Fréttablaðið - 20.12.2002, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 20.12.2002, Blaðsíða 36
36 20. desember 2002 FÖSTUDAGUR kl. 4LIKE MIKE kl. 4, 6, 8 og 10 Sýnd kl. 5, 6, 8, 9 og 10.50 Sýnd í lúxus kl. 4, 7 og 10 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.10 kl. 10.10POSSESSION SANTA CLAUSE kl. 5.55, 8 og 10.10Sýnd kl. 6, 8 og 10 Sýnd kl. 6 og 9 Sýnd kl. 5 og 8 m/ísl. tali THE TUXEDO kl. 8 VIT474 LILO OG STITCH/ísl.tal kl. 4 VIT 429 SANTA CLAUS kl. 3.40, 5.50 og 8 VIT485CHANGING LANES kl. 10.10 VIT 479 kl. 5.45 og 8HAFIÐ Sýnd kl. 4, 8 og 9.15 VIT 468 Sýnd kl. 4 og 6 m/ísl. tali Sýnd kl. 6, 8 og 10.10 VIT 487 MASTER OF DISGUISE FRÉTTIR AF FÓLKI Bítillinn Paul McCartney gerirlítið úr pirringi Yoko Ono yfir því að hann hafi snúið nafnaröð- inni á höfundum Bítlalaganna við. Paul gaf nýverið út tónleikaplötu þar sem hann skrifar „Paul McCartney & John Lennon“ sem höf- unda 16 Bítlalaga. Venjan hefur verið að skrifa „Lennon/McCartney“ og var Ono afar ósátt við þessa breyt- ingu. Með þessu sagðist McCartn- ey bara vera að undirstrika hver hefði í raun samið lagið en þeir skrifuðu sig báðir fyrir öllum lög- um sínum, sama hvor höfundurinn var. McCartney kallaði viðbrögð fjölmiðla og Ono „ys og þys út af engu“. Sýnishorn úr þriðju Terminator-myndinni, „Rise of the Machines“, er nú fáanlegt á slóð- inni www.apple.com/- trailers. Þar má sjá vöðvafjallið Arnold Schwarzenegger glíma við kvenvél- mennið TX, sem leikið er af sæn- sku fyrirsætunni Kristianna Loken. Ekki er vitað hversu mikið hlutverkið reynir á leikhæfileika hennar en hún hefur líklegast verið ráðin vegna ann- arra eiginleika. Leikarinn Kevin Spacey hefurákveðið að taka sér árs frí frá allri vinnu. Hann ætlar sér að ein- beita sér að því að rækta sambönd sín við fjölskyldu og vini. Auk þess ætlar hann að eyða meiri orku í vefsvæðið www.trigger- street.com sem hann rekur ásamt Bono og Mike Myers. Það gefur handritahöfund- um sem hingað til hafa ekki haft umboðsmenn tæki- færi til þess að koma handritum sínum til skila í réttar hendur. Söngkonan Hera kom fyrst framá sjónarsviðið á Íslandi þegar hún hitaði upp fyrir Bubba á tón- leikaferð hans um landið í haust. Nú er komin út fyrsta breiðskífa hennar sem ber heitið Not Your Type. Hera fetar í fótspor frægra þjóðlagasöngkvenna á skífunni og tekst bara mjög vel upp. Hún virð- ist finna sig best þegar hún er ein með kassagítarinn og raular hug- ljúfa ástarsöngva. Þar má nefna lög eins og Chamelion girl, Ichy Palms, Sleepyhead og Suffer from You. Í hraðari lögunum er útkoman ekki eins hrífandi og líkist Hera þar um of hinu einsleita vinsælda- poppi. Þó að Hera sé ekki að glíma við ferska hluti á plötunni sem koma á óvart er hún góð söngkona sem kann að semja fín lög. Fyrir vikið er Not Your Type vel heppnuð plata sem batnar við hverja hlust- un. Það hlýtur að vera afar jákvætt fyrir íslenskan tónlistarmarkað að fá kvenkyns trúbador eins og Heru fram á sjónvarsviðið. Bubbi má al- veg fara að vara sig. Freyr Bjarnason Ein með kassagítarinn HERA: Not Your Type TÓNLIST TÓNLIST Gítarleikarinn Friðrik Karl- son er í góðu jafnvægi þessi jól, sem fyrr. Hann hefur búið í Bret- landi síðustu ár þar sem hann rek- ur búðina The Feelgood Collection. Þar selur hann alls konar vörur sem eiga að aðstoða einstaklinga að öðlast innri ró. Friðrik hefur alla tíð haft mikinn áhuga á andleg- um efnum og nær því að sameina tvö helstu áhugamál sín með fram- leiðslu á slökunartónlist. Nýjustu slökunarplötuna nefnir hann „Feng Shui“ eftir hinni fornu heimspeki sem stuðlar að því að- laga umhverfi einstaklinga að þeim og veita þeim betri andlega og líkamlega líðan. Fræðin tekur t.d. mikið mark á mynstrum úr náttúrunni og uppbyggingu henn- ar. „Feng Shui snýst m.a. um það hvaða áhrif það geti haft á mann hvernig maður raðar upp hlutun- um og á hvaða stöðum,“ útskýrir Friðrik, sem hefur svo vitanlega stuðst við heimspekina við innrétt- ingar heima hjá sér. „Fyrir tveim- ur árum lét ég gera úttekt á húsinu mínu og hljóðverinu. Ég ákvað að fara alla leið og braut niður veggi og ýmislegt annað. Það er kalt mat hjá mér að segja að þetta sé veru- leg breyting. Ég myndi segja að þetta væru „þróuð almenn rök“.“ Fólk notar „Feng Shui“ líka til þess að reyna að bæta vinnuum- hverfi sitt. Þetta gerði Friðrik. Hann segir liti hafa mikil áhrif á fólk og því hafi hann ákveðið að mála hljóðverið sitt í gulum lit, til þess að halda athyglisgáfunni í lagi, og rauðum til þess að tónlistin komi frá hjartanu. „Svo eru frumöflin, náttúruöfl- in, afar mikilvæg í þessu. Það er tré, vatn, loft, eldur og jörð. Til þess að öðlast fullkomið jafnvægi verður maður að hafa þessi nátt- úruöfl í kringum sig. Í hljóðverinu er ég með plöntur, rennandi vatn, góða loftræstingu og svo jörðina sem undirstöðu. Ég er að ýta undir þetta á plötunni.“ Það gerir hann með því að nefna lögin eftir frumöflunum fimm: eldi, tré, jörð, lofti og vatni. Slökunarsería Friðriks hefur hlotið nafnið „Vellíðan“ og segist hann ætla að halda áfram eins lengi og áhugi leyfi. biggi@frettabladid.is „Þróuð almenn rök“ Tónlistarmaðurinn Friðrik Karlsson hefur síðustu ár verið að róa inn á friðsælli mið. Hann gaf nýverið út „Feng Shui“, sjöttu plötuna í slökunarröð sinni. „. . . besta íslenska rokkplatan” „. . . besta íslenska rokkplatan sem ég hef heyrt á árinu.” (Höskuldur Magnússon, Fókus) Ensími Falleg kvenúr LAUGAVEGI 15 • Sími 511 1900 www.michelsen.biz Kíktu á úrvalið á FRIÐRIK KARLSSON The Feelgood Collection, búð hans í London, selur slökunarvörur, t.d. tónlist, ilmkerti og olíur. Hann hefur einnig bætt nokkrum frægum nöfnum inn á starfsferilskrá sína. Í fyrra lék hann meðal annars inn á plötur Atomic Kitten og Westlife. Á þessu ári bætti hann leikkonunni Kate Winslet, Charlotte Church, Ronan Keating og fyrrum fótboltaruddan- um Vinnie Jones í safnið. HOT CHICK Forsýnd kl. 10.10 VIT487

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.