í stöð- unni að þiggja mannvirkin af hernum og leysa herinn undan þeirri kvöð að þrífa eftir sig og leyfa Byrginu að vera áfram á svæðinu. „Nei, en það er í sjálfu sér ekki neitt því til fyrirstöðu að taka við húsnæðinu ef það gæti staðið til framtíðar. Þannig er því ekki farið í þessu tilfelli.“ Halldór segir að Byrgið verði ekki skilið eftir á hrakhólum. Allt kapp verði lagt á að finna nýjan samastað í samráði við Byrgið. Páll Pétursson félagsmálaráð- herra staðfesti að málið hafi verið rætt á fundi ríkisstjórnarinnar. Þar hafi menn verið sammála um að eitthvað yrði að gera til að starfsemin gæti gengið áfram. „Byrgið fékk 12 milljónir á fjár- lögum og ætti að geta slegið út á það fram yfir áramót en þá verð- ur endanlega ákveðið með hvaða hætti við komum að þessu,“ sagði Páll Pétursson. ■ Greining Íslandsbanka: Ekki frekari lækkanir EFNAHAGSMÁL Greiningardeild Ís- landsbanka telur að vaxtalækkun Seðlabankans á fimmtudag hafi verið sú síðasta í nokkurn tíma. Greining metur stöðuna svo að þar sem skammt sé í lokaákvörð- un um álver í Reyðarfirði sem verði að öllum líkindum sam- þykkt sé ekki ástæða til að ætla að vextir verði lækkaðir frekar. Frekar sé ástæða til að ætla að Seðlabankinn muni hækka vexti sína á næsta ári og er þá miðað við að Seðlabankinn fari þá leið til að auka aðhald í peningamál- um. ■ 2 14. desember 2002 LAUGARDAGUR Svanfríður Jónasdóttir er þingmaður Samfylkingar- inar. Hlé var gert á þingstörfum í gær og fór hún líkt og þingheimur allur í rúmlega mánaðar jóla- leyfi frá þingstörfum. Þó að þingsalurinn lokist þá hafa þing- menn enn nóg að starfa. Minn metnaður er jafnan það mikill að ég næ aldrei að ljúka öllu því sem ég vildi gera. Það spillir þó ekki jólagleðinni. SPURNING DAGSINS Nærðu að klára það sem klára þarf fyrir jólin? Heilsustofnunin í Hveragerði: Nær helmingur hættir að reykja TÓBAK Samkvæmt nýrri könnun er 45 prósent árangur á námskeiðum sem haldin eru hjá Heilsu- stofnun Náttúrulækn- ingafélagsins í Hvera- gerði fyrir reykinga- fólk. Þykir árangurinn góður en námskeiðin standa yfir í viku og kosta 42 þúsund krón- ur – allt innifalið. „Þó viljinn til að hætta að reykja sé góður þá eru það ákvörðunin og framkvæmdin sem skipta öllu,“ segir Anna Pálsdóttir, upplýs- ingafulltrúi Heilsu- stofnunarinnar. Sjálf losnaði hún undan oki tóbaksins með því að sækja námskeið hjá Þorsteini Blöndal lækni: „Ég hætti árið 1989 og þótti best að vera laus við þetta vesen sem fylgir reykingun- um. Þá fékk ég aukna matarlyst og þyngdist um 10 kíló en var sem betur fer grönn fyrir,“ segir Anna Pálsdóttir, sem reyk- ti Winston lights á meðan hún reykti. ■ Stefnuleysi í mál- um innflytjenda Forstjóri Útlendingaeftirlitsins tekur eftir breyttu mynstri á innflytjendum. Færri sækja um atvinnuleyfi en fjölskyldur sameinast nú í nýju landi. FÓLK „Stefnan í útlendingamál- um ræðst að mestu af þörfinni fyrir vinnuafl á hverju ári,“ seg- ir Georg Lárusson, forstjóri Út- lendingaeftirlits- ins, um þá fjölgun dvalarleyfa út- lendinga sem átt hefur sér stað undanfarin ár. Fjöldi dvalar- leyfa nær fjór- faldaðist frá ár- inu 1995 til ársins 2000. Flest leyfin voru vegna atvinnuþátttöku þar sem ódýrt vinnuafl var ráðið frá fátækum löndum. Íslenskir at- vinnurekendur hafa þar sótt í að fá starfsfólk frá löndum á borð við Víetnam og Pólland. Það er gagnrýnt af mörgum að stjórn- völd hér geri engar ráðstafanir til að mæta þörfum þeirra sem hingað koma og fyrst og fremst sé litið á þetta fólk sem vinnu- afl. Ekki sé gert ráð fyrir hinum nýju landsmönnum í skólakerfi eða annars staðar í samfélaginu. Athygli vekur að í ár fækkar þeim útlendingum sem sóttu um dvalarleyfi ef miðað er við síð- asta ár. Þar munar tæplega 300 manns en 11 desember höfðu 6229 fengið dvalarleyfi á móti 6515 í fyrra. Enga stefnu varð- andi innflutning fólks til lands- ins er að finna. Georg segir að merkja megi breytingar á því mynstri sem verið hefur. Nú séu merki þess að þeir sem komu til starfa á Ís- landi hafi ákveðið að setjast hér að og séu að fá fjölskyldur sínar til nýja landsins. „Í ár er heldur minni þörf fyrir vinnuafl. Á móti kemur aukning á útgefnum dvalarleyf- um án atvinnuþátttöku, Það er vísbending um að útlendinga- samfélagið á Íslandi sé að breyt- ast í þá veru að þeir sem upphaf- lega komu hingað, líklega með tímabundna vinnu í huga, hafi ákveðið að ílendast og fá til sín fjölskyldur sínar,“ segir Georg. Dæmi eru um að heilu fjöl- skyldurnar séu að flytja til landsins til að sameinast þeim sem komið hefur til starfa á Ís- landi. Atvinnurekendur hafa tekið fólkinu fagnandi enda er fyrsta kynslóð innflytjenda oft- ar en ekki hörkuduglegt fólk en jafnframt nægjusamt. Hlutfall nýbúa á Íslandi er með því lægs- ta þegar litið er til nágranna- landanna eða um 3,4 prósent á móti 4,8 prósentum í Danmörku. Á Írlandi er hlutfallið örlítið lægra eða 3,3 prósent og á Spáni er hlutfall nýbúa 2,2 prósent af þjóðinni. Finnland sker sig úr nágrannalöndum Íslands en þar eru innflytjendur aðeins 1,8 pró- sent af þjóðinni. rt@frettabladid.is Lögfræðilektor gagnrýndur: Vildi pening fyrir spjall DANMÖRK Lektor í lögum við háskól- ann í Kaupmannahöfn hefur valdið fjaðrafoki með því að fara fram á greiðslu fyrir að útlista lagalega hlið máls fyrir blaðamanni. Fram til þessa hefur það þótt ein af samfé- lagslegum skyldum háskólamanna að útskýra sjónarmið fræða sinna í fjölmiðlum. Lektorinn hefur dregið í land og kennir um tímaleysi. Svar hans hafi verið kaldhæðni. Hann hafi pirrað sig á því að blaðamenn teldu sig hafa ómældan aðgang að sér. ■ Atvinnuleysi í nóvember: Eykst um 70% frá fyrra ári ATVINNULEYSI Atvinnuleysið í nóv- ember var næstum helmingi meira en í sama mánuði í fyrra. Samkvæmt gögnum vinnumiðl- ana voru 4.567 manns skráðir at- vinnulausir í lok nóvember 2002, samanborið við 2.716 í nóvember í fyrra. Aukningin er 1.851 eða rúm 68%. Ungu fólki fjölgar mjög á at- vinnuleysisskrá og atvinnuleys- ið er langvinnara. Af skráðum atvinnulausum í nóvember 2002 voru 1.002 einstaklingar eða 21,9% á aldrinum 15 til 24 ára en voru 17 % í nóvember í fyrra. Þeir sem höfðu verið 6 mánuði eða lengur á atvinnuleysisskrá voru í lok nóvember 947 eða 20,7% miðað við 14,8% í lok nóv- embe í fyrra. ■ GREIÐSLUSKYLDA ÚTVÍKKUÐ Fleiri útgerðir þurfa að greiða veiðieftirlitsgjald en áður eftir að Alþingi samþykkti að útgerð- ir skipa sem vinna afla að ein- hverju leyti um borð og skipa sem vinna uppsjávarfisk um borð verði að greiða gjaldið. Áður þurftu aðeins útgerðir skipa sem vinna botnfiskafla um borð að greiða gjaldið. RÝMKAÐAR REGLUR UM FRAM- REIKNING Lífeyrissjóðir sem starfa með bakábyrgð banka hafa fengið rýmkaða heimild til að ákveða viðmið framreiknings lífeyrisréttinda. Þeir geta nú stuðst við fleiri launavísitölur Hagstofu Íslands en vísitöluna um meðalbreytingu dagvinnu- launa hjá opinberum starfsmönn- um. HORNAFJÖRÐUR Jólatrjáastríð geisar á staðnum. Hornafjörður: Króna keppir við Kiwanis VERSLUN Verslunin Krónan á Höfn hefur tekið upp þá nýbreytni að selja jólatré á þessari aðventu. Þetta veldur taugatitringi á staðn- um því Kiwanisklúbburinn Ós hefur fram að þessu verið einn um hituna í sölu á jólatrjám. Að sögn fréttavefjarins Horn.is hef- ur ekki verið gerður verðsaman- burður á jólatrjánum, en allur ágóði af sölu Kiwanismanna renn- ur til líknarmála. ■ REYKINGAFÓLK Á NÁMSKEIÐI Góður árangur af vikunámskeiði - 45 pró- sent byrja ekki aftur innan árs GEORG LÁRUSSON Stefnan ræðst af þörfinni fyrir vinnuafl. Íslenskir at- vinnurekendur sækja í að fá starfsfólk frá löndum á borð við Ví- etnam og Pól- land. DVALARLEYFI 1995 1641 1999 4576 2001 6515 NÝBÚAR Hlutfall útlendinga af þjóðarheild nokkurra landa árið 2001 Austurríki 9,4% Þýskaland 8,9% Svíþjóð 5,4% Danmörk 4,8% Noregur 4,1% Bretland 4,1% Ísland 3,4% Írland 3,3%* Ítalía 2,2% Finnland 1,8% Ungverjaland 1,1% *Tölur frá árinu 2000. ALÞINGI FR ÉT TA B LA Ð IÐ /I N G O FRÁ ROCKVILLE Halldór Ásgrímsson segir að herinn vilji skila landinu. Að öðrum kosti sitji íslenska ríkið uppi með mannvirkin og þurfi að rífa þau á sinn kostnað. Halldór Ásgrímsson um Rockville: Herinn vill skila landinu

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.