Fréttablaðið - 20.12.2002, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 20.12.2002, Blaðsíða 2
2 20. desember 2002 FÖSTUDAGUR Magnús Ólafsson er landskunnur skemmtikraftur og hefur í gegnum árin margsinnis komið fram í gervi vinsæls jólasveins. Já, hann er til og ég hef hitt hann. Hann er mikill vinur minn eins og allra barna. SPURNING DAGSINS Er jólasveinninn til ? Þreifingar hafnar um lausn á deilunni: Hriktir í stoðum Reykjavíkurlistans STJÓRNMÁL Samstarfið innan Reykjavíkurlistans hefur aldrei staðið eins völtum fótum og þessa stundina. Samstarfsmenn Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra úr röðum Vinstri grænna og Framsóknar eru æfir yfir áformum hennar um að fara í þingframboð fyrir Samfylkinguna og finnst borgarstjóri hafa komið aftan að þeim. Það sem hefur farið sérstak- lega fyrir brjóstið á Framsóknar- mönnum og Vinstri grænum er að búið hafi verið að tilkynna um að Ingibjörg tæki fimmta sætið áður en hún var búin að tilkynna sam- starfsmönnum sínum um það. Kunna þeir henni og Össuri Skarphéðinssyni, formanni Sam- fylkingar, litlar þakkir fyrir það. Það heyrðist á sumu Samfylk- ingarfólki í gær að Össur hefði gert illt verra með því að fara svo snemma í fjölmiðla með fréttina, það breyti því þó ekki að tíðindum um þingframboð hennar hefði alltaf verið illa tekið af samstarfs- flokkunum. Einn orðaði það svo að menn mættu gera sér grein fyrir því að hvernig sem staðið hefði verið að kynningunni hefði alltaf verið ráðist að henni með sprengjuárásum úr öllum áttum. Eftir stendur að R-listasam- starfið er erfiðara en það hefur áður verið. Menn voru farnir að þreifa fyrir sér þegar í gær um hvernig mætti leysa vandann sem er kominn upp. Viðmælendur gerðu sér þó ekki grein fyrir því í gær hvernig það ætti að takast, skaðinn væri þegar orðinn veru- legur. ■ STJÓRNMÁL „Þetta kemur mér ekki alveg á óvart vegna þess að ég tel að þetta hafi blundað með Sam- fylkingunni lengi. Hins vegar virðist Samfylkingin ekki gera sér grein fyr- ir því að borgar- stjórinn er for- ystumaður og sameiningartákn þriggja flokka í borgarstjórn- inni,“ segir Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, um þá ákvörðun Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur borgarstjóra að taka 5. sæti á lista Samfylkingar- innar í Reykjavík fyrir næstu al- þingiskosningar. „Og það gengur ekki að hún fari á fullan kraft í landsmálapóli- tík og ætli sér í sæti sem formað- ur Samfylkingarinnar kallar bar- áttusæti í Reykjavík. Þetta er ekki samrýmanlegt og hlýtur að skapa trúnaðarbrest milli flokkanna í þessu samstarfi. Þetta ætti að vera hverjum manni ljóst en ein- hverra hluta vegna þá virðist Samfylkingin ekki hafa haft nein- ar áhyggjur af þessu, ekki síst með tilliti til þess að ákvörðunin var tilkynnt af formanni flokksins í útvarpinu, ekki af borgarstjór- anum,“ segir Halldór en vill ekki kalla ákvörðun Ingibjargar svik við kosningabandalag R-listans. „Ég ætla ekki að taka mér nein slík orð í munn en hún hefur tekið sína ákvörðun og við virðum hana. Nú hefur hún ákveðið að taka einn flokkinn fram yfir hina með mjög afgerandi hætti,“ segir Halldór og bætir við að R-lista samstarfið sé allt annað en áður. „Það er ekkert sambærilegt. Og Samfylkingin verður að gera sér grein fyrir því. Ef forystu- maður kosningabandalagsins hefði komið frá Framsóknar- flokknum þá er ég alveg viss um það að Samfylkingunni hefði þótt það ósamræmanlegt að sá for- ystumaður væri jafnframt í harðri baráttu í landsmálum. Og ég tel að þarna sé um sjálfsblindni Samfylkingarinnar að ræða því um leið og Ingibjörg Sólrún tók þessa ákvörðun þá varð hún hluti af Samfylkingunni. Hún er í stjórnmálum á vegum Samfylk- ingarinnar en stendur ekki utan stjórnmálanna eins og stundum kemur fram,“ segir Halldór og leynir því ekki að traust hans til Ingibjargar Sólrúnar sem stjórn- málamanns er ekki samt og áður. „Ég hef borið fullt traust til hennar og stutt hana af heilum hug. Nú hefur hún tekið nýja ákvörðun. Þar með hefur að sjálf- sögðu orðið mikil breyting,“ sagði Halldór Ásgrímsson. the@frettabladid.is Deilur innan Reykjavíkurlistans: Uppnám í Ráðhúsinu STJÓRNMÁL „Ég tel að það hafi bitnað mjög harkalega á borgarbúum að þetta fólk hafi verið við völd í átta ár, ekki batnar það við þetta,“ segir Björn Bjarnason, oddviti Sjálfstæð- ismanna í borgar- stjórn, um deilurn- ar í Reykjavíkur- listanum. Hann segir að það auð- veldi ekki stjórn borgarinnar að þeir sem standi að meir ih lu tanum hafi lýst því yfir að borgarstjóri eigi að víkja. „Við buðum okkur hér fram til að taka að okkur þau verkefni sem felast í því að vera í borgarstjórn,“ segir Björn aðspurður um hvort Sjálfstæðismenn séu reiðubúnir í meirihlutasamstarf með öðrum. „Við skorumst ekki undan ábyrgð.“ ■ Borgarstjóri í tómarúmi: Tryggði ekki baklandið STJÓRNMÁL Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra, segir að sér sé svolítið brugðið vegna þróunar mála í samstarfi flokkanna sem standa að Reykjavíkurlistanum. „Ég er hissa á því að jafn hæfi- leikaríkur stjórnmálaleiðtogi og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafi ekki verið búin að undirbúa bak- landið betur,“ segir hann. Nú skapist tómarúm. Ingibjörg Sól- rún hafi verið kjarninn og límið í Reykjavíkurlistasamstarfinu. Ólafur veltir fyrir sér hvað Framsóknarmenn geri. „Þeir hafa alltaf getað unnið með öllum í þeim tilgangi að verja hagsmuni flokksins.“ ■ ALFREÐ ÞORSTEINSSON Það er alveg ljóst að borgarstjóri getur ekki vænst þess að halda í borgarstjórastólinn fari hún í framboð. Borgina eða þingið: Kristaltær krafa STJÓRNMÁL Það er kristaltært að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir mun ekki gegna embætti borgarstjóra áfram ef hún heldur fast við það að fara í þingframboð fyrir Sam- fylkinguna. „Já, það er svo,“ sagði Alfreð Þorsteinsson, oddviti Framsóknarmanna í borgarstjórn, þegar hann var spurður hvort túlka ætti yfirlýsingu Framsókn- armanna og Vinstri grænna með þessum hætti. Eftir að hafa fundað með borg- arstjóra og kynnt henni afstöðu samstarfsflokka Samfylkingar sagði Alfreð að afstaða þeirra hefði ekkert breyst. ■ STEFÁN JÓN HAFSTEIN Ingibjörg Sólrún getur farið í framboð og gegnt starfi borgarstjóra áfram. Deilan leyst síðar: Segir ekkert liggja á STJÓRNMÁL Stefán Jón Hafstein, oddviti Samfylkingar í borgar- stjórn, segir enga ástæðu til að leysa strax þann vanda sem er kominn upp í tengslum við þing- framboð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra. Hann sagðist telja að R-listafólk gæti vel gefið sér tíma til að anda ró- lega og fara fyrir stöðuna. Það væri svo hægt að vinna úr stöð- unni sem upp er komin eftir jól og áramót. Þrátt fyrir skýrt orðalag yfir- lýsingar fulltrúa VG og Fram- sóknar og yfirlýsingar þeirra neitaði Stefán Jón að taka undir að um afarkosti væri að ræða. Hann sagðist enn fremur líta svo á að Ingibjörg Sólrún gæti farið í framboð og setið áfram sem borg- arstjóri. ■ BORGARSTJÓRI SAGÐUR BREGÐAST TRAUSTI Borgarfulltrúar Framsóknarflokks og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs voru á einu máli um að borgarstjóri hefði brugðist loforðum sem voru gefin þegar samið var um Reykjavíkurlistasamstarfið. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Segist hafa borið fullt traust til Ingibjargar Sólrúnar og stutt hana af heilum hug. Ákvörðun hennar breyti hins vegar heilmiklu. „Þetta er ekki samrýmanlegt og hlýtur að skapa trúnað- arbrest milli flokkanna.“ Sjálfsblindni Sam- fylkingarinnar Formaður Framsóknarflokks segir ákvörðun borgarstjóra um þing- framboð ekki koma á óvart. Vill ekki tala um svik en segir borgarstjóra hafa tekið einn flokk fram yfir aðra í R-lista. Ákvörðun borgarstjóra hafi skapað trúnaðarbrest milli flokka og einstaklinga. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T BJÖRN BJARNASON Til í að stjórna borginni ef R- listinn springur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Össur undrast viðbrögðin: Úrelt flokksræðishugsun STJÓRNMÁL Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingar, segir við- brögð forystumanna samstarfs- flokka Samfylkingar í borgar- stjórn við þingframboði borgar- stjóra vera úr öllum takti við stað- reyndir málsins. „Ég er undrandi á þeirri úreltu flokksræðishugsun sem birtist í forystumönnum samstarfsflokka minna,“ segir Össur. „Þeir vilja neita öflugum stjórnmálamanni um þau einföldu mannréttindi að fá að styðja þann flokk sem hún hefur tilheyrt og alltaf lýst yfir stuðningi við.“ Össur vildi ekki taka undir að betra hefði verið að standa að ákvörðun um framboð borgar- stjóra með öðrum hætti. Hún tæki sæti sem aðrir hefðu talið fjarri að dygði til þingsetu, það horfði öðru vísi við ef hún tæki að sér 1. sætið eins og rætt var í haust. ■ ÖSSUR Furðar sig á því að formaður VG telji framboð borgar- stjóra draga úr líkum á vinstri stjórn. „Almennt eru menn ekki lafmóðir á hlaupum eftir að komast í stjórn með VG.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.