Fréttablaðið - 20.12.2002, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 20.12.2002, Blaðsíða 40
40 20. desember 2002 FÖSTUDAGUR NÝJAR BÆKUR Flott ... LAUGAVEGI 15 • Sími 511 1900 www.michelsen.biz Kíktu á úrvalið á Leaves í Rolling Stone: Á topp tíu lista yfir falda gimsteina TÓNLIST Bandaríska tónlistartíma- ritið Rolling Stone velur frum- raun íslensku sveitarinnar Leaves sem eina af betri „óupp- götvuðu“ útgáfum ársins. Breið- skífan „Breathe“, sem enn hefur ekki verið gefin út í Bandaríkjun- um, endaði á listanum „Ten of the Best, From Under the Radar“. Það er ársuppgjör hins virta blaðamanns David Fricke yfir þær plötur sem komu út, ein- hvers staðar í heiminum, sem eiga eftir að brjóta sig upp á yfir- borðið. Hann kallar plöturnar á listanum „falda gimsteina“. Plata Leaves kemur út í Bandaríkjun- um á næsta ári og spáir Fricke þeim velgengni þar í landi. Hann segir sveitina vera hina „raunverulegu Coldplay“ þar sem liðsmenn séu íslenskir og leiki fallega depurð og styðjist við „ljúfa strauma enduróma“. Hann segir það líka vel hugsanlegt að Leaves sé róttækasta sveit Ís- lands um þessar mundir. ■ LEAVES Ummæli Fricke gætu gefið þeim ágætis byrjun í Bandaríkjunum en breiðskífa þeirra kemur þar út á næsta ári. Gjafavara Öðruvísi blómabúð Dalvegi 32, s. 564 2480, www.birkihlid.is 1 METSÖLULISTI 2 3 4 5 6 7 8 9 10 MEST SELDU BÆKURNAR Í BÓKA- BÚÐUM PENNANS/EYMUNDS- SONAR (11.12- 17.12) Kolbrún Bergþórsdóttir JÓN BALDVIN - TILHUGALÍF Arnaldur Indriðason RÖDDIN Reynir Traustason SONJA Óttar Sveinsson ÚTKALL - GEYSIR ER ... Andri Snær Magnason LOVESTAR Viðar Hreinsson LANDNEMINN MIKLI Miguel de Cervantes DON KÍKÓTI Helgi Skúli Kjartansson ÍSLAND Á 20. ÖLD Davíð Oddsson STOLIÐ FRÁ HÖFUNDI ... Anna Valdimarsdóttir LEGGÐU RÆKT VIÐ ÁSTINA 1 METSÖLULISTI 2 3 4 5 6 7 8 9 10 MEST SELDU BÆKURNAR Í BÓKA- BÚÐUM MÁLS OG MENNINGAR (10.12- 16.12) Kolbrún Bergþórsdóttir JÓN BALDVIN - TILHUGALÍF Jóhannes úr Kötlum JÓLIN KOMA Landmælingar Á FLUGI YFIR ÍSLANDI Andri Snær Magnason LOVESTAR Arnaldur Indriðason RÖDDIN Brynhildur Þórarinsdóttir NJÁLA-BARNABÓK Miguel de Cervantes DON KÍKÓTI Guðjón Friðriksson JÓN SIGURÐSSON Guðrún Helgadóttir ÖÐRUVÍSI DAGAR Einar Kárason KK - ÞANGAÐ SEM... FURÐULIST Listamaðurinn Ken Feingold sýnir verk sín í Corcoran-gall- eríinu í Wash- ington um þessar mund- ir. Þessi áhugaverða talandi sjálfs- mynd í blómapotti er meðal verka á sýningunni. Vaka-Helgafell hefur gefið útbókina Ísbarnið eftir breska rithöfundinn Elizabeth McGregor. Bókin þykir metnað- arfyllsta verk hennar til þessa en hún hefur áður sent frá sér spennusögur, smásögur og fleira. Hún hefur fengið mikla athygli og útgáfurétturinn var seldur til 12 landa áður en hún kláraði bók- ina. Ísbarnið segir frá Jo Harper, blaðakonu sem býr í Lundúnum og fær það verkefni að kynna sér hvarf forn- leifafræðings- ins Douglas Marshalls á Grænlandi, sem hafði far- ið þangað til að grafast fyr- ir um afdrif heimskautaleiðangurs Johns Franklins, sem hélt á norðurslóð- ir um miðja 19. öld. Atburðarás- in tekur brátt óvænta stefnu og lesendur fá í senn að fylgjast með sviptingum í einkalífi blaða- konunnar ungu og leiðangrinum sem farinn var fyrir hálfri annarri öld; á báðum vígstöðvum verður baráttan fyrir lífinu sjálfu smám saman öllu öðru yfirsterkari. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.