Fréttablaðið - 14.12.2002, Page 6

Fréttablaðið - 14.12.2002, Page 6
6 14. desember 2002 LAUGARDAGUR VIÐSKIPTI GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 82,92 -0,81% Sterlingspund 131,77 -0,20% Dönsk króna 11.43 0,13% Evra 84.90 0,11% Gengisvístala krónu 126,78 0,44% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 397 Velta 7,014,4 milljónir ICEX-15 1.326 -0,08% Mestu viðskipti Kaupþing banki hf. 867.578.231 Olíuverslun Íslands 232.213.510 Eimskipafélag Íslands 103.406.006 Mesta hækkun Þorbjörn Fiskanes 4,63% AFL fjárfestingarfélag 4,17% Kögun 2,46% Mesta lækkun Jarðboranir -2,74% Þormóður rammi-Sæberg -2,17% Síldarvinnslan -1,89% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ*: 8.474,3 -0,8% Nasdaq*: 1.375,6 -1,7% FTSE: 3.877,4 -1,5% DAX: 3.320,9 0,5% Nikkei: 8.516,1 -2,2% S&P*: 893,3 -0,9% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 KVIKMYNDIR „Það er sama hvernig maður reiknar. Áhorfendafjöldinn fer aldrei niður fyrir 20 þúsund,“ segir Hafliði Ingason hjá endur- skoðunarskrifstof- unni Pricewater- h o u s e C o o p e r s , sem hefur eftirlit og skráir aðsókn- artölur að kvik- myndum sem sýndar eru hér á landi. Eins og fram kom í Frétta- blaðinu í gær hef- ur Júlíus Kemp, framleiðandi kvikmyndarinnar Maður eins og ég, neitað að greiða hluta starfs- fólks síns laun vegna samninga um greiðslur sem aðeins ætti að inna af hendi eftir að 20 þúsund gestir væru komnir í hús. Júlíus staðhæfir að 19.519 manns hafi séð myndina og því beri honum ekki að gera upp við starfsfólk sitt áunninn bónus. Sérfræðingar end- urskoðunarfyrirtækisins eru þó á öðru máli og styðja kröfur starfs- fólks sem vill fá sitt: „Samkvæmt okkar bókhaldi sáu 21.131 myndina Maður eins og ég. Þar af voru boðsmiðar 751 þannig að seldir miðar eru 20.380. Þannig standa málin, hvernig sem menn vilja að öðru leyti reikna dæmið,“ segir Hafliði Ingason hjá PricewaterhouseCoopers og getur því ekki staðfest og skrifað undir útreikninga Júlíusar Kemp fram- leiðanda. Hafliði hefur verið önn- um kafinn við að svara fyrir- spurnum starfsfólks myndarinn- ar, sem stendur fast á sínu og vill að samningar verði efndir í ljósi þess að minnst 20 þúsund manns hafi séð myndina. Að sögn Hafliða Ingasonar er mál þetta alls ekki einstakt. Samn- ingar um aðsóknartengdar launa- greiðslur í kvikmyndagerð hér á landi eru algengir. Nóg sé af kvik- myndagerðarfólki og ef fólk beygi sig ekki undir kröfur um slíka samninga sé einfaldlega leit- að til annarra. Samningar sem þessir voru gerðir vegna töku kvikmyndarinnar Regína svo og við gerð myndarinnar um Lalla Johns. eir@frettabladid.is ADSL mótald • Stofngjald • Músarmotta Samtals verðmæti 18.125 kr. Aðeins 5.900 kr. Hver býður betur? Start- pakkinn - allt sem til þarf ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I SS 1 94 98 11 /2 00 2 islandssimi.is 800 1111 HAGKERFIÐ Krónan hefur verið að styrkjast að undanförnu. Ein skýringin er að það stefnir í af- gang af viðskiptum Íslendinga við útlönd. Áður var búist við að lítils háttar halli yrði á þeim. Greining- ardeild Búnaðarbankans segir fleira koma til. Telur bankinn að styrking krónunnar endurspegli einnig væntingar til stóriðjufram- kvæmda. Krónan hefur verið nokkuð stöðug undanfarna mán- uði en hefur styrkst töluvert í des- ember. Greiningardeildin telur að veikari króna endurspegli að óbreyttu betur ástand hagkerfis- ins en núverandi staða hennar. Af því er dregin sú ályktun að vænt- ingar séu til stóriðjunnar. Kaupmáttaraukning er lítil og fjárfestingar sömuleiðis. Fátt er því sem bendir til þess að inn- flutningur aukist í bráð. Verði ekki af stóriðjuframkvæmdum má gera ráð fyrir því að viðskipta- hallinn vaxi á ný og krónan sæki í fyrra horf. Til skamms tíma mið- aða við að ekki dragi úr stóriðju- væntingum gæti krónan styrkst enn frekar. ■ Þróun gengis krónunnar: Stóriðjuvæntingar í krónuna Hópslagsmál á Húsavík: Sjómenn slógust LÖGREGLUMÁL Sjómönnum á tveimur bátum lenti saman í veislu á Húsavík og þurftu tveir aðhlynningu að bardaganum loknum. Talið er að sparkað hafi verið í höfuð annars þeirra og var hann bólginn og blár. Einn þátttakenda dró upp hníf og gerði sig líklegan til slagsmála og hamagangs. Veislugestum tókst hins vegar að afvopna manninn áður en hann beitti hnífnum. Þegar lög- reglan kom á vettvang var kom- inn friður milli manna. Slagsmálahundunum var ekið til skips og í heimahús. ■ Samningaviðræður við ESB: Gætu reynst erfiðar í kosn- ingabaráttunni SUNDLAUGIN Í LAUGARDAL Að sögn lögreglunnar kemur það ekki oft fyrir að hún sé kölluð út vegna slagsmála í sundlaugum borgarinnar. Æstur maður í Laugardalslauginni: Sló til sund- konu sem bar af leið LÖGREGLUMÁL Lögreglu þurfti til að róa niður æstan sundlaugargest í sundlauginni í Laugardal í fyrra- kvöld. Það sem angraði manninn svo mikið var að kona sem var að synda baksund fór út af stefnunni og synti í veg fyrir manninn, sem brást hinn versti við og reyndi að berja konuna. Sundlaugarverðir reyndu að róa manninn en án ár- angurs. Kalla varð eftir aðstoð lögreglu. ■ ALÞINGI Niðurstöður samningaviðræðna við Evrópusambandið um áhrif stækkunar sam- bandsins til austurs á stöðu Íslands geta komið til afgreiðslu á síðustu dögum kosn- ingabaráttunnar fyrir þingkosningarnar í maí og reynst mönnum erfiðar viðureignar. Þetta kom fram í máli Halldórs Ás- grímssonar utanríkis- ráðherra í utandagskrárumræðu á Alþingi. Halldór sagði það vilja ESB að viðræðum yrði lokið fyrir miðjan apríl, sjálfur væri hann ekki bjartsýnn á að það tækist og gaf til kynna að viðræðunum kynni að ljúka skömmu fyrir kosningar. „Það verður ekkert sérstaklega þægilegt að taka af- stöðu til slíks samnings nokkrum dögum fyrir kosningar.“ Davíð Oddsson forsætisráð- herra sagði þingmönnum að lítt hefði verið rætt um eitt athyglis- vert atriði. Í samningsumboði sem Evrópusambandið hefði sam- þykkt væri tekið fram að kröfur um 27-földun útgjalda Íslendinga í sjóði Evrópusambandsins í kjöl- far stækkunar þess væru aðeins brot af þeim kröfum sem yrðu gerðar ef Ísland myndi sækja um aðild. ■ STERKARI Krónan hefur verið að styrkjast að undan- förnu. Afgangur af utanríkisviðskiptum og væntingar um stóriðju eru helstu skýring- arnar á styrkingu krónunnar. Samningar um aðsóknar- tengdar launa- greiðslur í kvikmynda- gerð hér á landi eru al- gengir. AÐSÓKN AÐ ÍSLENSKUM KVIKMYNDUM 2002 Aðsókn Aðgangseyrir Hafið 54.000 51.1 milljónir Maður eins og ég 20.380 19,2 milljónir Regína 23.500 16,5 milljónir Fálkar 4.888 3,5 milljónir Gemsar 4.200 3,4 milljónir Litla lirfan ljóta 7.000 2,1 milljónir HALLDÓR ÁSGRÍMSSON OG DAVÍÐ ODDSSON Evrópusambandið tekur fram í samnings- umboði sínu að kröfurnar í því séu að- eins brot af því sem krafist yrði af Íslend- ingum ef þeir væru að sækja um aðild, sagði Davíð. Bókhaldið rekið ofan í Júlíus Kemp Eftirlitsaðilar staðhæfa að rúmlega 20 þúsund manns hafi keypt sig inn á Maður eins og ég. Framleiðandinn samdi við starfsfólk um laun eftir 20 þúsund gesti. Segir aðeins rúmlega 19 þúsund manns hafa séð myndina. Fálkar floppa AÐSÓKN Nýjasta kvikmynd Frið- riks Þórs Friðrikssona, Fálkar, hefur hlotið óvenju slæma að- sókn frá því myndin var frum- sýnd í sumar. Aðeins hafa 4.888 áhorfendur séð myndina og að- gangseyrir skilað 3,5 milljónum króna: „Við bundum engar sérstak- ar vonir við innlendan markað þegar við gerðum þessa mynd en hún hefur á móti selst ágæt- lega erlendis,“ segir Anna Mar- ía Karlsdóttir hjá Íslensku kvik- myndasamsteypunni. „Við erum ekki sátt við þessa aðsókn en stundum gefur og stundum ekki. Það eina sem maður veit í þessum bransa er að maður veit ekki neitt,“ segir hún. Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. EIGNAST MEIRIHLUTA Í FRUM- HERJA Óskar Eyjólfsson, fram- kvæmdastjóri Frumherja, hefur gert samning um kaup á nær 43% hlutafjár í fyrirtækinu. Fyr- ir á Óskar 7,3% í Frumherja og nær hann því meirihluta í félag- inu við kaupin. Seljendur hluta- fjár eru Bílgreinasambandið og Bílaábyrgð hf.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.