Fréttablaðið - 14.12.2002, Side 37
LAUGARDAGUR 14. desember 2002 37
Tónleikar í Reykjanesbæ:
Endurvakning rokkbæjarins
TÓNLEIKAR Í dag verður haldin tón-
leikaveisla í Reykjaneshöll í
Reykjanesbæ. „Við erum að halda
risatónleika í hjarta Reykjanes-
bæjar,“ segir tónleikahaldarinn
Ragnar Már Ragnarsson. „Þetta
er mjög stór höll og er fjölnota
fótboltahús.“
Meðal þeirra sem koma fram
eru Írafár, Í svörtum fötum,
rokkkóngurinn Rúni Júl, Hera,
KK og Daysleeper.
Ragnar Már, Þórarinn Ingi og
Grétar Hermannsson standa fyrir
framtakinu. „Við tókum þessa
ákvörðun þrír félagarnir yfir
kaffibolla á kaffihúsinu í Kefla-
vík. Okkur fannst ekki nóg um að
vera í bænum. Stærstu hljóm-
sveitir landsins hafa aldrei spilað
í bænum í desember, kynnt sínar
plötur og áritað. Það eru allir
mjög jákvæðir hér og það er mik-
ill áhugi.“
Það er ósk þeirra félaga að
Reykvíkingar kíki í heimsókn til
Keflavíkur og eyði þar einum
degi. „Það eru líka jóladagar í
Keflavík þessa dagana. Ef þú eyð-
ir 10.000 kr. í Reykjanesbæ þá
færð þú fría gistingu á hótelinu.
Hugmyndin með þessum tónleik-
um er að fólk komi og geri sér
glaðan dag. Þetta er líka gamli
bítlabærinn og við erum að reyna
að endurvekja stemninguna.“
Að sögn Ragnars verður kaffi-
hús, plötuverslun og veitingahús á
staðnum. Allir þeir sem leika á
tónleikunum munu árita nýút-
komnar plötur sínar.
Tónleikarnir hefjast kl. 16 og
er miðaverð 700 kr. Sætaferðir
verða frá BSÍ kl. 14.30 og kostar
heildarpakkinn með miðanum
1.700 kr. Frítt er inn á tónleikana
fyrir 12 ára og yngri. ■
ÍRAFÁR
Vinsælasta popphljómsveit landsins, Írafár,
tekur alla slagara sína á tónleikunum í
kvöld.
Jólagjöf skotveiði-
mannsins í ár!
Til afgreiðslu strax fyrir fimm og sjö
byssur. Viðurkenndir af skotvopna-
eftirliti.
Öflugir skápar
með vönduð-
um læsingar-
búnaði.
Heildsöluverð
aðeins
kr. 39.900.-
m. vsk.
Varðveisla skotvopna er alvörumál.
Frí heimkeyrsla í Reykjavík
og á Akureyri fram að jólum.
GAGNI Heildverslun
Hafnarstræti 99–101, Akureyri
S. 461-4025 GSM 461-4026
gagni@gagni.is www.gagni.is
Visa – EURO