Fréttablaðið - 20.12.2002, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 20.12.2002, Blaðsíða 24
20. desember 2002 FÖSTUDAGUR Í verslunarmiðstöðinni Smáralind er jólaverslunin með besta móti þessa dagana og nálgast óðfluga hámarkið. Ýmislegt er gert til að laða að viðskiptavini og gera innkaupin ánægjulegri og að sjálfsögðu er reynt að gera öllum til hæfis. Skynsemin ræður í jólainnkaupunum Jólin nálgast óðum og jólaversl-unin stefnir hraðbyri upp á við í Smáralind eins og víðast hvar ann- ars staðar. Þar er nú múgur og margmenni á hverjum degi en þar sem rýmið er stórt jafnt innan sem utan verslananna er eiginlega hvergi þröngt á þingi. Fólk á öllum aldri þeytist á milli verslana og nú er svo komið að það er ekki lengur verið „bara að skoða“ heldur draga menn óhikað upp veskið og festa kaup á þeim vörum sem komist hafa gegnum nálaraugað. „Mér sýnist fólk vera mjög hagsýnt núna. Það er að skoða og leita að réttu verði áður en ákvörðun er tekin,“ segir Inga Reynisdóttir, sölustjóri hjá Debenhams. Einar Karl Birgisson, verslunarstjóri í Zöru, tekur í sama streng. „Fólk kemur í nóvember til að spá og spekúlera og svo þegar nýtt korta- tímabil hefst í desember kemur það aftur til að kaupa.“ Töluverð aukning virðist vera í jólaversluninni í Smáralind frá því sem var í fyrra enda er áberandi meira líf og fjör í húsinu að þessu sinni. „Það er mikil fjölgun á gest- um í Smáralindinni yfir höfuð og við fórum óneitanlega mun betur af stað nú enn í fyrra. Nú þekkir fólk Smáralind og verslunin okkar er komin með marga fasta kúnna,“ segir Inga. Verslunarmiðstöðin hef- ur lagt mikið upp úr því að bjóða upp á ýmsa afþreyingu fyrir við- skiptavinina og ýmislegt hefur ver- ið gert til að skapa þægilega jólastemningu. „Við erum með uppákomur um hverja helgi bæði þar sem stílað er inn á fjölskyldu- fólk og eins ýmis áhugamál. Þá get- ur konan til dæmis farið að versla á meðan maðurinn fylgist með ein- hverri uppákomu eða skoðar sýn- ingu með börnunum,“ segir Inga. Einar og Inga eru sammála um það að verslunin eigi enn eftir að ná hámarki. „Við erum enn að taka inn nýjar vörur og ég spái því að traffíkin nái hápunktinum um helg- ina,“ segir Einar. „Þó að verslunin hafi í ár verið mjög dreifð kom trukkið í raun ekki fyrr en um síð- ustu helgi og nú vex hún jafnt og þétt.“ Systurnar Magna og Anna Mar- ía Oddsdætur þrömmuðu um Smáralindina í leit að jólafötum á sig og gjöfum handa fjölskyldu- meðlimum. „Við vorum í Kringl- unni í allan dag en það er meira til hérna því það er eins og allt sé búið þar.“ Magna og Anna María gefa sér góðan tíma til þess að vega og meta það sem í boði er, sérstaklega þegar kemur að því að velja jóla- dressið. „Við þurfum ekki að kaupa margar gjafir svo við klárum þetta örugglega í dag eða á morgun. Við nennum heldur ekki að vera á síð- ustu stundu,“ segja systurnar og með það geysast þær af stað aftur til að slá botninn í jólagjafainn- kaupin. ■ INGA REYNISDÓTTIR „Jólaverslunin hjá okkur byrjaði á sprengidegi í nóvember og jókst svo jafnt og þétt upp frá því. Ég held að ég geti hiklaust sagt að toppnum verður ekki náð fyrr en um næstu helgi.“ MAGNA OG ANNA MARÍA ODDSDÆTUR Systrunum finnst mjög gaman að kaupa jólagjafir og verða alltaf mjög ánægðar þegar þær finna eitthvað sem þeim líst vel á. Anna María gefur aðallega föt en hjá Mögnu eru gjafirnar af ýmsu tagi. EINAR KARL BIRGISSON „Desember er óneitanlega aðalmánuðurinn hjá flestum verslunarmönnum en hér í Zöru er samt mikil traffík allt árið, sérstaklega um helgar.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Lagersalan Grísinn Ármúla 15 Geisladiskar og videospólur frá 99 kr. Barnamyndir með ísl. tali og íslenskar bíómyndir frá 500-750 kr. Bað- og nuddolíur frá 290-490 kr. Líkamsræktarbelti 2.900 kr. Barnahlaupahjól TILBOÐ 500 kr. Spæjaraeyru tilboð 450 kr. Dúkkur sem syngja, dansa og ganga 1.900 kr. Nokia handfrjáls búnaður 590 kr. Nokia frontar 690 kr. Falleg úr frá 1.200 kr. Einnig gjafa- og jólavara Lagersala á alvöru lagersöluverði Opið alla daga til jóla frá 11-22 sími 568 1400 og 869 8171Ó T R Ú L E G T V E R Ð ! fiorláksmessuskatan í Rúgbrau›sger›inni Borgartúni 6. Þorláksmessuveislan er frá 11-16. Í boði eru þrjár tegundir skata: amlóði / miðsterk / fullsterk Einnig er í boði: Saltfiskur / plokkfiskur / síld Ver›: 2.600,- s. 561 64444 - borgaris@itn.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.