Fréttablaðið - 14.12.2002, Page 16

Fréttablaðið - 14.12.2002, Page 16
Það er ekki einleikið hvaðstjórnvöldum þessa lands er tamt að klúðra málum. Samfélag- ið er nánast stöðugt í hers höndum vegna málatilbúnaðar sem er svo gallaður að um efnisatriðin getur aldrei náðst sátt. Að þessu sinni eru það virkjanamál- in. Hvarflar að nokkrum manni að einhugur geti skapast um um- hverfismat sem framkvæmdarað- ilanum er sjálfum falið að annast? Hvers vegna ekki að láta sakborn- ing sjá um rannsókn í eigin saka- máli? Enda hefur komið á daginn að vísindamenn sem voru kallaðir til vinnunnar voru beittir þrýstingi, niðurstöður voru affluttar eða jafnvel stungið undir stól ef þær brutu í bága við æskilega útkomu. Það er síðan kapítuli út af fyrir sig hvernig ráðherrar umgangast stofnanir samfélagsins. Þegar Skipulagsstofnun úrskurðaði gegn Kárahnjúkavirkjun lýsti oddviti Framsóknarflokksins því yfir strax í kjölfarið að niðurstað- an skipti engu máli, á endanum væri það meirihluti alþingis sem réði. Stofnanir samfélagsins virð- ast vera einhvers konar pótem- kíntjöld, kostnaðarsöm að vísu og tafsöm, en sem ráðherrar geta ýtt til hliðar þegar þurfa þykir. *** En Kárahnjúkavirkjun snýst ekki bara um valdníðslu, þar takast einnig á ólík viðhorf til náttúrunnar. Annars vegar þeir sem sjá í víðernum landsins sjálf- bært hleðsluver lífsorku, hins vegar þeir sem líta á náttúruna sem tæki til að fremja skamm- tímamarkmið efnahagslífsins. Fáir hafa orðað þetta síðarnefnda sjónarmið skýrar en einmitt tals- maður Landsvirkjunar, heimspek- ingurinn Þorsteinn Hilmarsson. Í grein sem birtist í safnritinu Nátt- úrusýn (Reykjavík 1994), segir m.a.: „Náttúran sjálf hefur enga þá eiginleika til að bera sem krefj- ast sérstakrar virðingar af okkur mönnunum. Það eru fremur eigin- leikar okkar sjálfra sem kalla okkur til ábyrgðar á náttúrunni og gera það að verkum að við tökum á okkur ábyrgð á velferð hennar. Mennirnir bera hins vegar ekki neina siðferðilega ábyrgð gagn- vart náttúrunni.“ (106) Samkvæmt Þorsteini hefur maðurinn frítt spil þegar náttúran er annars vegar, hann getur farið með hana að vild. „Ég tel þess vegna að ekki sé neinn siðferðilegur grundvöllur fyrir almennar kröfur á hendur manninum um að hann hefti við- leitni sína til að brjóta undir sig náttúruna“ (110). Það er þó ekki markmið í sjálfu sér að ganga í skrokk á henni. „Markmið athafnasemi mannkyns tel ég vera að búa manninum betra líf.“ (109) Heitustu náttúruverndarsinnar og skefjalausir náttúrunýtingar- sinnar eiga ugglaust þetta mark- mið sameiginlegt. En hvað er þá átt við með „betra lífi“? Er það meira og aftur meira, eða jafnvel minna og betra? *** Hvarflar að nokkrum manni að álver á Reyðarfirði muni leysa vanda dreifbýlisins? Streymið til höfuðborgarinnar er stöðugt alls staðar að af landinu, einnig þar sem atvinna er meiri en íbúarnir geta annað. Ástæðan er ekki at- vinnumöguleikar, hún liggur dýpra: sú veröld sem leiftrar ung- viðinu fyrir sjónum er ekki veröld álvers. Nýverið spurði Morgun- blaðið börnin á Mjóafirði (næst næsta firði við Reyðarfjörð) hvað þau langaði til að gera þegar þau væru orðin stór. Ekkert þeirra nefndi álver. Einn ætlaði að verða líffræðingur, annar læknir, þriðji bóndi. Ef álver rís á Reyðarfirði mun það ugglaust gera foreldrum sem eiga börn á framhaldsskóla- stigi kleift að flytja í þéttbýlið. Eftir situr fólk um og yfir fimm- tugt og fjöldi farandverkamanna. En fólksstreymið er ekki bara til höfuðborgarinnar. Á sama tíma eru sannkallaðir þjóðflutningar þéttbýlisins út á land. Heilu eyði- dalirnir ganga í óvænta endurnýj- un lífdaga, aflögð sjúkrahús, skól- ar, verksmiðjur öðlast ný hlutverk tengd menningu, frístundum, ferðaþjónustu. Heilu sveitirnar snúast orðið í kringum sumar- húsabyggðir þar sem biðlistar lengjast eftir iðnaðarmönnum, verslun og þjónustu. Álver kemur þvert á þessa möguleika. Fáránleiki málsins sést kann- ski best ef við snúum hlutverkun- um við: ímyndum okkur að Lands- virkjun ætlaði að starta mengun- ariðju í Bandaríkjunum og veldi til þess tiltekið náttúrudjásn, jafn- vel þjóðgarð. Rökin væru þau að afskekkt landssvæði sem íbúarnir hefðu verið að yfirgefa síðastlið- inn aldarfjórðung myndi ganga í endurnýjun lífdaga við jarðraskið sem fylgdi framkvæmdinni, svo og starfrækslu verksmiðjunnar. Sæjum við í anda að Sófussyni yrði tekið opnum örmum í Kast- ljósum þar vestra, að Sverrisdótt- ir yrði uppáhald samtalsþáttanna? Sennilegra að þau kæmust aldrei lengra en á Kennedy, yrðu jafnvel send þaðan beinustu leið til Kúbu. *** Kárahnjúkavirkjun er hryðju- verk í náttúru Íslands. Hálendið er lífsorkuver heimsins. Firn þess og feikn eru slík að þau munu ekki einasta hlaða íbúa þessa lands um ókomnar aldir heldur fólk hvaðanæva að úr veröldinni. Ég veigra mér við að kalla þessa stærð auðlind – auður er forgengi- legur – hún er lífslind. Ef við rösk- um henni með lónum í sovétstærð, flettum saman árnar og dembum þeim neðanjarðar í stokka, keyr- um niður háspennumöstur og hengjum upp raflínur höfum við gengið verulega á þetta undur – að vísu sett skammtíma ofþenslu í hagkerfi sem nú þegar stendur á blístri – og búið óbornum kynslóð- um óbætanlegt tjón. ■ 16 14. desember 2002 LAUGARDAGUR GRAFARHOLT Útboð á byggingarrétti fyrir fjölbýlishús, raðhús og parhús Auglýst er eftir kauptilboðum í byggingarrétt á neðangreindum lóðum í Grafarholti: Fjórar lóðir fyrir fjölbýlishús: • Kristnibraut 95 – 97 og 99 – 101: Tvær lóðir fyrir 18 íbúða hús hvor. • Þórðarsveigur 11 – 21: Lóð fyrir tvö hús með samtals 44 – 52 íbúðum. • Þorláksgeisli 13 – 17: Lóð fyrir 12 – 18 íbúða hús. Níu lóðir fyrir raðhús: • Þorláksgeisli 44 – 50: Lóð fyrir raðhús með 4 íbúðum. • Þorláksgeisli 56 – 60, 62 – 66, 82 – 86 og 88 – 92: Fjórar lóðir fyrir raðhús, 3 íbúðir á hverri lóð. • Biskupsgata 1 – 9, 11 – 19, 21 – 29 og 31 – 39: Fjórar lóðir fyrir raðhús, 5 íbúðir á hverri lóð. Fimm lóðir fyrir parhús: • Þorláksgeisli 52 – 54, 74 – 76, 78 – 80 og 94 – 96: Fjórar lóðir fyrir parhús, 2 íbúðir á hverri lóð. • Jónsgeisli 79 – 81: Ein lóð fyrir parhús með 2 íbúðum. Byggingarrétturinn er boðinn út til einstaklinga og fyrirtækja. Hæstbjóðandi þarf að vera reiðubúinn að leggja fram upplýsingar um fjármál sín og áætlun um fjármögnun framkvæmda við viðkomandi húsbyggingu áður en afstaða verður tekin til tilboðs hans. Kauptilboðum skal skila til skrifstofu borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, 3. hæð, fyrir klukkan 16:00 þriðjudaginn 7. janúar 2003. Tilboðin verða opnuð í Skúlatúni 2, 5. hæð, sama dag klukkan 16:10 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Kauptilboðum skal skila í lokuðum umslögum, merktum „Grafarholt - kauptilboð". Tilboðseyðublöð, útboðsreglur og skipulagsskilmálar fást á skrifstofu borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, 3. hæð, frá og með mánudeginum 16. desember. Einnig er hægt að nálgast tilboðseyðublað og útboðsreglur á heimasíðu borgarverkfræðings (www.rvk.is/bv) undir málaflokknum „Lóðir". Brýnt er fyrir bjóðendum að kynna sér gögnin rækilega. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 563 2310. Borgarverkfræðingurinn í Reykjavík Reykjavíkurborg • Umhverfis- og tæknisvið Skrifstofa borgarverkfræðings Pétur Gunnarsson Fórnin

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.