Fréttablaðið - 20.12.2002, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 20.12.2002, Blaðsíða 44
20. desember 2002 FÖSTUDAGUR Pondus eftir Frode Øverli Eyjólfur Kristjánsson Ásamt Íslands eina von FÖSTUDAGS- OG LAUGARDAGSKVÖLD kaffi@kaffireykjavik.com kaffi@kaffireykjavik.com Níundi jólasveinninn Tyggjóklínir er kominn Honum fylgir leiður ósiður,þeim sem kom til byggða í nótt. Ósiður sem flestum sóma- kærum mönnum og snyrtilegum er þyrnir í augum. Níundi var Tyggjóklínir, sem tyggur dag og nótt. Hann gildrur setur oft, svo manni er ei rótt. Bak við hluti og undir, bæði borð og stóla. Fara tyggjóblettir í buxur, skó og kjóla. Eftir Ragnar Eyþórsson (með fullri virðingu fyrir Jóhannesi úr Kötlum) TEIKNINGAR: INGI SÖLVI ARNARSON Nú fer sá tími í hönd þegarnámsmenn og aðrir Íslend- ingar búsettir erlendis flykkjast í þúsunda tali heim á Frónið í jólafrí. Þá er eins og ferskur gustur fari um landið og hjörtu margra fyllast gleði yfir kær- komnum endurfundum. Ein- hverjir eru nú þegar mættir til landsins og því er tilvalið að skreppa í bæinn og hitta nýlenta vini eða vandamenn á kaffihúsi til að skiptast á fréttum. SKIPULAGSMÁL „Það má að sumu leyti segja að þetta sé samantekt á ævistarfi mínu,“ segir Trausti Valsson um bók sína Skipulag byggðar á Íslandi – Frá landnámi til líðandi stundar. Trausti lauk námi af skipulagslínu TU í Berlín árið 1972 og doktorsnámi í um- hverfisskipulagi við UC Berkeley 1987. Hann fékk hlutadósents- stöðu við HÍ 1988 og var skipaður fyrsti prófessor í skipulagsfræði við HÍ árið 2000. „Ég hef kennt skipulagsfræði við Háskóla Ís- lands í 14 ár, haldið þúsundir fyr- irlestra um þessi málefni og safn- að saman miklu af myndefni og öðrum gögnum. Þá hef ég skrifað níu aðrar bækur um skipulagsmál og fjölda greina. Margt af þessu er óaðgengilegt og alls ekki allt á sama stað þannig að ég stóð frammi fyrir því að láta þetta liggja í möppu eða taka saman myndarlegt heildarrit.“ Trausti rekur skipulagssögu landsins allt frá landnámi. „Ég ákvað að draga rammann vítt til að fá góða yfirsýn og það er skemmtilegt að skoða hvernig byggðin mótast frá fyrstu tíð. Byggðarmynstrin byrja að mynd- ast snemma og mörg halda nánast alltaf velli og þessi sagnfræðilegi bakgrunnur gerir okkur því kleift að skilja samtímann betur.“ „Norðurálfumenn hafa vissa tilhneigingu til að vera svolítið ferkantaðir. Við sjáum þetta hér, í Svíþjóð og í Noregi. Úthverfa- kjarnar og steinsteypukumbaldar eru ekki mikið fyrir augað, ólíkt því sem við höfum séð á ferðalög- um okkar um Ítalíu og Spán, þar sem þetta er miklu safaríkara og reynt að gefa húsum sál. Við höfum vísi að þessu í gamla mið- bænum.“ Trausti deilir á ýmsar heilagar kýr í bókinni og gagnrýnir meðal annars mikilvægi bílsins í borgar- skipulaginu. „Það er varla hægt að lifa lengur án bílsins og bíllaus- ir, unglingar og aldraðir, eru í slæmri stöðu. Það er svolítið skrítið að félagshyggjuflokkar skuli ekki vekja athygli á þessu þar sem hér er í raun um félags- legan harmleik að ræða.“ thorarinn@frettabladid.is Samantekt á ævistarfinu í bók Trausti Valsson hefur tekið saman veglegt rit um sögu skipulags á Íslandi frá landnámi til okkar daga. Hann segir margt gott hafa verið gert en deilir á ferkantaða hugsun Íslendinga og ofurtrúna á bílinn. TRAUSTI VALSSON „Ég er af þessari svokölluðu hippakynslóð og þegar ég kom heim frá námi 1972 var út- hverfaskipulagið í algleymi með tilheyrandi bíladellu og ofurbrautum. Þá stóð enn fyrir dyrum að ganga af öllum gamla miðbænum dauðum.“ JÓLASVEINAR 2002Sjóvá-Almennar: Rafhlöður í reykskynjara með póstinum FORVARNIR Sjóvá-Almennar hafa sent viðskiptavinum sínum sem eru með fjölskyldutryggingu hjá fyrirtækinu rafhlöður fyrir reyk- skynjara. Alls eru það um 30 þús- und heimili sem fá póstinn send- an, en með honum fylgja ábend- ingar í forvarnarmálum. Þannig mælast Sjóvá-Almennar til þess að viðskiptavinir hafi reyk- skynjara í hverju herbergi og skipti um rafhlöðu í þeim einu sinni á ári. Þá minnir félagið á að líftími reykskynjara er talinn vera 8 til 10 ár. Þetta er í fyrsta sinn sem Sjóvá-Almennar senda slíkan póst, en honum er sérstaklega ætlað að minna á mikilvægi reyk- skynjara í þeim mánuði sem mest hætta er á eldsvoðum. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T JIBBÍ JEI!! VÚ- HÚÚ !! KOMA SVO... FARÐU ÚR DERRICK FRAKKANUM!! ...VIÐ VERÐUM AÐ TALA AÐEINS SAMAN... HVÍTUR LÍKAMINN... KIRSUBERIN STINN... ÞÚ VEIST MIG LANGAR IIINNNN... 4 DAGAR TIL JÓLA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.