Fréttablaðið - 20.12.2002, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 20.12.2002, Blaðsíða 1
VERSLUN Skynsemin ræður bls. 24 Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Föstudagurinn 20. desember 2002 Tónlist 18 Leikhús 18 Myndlist 18 Bíó 20 Íþróttir 16 Sjónvarp 22 KVÖLDIÐ Í KVÖLD TÓNLEIKAR Kammerhópurinn Camer- arctica leikur Kvintett í A-dúr fyrir klarinettu og strengi eftir W.A. Mozart og Kvartett í G-dúr fyrir flautu og strengi eftir Bach í Hafn- arfjarðarkirkju. Hópurinn hefur haldið kertaljósatónleika frá árinu 1993 og eru þeir um klukkustundar langir. Tónleikarnir hefjast klukk- an 21.00. Mozart við kertaljós MANNFJÖLDATÖLUR Hagstofan birtir í dag mannfjöldatölur eins og þær voru þann fyrsta desember, eftir sveitarfélögum og byggðarkjörn- um. Um bráðabirgðatölur er að ræða en endanlegar tölur verða ekki birtar fyrr en næsta haust. Íbúafjöldi TÓNLEIKAR Jóel Pálsson saxófónleik- ari verður ásamt félögum á Grand Rokk í kvöld. Þeir leika lög af nýút- komnum geisladiski Jóels, Septett. Tónleikarnir hefjast klukkan 23:59. Septett á Grand Rokk KÖRFUBOLTI Tveir leikir verða í Intersport-deild karla í kvöld. UMFG og Hamar eigast við í Grindavík og botnlið deildarinnar, Skallagrímur og Valur, í Borgar- nesi. Leikirnir hefjast kl. 19.15. Botnslagur í körfu karla STJÓRNMÁL Sjálfsblindni Samfylkingar FÖSTUDAGUR 258. tölublað – 2. árgangur bls. 22 METSÖLUHÖFUNDUR Frjálslega farið með orðið bls. 2 STJÓRNMÁL Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri segir það ekki óhugsandi að hún tæki við lykla- völdum í forsætis- ráðuneytinu ef rík- isstjórn með sama mynstri og Reykja- víkurlistinn yrði að raunveruleika. Öss- ur Skarphéðinsson, formaður Samfylk- ingar, hefur velt upp þeim mögu- leika að hún verði forsætisráðherra í ríkisstjórn sem Samfylking á aðild að þó hann sé formaður. „Ef aðstæð- ur væru þannig einhvern tíma í framtíðinni og þetta kall kæmi þá væri ég að sjálfsögðu tilbúin til þess. Ég er í pólitík til þess að hafa áhrif og axla ábyrgð,“ er meðal þess sem Ingibjörg Sólrún segir í ítar- legu viðtali sem birtist í Fréttablað- inu á morgun. Ákvörðun borgarstjóra um að taka sæti á framboðslista Sam- fylkingar hefur valdið miklu upp- námi í Reykjavíkurlistanum. Borgarfulltrúar Framsóknar og Vinstri grænna lýstu því yfir í gær að Ingibjörg Sólrún væri að segja sig frá borgarstjórastarfinu með því að fara í framboð, það stæðist engan veginn að hún gegndi starf- inu á sama tíma og hún færi í þing- framboð fyrir einn flokkanna sem standa að Reykjavíkurlistanum. Alfreð Þorsteinsson, oddviti fram- sóknarmanna, tekur undir að það sé kristaltært að Ingibjörg Sólrún verði ekki borgarstjóri áfram ætli hún að halda fast í þingframboð sitt. Ingibjörg Sólrún sagði sjálf að það væri engan bilbug á sér að finna. Hún ætlaði að vera borgar- stjóri áfram og að hún ætlaði sér að fara í þingframboð. Það væri ekki yfirlýsing um að hún ætlaði sér að hverfa úr borgarstjórastól. „Ég er borgarstjóri meðan ég nýt til þess stuðnings.“ rt@frettabladid.is brynjolfur@frettabladid.is Myndi taka við forsætisráðuneyti Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að hún væri reiðubúin að taka við starfi forsætisráðherra ef mynduð yrði ríkisstjórn eftir sama mynstri og Reykjavíkurlistinn. Hún lítur svo á að hún geti verið borgar- stjóri áfram þó hún fari í þingframboð. MOSKVA, AP Vladimír Pútín, forseti Rússlands, fékk á sig holskeflu spurninga frá almenningi í sjón- varpsútsendingu í gær. Spurning- arnar lýstu áhyggjum fólks af verðhækkunum í heilbrigðisþjón- ustu og á rafmagni og gasi. Pútín svaraði með talnasúpu sem átti að sannfæra landsmenn um að kjör þeirra væru að batna, jafnvel þótt þeir hefðu enn ekki orðið varir við það. Þetta var í annað sinn sem Pútín situr fyrir svörum í sjón- varpi. Tilgangurinn er að styrkja ímynd hans sem leiðtoga þjóðar- innar, leiðtoga sem er í nánum tengslum við þjóðina og er sér meðvitaður um það sem er að ger- ast í samfélaginu. Símalínur voru rauðglóandi meðan útsendingin stóð yfir. Áður en yfir lauk höfðu borist nærri 1,4 milljónir spurninga, ýmist í síma eða gegnum Netið. „Þegar á allt er litið getum við sagt að þjóðin hafi orðið ríkari og að lífsskilyrði yfirgnæfandi meirihluta fólks hafi batnað á ár- inu 2002,“ sagði Pútín. ■ Pútín í spurningatíma: Fékk á aðra milljón spurninga ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S K R I 19 57 2 12 /2 00 2 dagar til jóla e r m e › a l l t f y r i r j ó l i n 4 150fyrirtækiYfir AFMÆLI Vaxinn upp úr Gettu betur bls. 46 BRUM Engin hætta bls. 22 ÖSSUR MÆTTUR Á ÁHORFENDAPALL Í RÁÐHÚSINU Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingar, lagði leið sína á áhorfendapall í Ráðhúsinu við upphaf borgarstjórnarfundar í gær. Þrátt fyrir að fréttamenn gerðu harða atlögu að honum til að fá álit hans á atburðum dagsins gaf hann ekkert upp við það tækifæri. NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,6% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í OKTÓBER 2002. Fr é tt a b la ð ið M o rg u n b la ð ið Meðallestur 25 til 49 ára samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá október 2002 24% D V 80.000 eintök 70% fólks les blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára íbúar á höfuðborgar- svæðinu á föstudögum? 66% 71% Embætti borgarstjóra í uppnámi: Borgarstjóri segir upp STJÓRNMÁL „Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur ekki aðeins ákveðið að snúa baki við þeim svardögum sem hún hafði uppi gagnvart kjósendum um að hún væri ekki á leið í framboð til Al- þingis, heldur hefur hún einnig sagt upp sínum hluta þessa sam- starfs flokkanna eða kosninga- bandalagsins um verkaskiptingu í borgarstjórn,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, um framboð borgarstjóra. Hann segir málefnasamkomu- lagið í fullu gildi en ósamrýman- legt að hún sé borgarstjóri og fari í þingframboð fyrir einn flokk- anna gegn hinum. „Á mannamáli sagt hefur Ingibjörg Sólrún ein- faldlega sagt upp starfinu.“ ■ Sjá ítarlegt viðtal við Steingrím sem birtist á morgun. STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Ósamrýmanlegt að vera bæði borgarstjóri og fara í þingframboð fyrir Samfylkinguna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T BORGARSTJÓRI YFIRHEYRÐUR Fjölmiðlamenn gengu hart á Ingibjörgu Sólrúnu eftir að fulltrúar Framsóknar og Vinstri grænna lýstu þeirri skoðun við hana að hún segði sig frá borgarstjórastóli með því að fara í framboð fyrir Samfylkingu. „Ef aðstæður væru þannig einhvern tíma í framtíðinni og þetta kall kæmi þá væri ég að sjálf- sögðu tilbúin til þess.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /I N G O REYKJAVÍK Suðaustan 5-10 m/s og dálítil él. Hiti nálægt frostmarki. VEÐRIÐ Í DAG VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 5-8 Rigning 0 Akureyri 3-8 Léttskýjað 3 Egilsstaðir 3-8 Léttskýjað 3 Vestmannaeyjar 5-10 Skúrir 3➜ ➜ ➜ ➜ + - - + FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.