Fréttablaðið - 14.12.2002, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 14.12.2002, Blaðsíða 8
14. desember 2002 LAUGARDAGUR BRÉF TIL BLAÐSINS Frjálslyndir menn í Bandaríkjun-um eru ekki allir sammála um stefnu Bandaríkjastjórnar gegn hryðjuverkum og fyrirhugað stríð í Írak. Ivan Eland, sem stjórnar rann- sóknum á varnarstefnu Bandaríkja- stjórnar hjá Cato stofnuninni, líkir stefnu Bandaríkjanna við nýja heimsvaldastefnu sem hafi verulega galla. Samvirkni heimsins sé meiri nú en þegar heimsvaldastefna Breta stóð sem hæst og yfirgangssemi á al- þjóða vettvangi hafi víðtækari póli- tískar og efnahagslegar afleiðingar. Ógn sem stafi af óvinum ríkisins sé miklu meiri og beinist að heimalandi heimsveldisins. Gagnrýni Eland beinist þó fyrst og fremst að útgjaldaaukningu ríkis- valdsins vegna þessarar stefnu. Hann segir að aukin útgjöld til her- mála muni særa bandarískt efna- hagslíf svo undan blæði. Afleiðing- arnar gætu orðið þær að þetta efna- hagslega stórveldi missti forskot sitt á önnur ríki. Jafnvel gæti varnar- stefnan haft þveröfug áhrif og hvatt önnur ríki til að koma upp gjöreyð- ingarvopnum sem nokkurs konar tryggingu gegn yfirgangi Bandaríkj- anna. Heimurinn leitaði alltaf í valdajafnvægi. Eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september í fyrra var erfitt að and- mæla gífurlegri hækkun á fjárveit- ingu til bandaríska hersins. Þó hefur verið bent á að andúð vissra þjóða í garð Bandaríkjamanna stafi meðal annars af yfirgangi Bandaríkjahers á erlendri grund. Sá yfirgangur sé oftast undir því yfirskyni að verið sé að vernda hagsmuni Bandaríkjanna! Með því sé beinlínis verið að gera Bandaríkin að góðu skotmarki fyrir andstæðinga hins vestræna heims. Þeir séu holdgervingar þeirrar menningar. Cato rannsóknarstofnunin telur að minnka eigi fjárveitingar til her- mála eins og kostur er. Í rannsóknum um varnarmál eftir lok kalda stríðs- ins kemur fram, að herir Bandaríkj- anna eiga að einskorða sig við að verja landamæri Bandaríkjanna og borgara þar innan. Takmarka eigi umsvif annars staðar. Íhlutun hers- ins utan Bandaríkjanna sé ekki rétt- lætanleg nema þörf sé á að verja grundvallarhagsmuni þjóðarinnar. Með þessari varnarstefnu vinnst töluvert; hægt er að lækka útgjöld til hermála verulega, hugsanlegum bandarískum skotmörkum fækkar, nýting fjármagnsins verður hnitmið- aðri og raunverulegar varnir lands- ins eflast. Þó hægri menn gagnrýni útgjöld til hermála er andstaðan byggð á öðrum forsendum en barátta svo- kallaðra friðarsinna gegn „her- brölti“ þjóða. Allir eru sammála um það, hvort sem þeir teljast sósíalist- ar eða frjálshyggjumenn, að lögregl- an sé nauðsynleg til að verja borgar- ana gegn ofbeldi hvers annars. Það sé ein frumskylda ríkisvaldsins. Með sömu rökum er það skylda ríkisins að verja borgarana gegn ofbeldi borgara annarra ríkja. Annað er órökrétt. Með þeim rökum er her nauðsyn- legur. En hervald er ekkert öðruvísi en annað vald og það verður að tak- marka við ákveðin verkefni sem að- allega snúa að verndun ákveðins landsvæðis og borgara sem þar búa. Draga á úr þessu valdi á friðartím- um þegar minni hætta stafar af óvin- um, minnka umsvif hersins og lág- marka vald ríkisins. Líka hervald eins og annað vald. ■ skrifar um hervald. BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON Um daginn og veginn Varnarstefna Banda- ríkjanna gagnrýnd MILLIYET Leiðarahöfundur í tyrkneska dagblaðinu Milliyet segir það rangt, að spurningin snúist ekki aðeins um það, hvort Tyrkir séu tilbúnir til þess að ganga í Evr- ópusambandið, heldur ekki síður hvort Evrópusambandið sé tilbúið að taka við Tyrklandi. Í fjörutíu ár „hafa Tyrkir ekki í eitt augnablik efast um það markmið sitt, að sameinast Evrópu,“ segir í leiðar- anum. „Né heldur hafa þeir neinar efasemdir núna. Hins vegar hefur Evrópusambandið stöðugt verið að hnjóta um eitthvað í tengslum við“ aðild Tyrklands. Nú þurfi Evrópusambandið að spyrja sjálft sig hvort það vilji heldur vera áfram staðnað samfélag einsleitra ríkja, eða takast á við lifandi verkefni í breyttum heimi? NEW YORK TIMES Bandaríska dagblaðið New York Times segir að Evrópusam- bandið hafi á fundinum í Kaup- mannahöfn misst ómetanlegt tækifæri út úr höndunum á sér. Að bíða í tvö ár með að bjóða Tyrklandi aðild sé bæði „þarf- laus og skemmandi töf, sérstak- lega núna þegar Tyrkland hefur kosið til valda flokk, sem með ís- lamskar rætur og hlynntur Vest- urlöndum.“ Þetta er að sögn leið- arahöfundar „sjaldgæf blanda sem gæti orðið fyrirmynd öðr- um ríkjum múslima.“ Í leiðaran- um segir að fyrir þremur árum hafi í raun verið samþykkt að Tyrkland hlyti aðild, en ýmsar ástæður hafi tafið málið. „Þetta ætti að vera síðasta töfin sem Tyrkir eru beðnir að sætta sig við.“ ■ Að bíða eða bíða ekki Aðalefni leiðtogafundar Evrópusambands- ins í Kaupmannahöfn var fjölgun aðildar- ríkjanna. Málefni Tyrklands hafa þó skyg- gt á flest annað og sýnist sitt hverjum um það hvort rétt sé að bíða með að bjóða því aðild. Úr leiðurum Ármúla 20 • Sími 553 3739 Áöndverðri síðustu öld byrjaðiíslensk þjóð að sækja á bratt- ann. Fátæk með viljann einan að vopni vélvæddi hún fiskiðnaðinn til lands og sjávar vítt og breitt um byggðirnar. Við værum ekki sanngjörn ef við horfðum framhjá þætti Samvinnuhreyfingarinnar í því grettistaki, og þeim mörgu bautasteinum sem hún skildi eftir og nú er búið að valta yfir. Það er sárgrætilegt að arftakar hennar skuli vera við stjórnvölinn, að vísu taglhnýtingar, en þar samt, og virðast una hag sínum bæri- lega við Austurvöll, hrærandi í gruggugum potti stjórnsýslunnar án þess að hugsa um hollustu þjóðarinnar. Fólki á landsbyggð- inni er bannað að sækja lífsbjörg- ina í auðlindina og hrakið af óðul- um sínum sem gerð hafa verið verðlaus sem eyðimerkur væru. Frystihúsin sem áður iðuðu af lífi standa auð og hljóð með öllum sín- um tólum og minna á steinrunnin tröll horfandi brostnum augum til sjávar. Hjartsláttur atvinnulífsins hefur stöðvast vegna bölvunar kvótakerfisins. Eitthvað er víkingablóðið far- ið að þynnast í Íslendingum, að láta slíkt yfir sig ganga án telj- andi andófs, líkt og hinn upp- flosnaði bændaskari á Þjóðvegi 66 vestur í henni Ameríku á árum áðum, sem Steinbeck lýsir í Þrúgum reiðinnar. Hér er orsaka- samhengið svipað. Við þurfum ekki að finna upp hjólið að nýju til að skilja hvernig lénsveldi vinna, það er löngu lært. Þar dafna þau systkin Auður og Ör- birgð hlið við hlið og eru óaðskilj- anleg. Við siglum hraðbyri inn í þetta kerfi með núverandi sigl- ingafræðinga við stjórnvölinn, kvótagreifarnir smala lands- byggðafólkinu í helreið sína og ýta því fram af brekkubrúninni, bremsu- og stýrislausu. Ættum við ekki að laga brems- urnar og tengja stýrið við næstu kosningar? ■ Þjóðvegur 66 Einar Sv. Erlingsson skrifar:

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.