Fréttablaðið - 20.12.2002, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 20.12.2002, Blaðsíða 16
16 20. desember 2002 FÖSTUDAGUR ÍÞRÓTTIR Í DAG 18.00 Sýn Sportið með Olís 18.30 Sýn Trans World Sport 19.15 Borgarnes Karfa karla (Skallagrímur - Valur) 19.15 Grindavík Karfa karla (UMFG - Hamar) 19.30 Sýn Alltaf í boltanum HNEFALEIKAR Hnefaleikakappinn Evander Holyfield þarf að gangast undir aðgerð á öxl vegna meiðsla sem hann varð fyrir í fyrstu lotu gegn Chris Byrd í einvígi þeirra um IBF-titilinn í þungavigt síðastliðinn laugardag. Ekki er vitað hversu alvarleg meiðslin eru fyrr en eftir að aðgerð- ina. Svo gæti þó farið að Holyfield þyrfti að leggja hanskana á hilluna. Byrd vann einvígið um helgina eftir einróma úrskurð dómara. Holyfield, sem er fertugur að aldri, notaði vinstri hönd sína lítið í bar- daganum vegna meiðslanna og náði aðeins þremur stungum að Byrd. „Evander barðist í 11 lotur, nánast með annarri hendi,“ sagði Jim Thomas, lögfræðingur kappans. Tók hann þó fram að talsmenn Holyfield notuðu það ekki sem af- sökun fyrir tapi hans. „Chris barðist mjög vel og sannaði að hann er verðugur meistari.“ Holyfield hefur aðeins sigrað í tveimur af síðustu sjö bardögum sínum. Óvíst er hvort hann geti haldið áfram að keppa í von um að endurheimta heimsmeistaratitil sinn. „Ef hann getur barist er 100% öruggt að hann mun halda áfram,“ sagði Thomas. „Ef læknarnir segja að hann eigi við alvarleg meiðsli að stríða sem eigi eftir að versna mun hann vega og meta stöðu sína.“ ■ Evander Holyfield í aðgerð á öxl: Ferillinn í hættu HOLYFIELD Chris Byrd víkur sér undan höggi frá Evander Holyfield í annarri lotu í viðureign þeirra á laugardag. Holyfield, sem er fertugur, vann heimsmeistaratitilinn fjórum sinnum á sínum tíma. Njóttu þess að vera til um leið og þú hugar að heilsunni Flott kvenúr LAUGAVEGI 15 • Sími 511 1900 www.michelsen.biz Kíktu á úrvalið á FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohn- sen, leikmaður Chelsea, segist eiga von á því að klára þau tvö ár sem hann á eftir af samn- ingi sínum við liðið. „Ég á enn tvö ár eftir af samningi mín- um eftir þessa leiktíð og ég held að ég sé ekki á förum neitt annað,“ sagði Eiður í við- tali við fótboltavefinn soccer- net.com eftir 1:0 tap Chelsea gegn Manchester United í deildarbikarnum í vikunni. „Stundum verður maður pirr- aður þegar maður fær ekki að byrja inni á í leikjum, því allir vilja spila eins mikið og mögu- legt er. En ég var óheppinn með meiðsli á undirbúnings- tímabilinu og missti úr af þeim sökum. Núna verð ég að leggja mikið á mig til að koma mér aftur í liðið.“ Eiður segir það fullsnemmt að tala um að Chelsea muni vinna ensku deildina, en liðið er í þriðja sætinu, aðeins tveimur stigum frá því efsta. „Ef við höldum áfram að vinna og ná góðum úrslitum er aldrei að vita hvar við endum mót- ið. Enn sem komið er gengur okk- ur allt að óskum. Við virkum afar traustir í augnablikinu og vonandi heldur það áfram,“ sagði Eiður. ■ Eiður Smári Guðjohnsen: Ekki á förum frá Chelsea David Ginola: Á leið til Nice? FÓTBOLTI David Ginola, sem lék með enska liðinu Everton á síð- ustu leiktíð, snýr að öllum líkind- um á heimaslóðir sínar á næstunni og gengur til liðs við franska liðið Nice. Talið var að hinn 35 ára gamli Ginola, sem hefur verið samningslaus síðan í sumar, ætlaði að leggja skóna á hilluna. Þess í stað mun hann lík- lega ljúka ferli sínum í heima- landi sínu. Þar hefur hann ekki leikið síðan 1995 þegar hann fór til Newcastle frá Paris Saint- Germain. ■ EIÐUR SMÁRI Manchester United er á meðal þeirra liða sem Eiður Smári hefur verið orðaður við undanfarið. FÓTBOLTI Teitur Þórðarson er ný- hættur sem þjálfari norska úr- valsdeildarliðsins Brann eftir tveggja og hálfs árs veru hjá lið- inu. Fréttablaðið ræddi við hann og spurði hvers vegna hann ákvað að segja upp störfum. „Það var verið að draga upp vissar línur um hvernig ætti að drífa klúbbinn áfram. Meðal ann- ars var strikuð út lína hvernig liðið ætti að æfa og hvernig íþróttalega hliðin á klúbbnum ætti að líta út. Þetta var gert á meðan ég var í fríi heima á Ís- landi. Þar sem ég ber ábyrgð á þessu öllu saman fannst mér al- veg ófært að ég skyldi ekki hafa verið hafður með í ráðum. Svo voru ýmis smáatriði í kringum það, bæði hvernig vinnuskipulag- ið ætti að vera og hvernig hlut- irnir ættu að gerast hjá klúbb- num. Meðal annars sögðu þeir nuddaranum upp á meðan ég var í fríi,“ sagði Teitur. Hann játar að hafa átt í nokkrum deilum við stjórn fé- lagsins í haust. „Það var slæmt gengi hjá okkur og þá komu upp ýmis leiðindamál eins og alltaf gerist. En þegar það er farið svona að málunum er ekki hægt að halda áfram á sömu nótum. Það er algjörlega út í hött.“ Teitur segir að þrjú lið hafi haft samband við sig fyrir örfá- um vikum en hann hafi hafnað tilboðum frá þeim þar sem hann hafði ekki hug á að fara frá Brann. „Mér hefur líkað ofboðs- lega vel þarna í tvö og hálft ár og hafði engan hug á að færa mig. Ég hafði bara eitt í huga, að vera þarna áfram og byggja liðið upp. En þegar stjórnendurnir fara svona á bak við mig er ekki hægt að lifa með því,“ sagði Teitur. Þau lið sem Teitur nefndi til sögunnar eru norska félagið Lyn, sem Helgi Sigurðsson og Jóhann B. Guðmundsson leika með, og sænska liðið AIK frá Stokkhólmi. Auk þess hafði hann heyrt nefnt um áhuga hjá AB í Kaupmanna- höfn. Teitur hóf þjálfaraferil sinn erlendis árið 1987 eftir að hafa leikið sem atvinnumaður í knatt- spyrnu. Fyrsta liðið sem hann tók við var sænska liðið Skövde. Síð- an þjálfaði hann m.a. norsku liðin Brann, Lyn og Lilleström auk eistneska landsliðisins þar til hann tók aftur við Brann fyrir tveimur og hálfu ári. Aðspurður hvort hann vilji halda áfram að þjálfa í Noregi segir hann það ekki vera nauð- synlegt. „Mér líður ágætlega hér en hefði ekkert á móti því að prófa eitthvað annars staðar. Það á eftir að koma í ljós hvernig þetta þróast allt saman.“ freyr@frettabladid.is Ekki hafður með í ráðum hjá Brann Teitur Þórðarson knattspyrnuþjálfari sagði upp störfum hjá norska fé- laginu Brann í vikunni. Hann segist ekkert hafa á móti því að þjálfa í öðru landi en Noregi. Hóf þjálfaraferil sinn erlendis árið 1987 í Svíþjóð. TEITUR ÞÓRÐARSON Teitur ætlar til Íslands í jólafríinu þar sem hann mun dvelja innan um vini og vanda- menn á Akranesi. Baðhengi Öryggismottur í böð og sturtur Baðmottusett Baðvogir Baðherbergisvörur Vandaðar vörur -mikið úrval -gott verð Laugavegi 29, sími 552 4320

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.