Fréttablaðið - 20.12.2002, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 20.12.2002, Blaðsíða 6
6 20. desember 2002 FÖSTUDAGURVEISTU SVARIÐ? Svörin eru á bls. 46 1. 2. 3. Storkur einn hefur verið mikið í fjölmiðlum að undanförnu. Nýlega var hann fangaður og fluttur suður. Hvað heitir stork- urinn? Menntafélagið ehf. er að taka við rekstri Stýrimannaskólans. Hvað heitir fráfarandi skóla- meistari? Hvaða knattspyrnukona var valin knattspyrnumaður ársins af Alþjóðaknattspyrnusam- bandinu FIFA? GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 82.74 0.27% Sterlingspund 132.67 0.58% Dönsk króna 11.44 0.22% Evra 84.9 0.17% Gengisvístala krónu 126,60 0,59% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 385 Velta 2.750 milljónir ICEX-15 1.327 -0,01% Mestu viðskipti Tryggingamiðstöðin hf. 382.054.592 Baugur Group hf. 260.392.189 Íslandsbanki hf. 38.450.786 Mesta hækkun Íslenskir aðalverktakar hf. 9,38% Nýherji hf. 2,67% Flugleiðir hf. 2,17% Mesta lækkun Skýrr hf. -3,64% SÍF hf. -2,64% Eimskipafélag Íslands hf. -2,52% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ*: 8440,7 -0,1% Nasdaq*: 1362,7 0,1% FTSE: 3841,4 0,2% DAX: 3320,9 0,5% Nikkei: 8387,6 0,5% S&P*: 891,9 0,1% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 BRUNI „Ég vaknaði, fór fram úr og sá að íbúðin var orðin full af reyk. Ég flýtti mér út á svalir og sá hvar slökkvilið og sjúkrabílar voru fyr- ir utan og þá létti mér mikið,“ seg- ir Unnur Anna Sveinbjörnsdóttir, 23 ára gömul, íbúi í Hjaltabakka 8 í Breiðholti. Eldur kviknaði í kjall- ara fjölbýlishússins um miðnætti í fyrrinótt og lagði mikinn reyk inn í tvo aðra stigaganga. Skamma stund tók að slökkva eldinn en rýma þurfti alla þrjá stiga- gangana. Til þess notaði slökkviliðið körfubíla og stiga og var íbúum hjálpað að komast frá svölum húss- ins. Unnur þurfti að horfa á tæplega eins árs gamlan son sinn í faðmi slökkviliðs- manns sem bjargaði honum fram af svölum á þriðju hæð. „Þetta var afskaplega ónotaleg tilfinning að sjá á eftir stráknum en um leið mikill léttir að hann væri að komast í örugga höfn. Synin- um leist nú ekkert of vel á slökkviliðsmanninn sem bjargaði honum en róaðist um leið og hann var kominn niður og lögreglukona tók hann í faðminn.“ Sjálf þurfti Unnur og sambýlismaður hennar Edwin Boama að klifra niður stigann. Unnur segir íbúum stiga- gangsins hafa verið safnað saman í strætisvagni sem kallaður var á vettvang. „Það kom reglulega til okkar slökkviliðsmaður og sagði okkur frá gangi mála. Það skiptir okkur mjög miklu máli.“ Unnur segir fólki hafa verið í fersku minni íkveikjutilraunin sem gerð var í einum stigagangin- um í Hjaltabakka fyrr í mánuðin- um. Nú er talið að eldurinn hafi kviknað þegar börn voru að fikta með eld. Einungis íbúar eins stiga- gangsins fengu að snúa aftur til síns heima eftir að búið var að reykræsta. Íbúar í hinum tveimur þurftu að gista annað hvort hjá vinum eða ættingjum. Tveir þáðu gistingu hjá Rauða krossinum. Unnur segir þetta atvik ekki setja jólaundirbúninginn í upp- nám. Búið var að reykræsta þegar hún sneri heim í gærmorgun eftir að hafa gist hjá vinafólki um nótt- ina. Hún segir ástandið í íbúðinni vera í þokkalegu standi. Aftur á móti væri stigagangurinn mjög illa farinn. „Það sem manni er efst í huga á þessari stundu er að allir sluppu ómeiddir frá þessu,“ sagði Unnur að lokum. kolbrun@frettabladid.is Tuttugu íbúum var bjargað þegar eldur kviknaði í fjölbýlishúsi við Hjaltabakka. Unnur Anna Sveinbjörnsdóttir var ein þeirra. Hún horfði á þegar eins árs syni hennar var bjargað ofan af svölum á þriðju hæð. ÍBÚAR Í ÖRUGGRI HÖFN Unnur segir ónot hafa farið um sig þegar hún horfði á eftir drengnum sínum ofan af svölum á þriðju hæð. FENGU ATHVARF Í STRÆTISVAGNI Slökkviliðsmenn upplýstu íbúa Hjaltabakka reglulega og skýrðu þeim frá gangi mála. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /I N G Ó FR ÉT TA B LA Ð IÐ /I N G Ó HEIMSÓKN Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, fór í opinbera heimsókn til Mæðrastyrks- nefndar Reykjavíkur í gær á síð- asta úthlutunardegi nefndarinn- ar fyrir jólin. Er þetta í fyrsta sinn sem forseti Íslands heim- sækir nefndina. Þegar Ólaf bar að garði hafði myndast löng bið- röð. Sögðu skjólstæðingar Mæðrastyrksnefndar forsetan- um frá því að þeir hefðu beðið í röðinni hátt í þrjár klukkustund- ir. Ólafur Ragnar sagðist brugð- ið hversu margir þyrftu á aðstoð að halda. „Það er greinilegt að mikil fátækt er hér á landi og að hún hefur farið vaxandi. Það var nístandi að sjá hvað margar ung- ar konur voru í röðinni.“ Ólafur segir að breyta þurfi skipan samfélagsins til að koma í veg fyrir að svona neyð endur- taki sig á hverju ári. „Við getum ekki haft þennan blett á því vel- ferðarsamfélagi sem okkur öll- um er kappsmál að ríki. Með þessari heimsókn vildi ég kynn- ast þessu af eigin raun. Þá munu frásagnir fulltrúa Mæðrastyrks- nefndar af ástandinu verða mér alvarlegt umhugsunarefni.“ ■ MÆÐRASTYRKSNEFND HEIMSÓTT Ólafur Ragnar Grímsson kynnti sér starfsemi Mæðrastyrksnefndar í gær. Ásgerður Jóna Flosadóttir segir yfir 1.000 fjölskyldur hafa leitað eftir aðstoð á þeim sjö dögum sem jóla- úthlutunin hafi farið fram. Hún segir ástandið aldrei hafa verið eins slæmt og nú í ár. Forseti Íslands heimsótti Mæðrastyrksnefnd: Neyðin er blettur á velferðarsamfélaginu Skerjafjarðarslysið: Fá ekki afrit lögreglu- gagna LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Reykja- vík hefur hafnað kröfu réttar- gæslumanns dánarbús fórnar- lambs Skerjafjarðarslyssins um aðgang að gögnum vegna lög- reglurannsóknar á slysinu. Löglegan segir ástæðuna þá að málinu sé ekki lokið þar sem ákvörðun hennar um að fella mál- ið niður hafi verið kærð til ríkis- saksóknara. Á þeim grundvelli er einnig hafnað að rökstyðja sér- staklega ákvörðunina um niður- fellinguna. Lögreglan segir enn fremur að aðstandendur fórnarlambanna séu ekki brotaþolar í málinu. Þá hafi ekki fylgt með kröfunni upp- lýsingar um það í hvaða skyni gagnanna væri óskað. ■ Íbúum bjargað fram af svölum FR ÉT TA B LA Ð IÐ /I N G Ó

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.