Fréttablaðið - 20.12.2002, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 20.12.2002, Blaðsíða 4
4 20. desember 2002 FÖSTUDAGURKJÖRKASSINN Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Heldur þú að Ingibjörg Sólrún nái inn á þing í vor? Spurning dagsins í dag: Á Ingibjörg Sólrún Gísladóttir að víkja úr embætti borgarstjóra? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 3,6% 48,6%Nei 47,8% SKIPTAR SKOÐANIR Kjósendur eru ekki einnar skoð- unar um hvort borgarstjóri nái kjöri til Alþingis í vor. Veit ekki Já KJARADÓMUR „Þetta er nokkuð djarft og vel í lagt hjá Kjaradómi þegar horft er til þess að almennar launa- hækkanir um áramót verða 3,15%,“ sagði Halldór Björnsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, vegna úrskurðar Kjaradóms um hækkun launa æðstu embættis- manna þjóðarinnar. Kjaradómur hefur ákveðið að laun embættismanna, annarra en forseta Íslands, hækki um 7% frá og með áramótunum. Laun forset- ans hækka um 3%. Eftir hækkun verða laun forsetans 1.460 þúsund á mánuði, forsætisráðherra 730 þús- und og annarra ráðherra 660 þús- und, að meðtöldu þingfararkaupi. Laun Hæstaréttardómara og Ríkis- saksóknara verða 480 þúsund og forseta Hæstaréttar 530 þúsund. Þingfararkaup verður tæplega 370 þúsund. Í úrskurði kjaradóms segir með- al annars að dómurinn telji að enn sé óbætt nokkur launahækkun sem opinberir starfsmenn hafa notið á grundvelli kjarasamninga sem rík- ið hefur gert við starfsmenn sína. Hins vegar hafi verið ákveðið að laun forseta Íslands taki sömu al- mennu hækkun og önnur laun um áramótin, með hliðsjón af sérstakri ákvörðun sem tekin var um laun forseta í júlí árið 2000. „Þetta er svolítill leikur að eldin- um en vonandi er þetta reykurinn af réttunum sem almennir launa- menn njóta á næsta ári,“ sagði Hall- dór Björnsson. ■ Laun æðstu embættismanna hækka um 7% um áramót: Vel í lagt segir verkalýðshreyfingin HALLDÓR BJÖRNSSON Þykir vel í lagt hjá kjaradómi. Segir hækkun- ina úr takti við þær hækkanir sem almennir launamenn fá um áramótin. SKATTAR Rúmlega 152 þúsund ein- staklingar hafa nýtt sér frádrátt vegna hlutafjárkaupa frá árinu 1985. Frádrátturinn á tímabilinu nemur samanlagt 18,5 milljörðum króna og er þá reiknað út frá verð- lagi hvers árs fyrir sig. Framreiknuð nemur upphæðin yfir 20 milljörðum. Fram til ársins 1989 voru engin skilyrði um eignarhaldstíma á keyptum hluta- bréfum. Menn gátu þá keypt hlutabréf á gamlársdag og selt í byrjun nýs árs en samt fengið skattaafslátt. Þessu var breytt 1990 og sett sem skilyrði að menn ættu bréfin í 2 ár. Tíminn var svo lengdur 1992 í 3 ár og árið 1997 var sett að skilyrði að menn eigi hlutabréfin yfir 5 áramót vilji þeir nýta sér skattaafslátt. Reynd- ar fer hver að verða síðastur, frá- dráttarheimildin fellur niður um áramótin. Hámarksfrádráttur hefur breyst nokkuð gegnum árin, var 72 þúsund krónur í upphafi, hækkaði nokkuð í lok níunda áratugarins og var hæstur tæpar 126 þúsund krónur hjá einstaklingi. Nú eru 60% hlutabréfakaupa frádráttar- bær, þó að hámarki 80 þúsund krónur hjá einstaklingi eða 160 þúsund hjá hjónum. Þeim sem nýttu sér skattaafsláttinn vegna hlutabréfakaupa fjölgaði umtals- vert þegar hámarksfrádrátturinn var hækkaður1990. Það ár nýttu rúmlega 24 þúsund einstaklingar sér heimildina og nam frádráttur- inn tæplega 1.700 milljónum króna á verðlagi þess árs. Hlutafjárkaup einstaklinga drógust saman árin á eftir en jukust svo á ný um miðjan tíunda áratuginn. Frádrátturinn hefur numið 1,5 til ríflega 2 millj- örðum króna og hafa 15 til 20 þús- und manns nýtt sér afsláttinn síð- ustu ár. Í fyrra dró hins vegar um- talsvert úr. Tæplega 7.800 manns nýttu sér afsláttinn og frádráttur- inn nam aðeins rúmum 800 miljón- um. Samdrátturinn er tæplega 50%, bæði í fjölda einstaklinga og upphæð frádráttar. Skýringanna er að leita í gengislækkun hluta- bréfa. Gengisþróun á hlutabréfa- markaði gefur ekki tilefni til að ætla að tölurnar hækki mikið fyrir þetta ár. Hlutabréfaeign einstaklinga var samkvæmt skattframtölum síðasta árs 49,1 milljarður króna, hafði lækkað um rúman milljarð frá fyrra ári. Fjölskyldum sem telja fram hlutabréfaeign hefur einnig fækkað nokkuð, þær eru nú 52.478, fækkaði um 828 frá fyrra ári. the@frettabladid.is 18,5 milljarðar í frádrátt vegna hlutabréfakaupa 152 þúsund manns hafa nýtt sér frádrátt vegna hlutabréfakaupa frá árinu 1985. Rúmlega 24 þús- und nýttu sér afsláttinn árið 1991. Hlutabréfaeign 52.500 fjölskyldna er nú rúmir 49 milljarðar samkvæmt skattframtölum, milljarði minni en í fyrra. Frádráttarheimild vegna hlutabréfakaupa fellur niður um áramótin. SKATTAAFSLÁTTUR Álagningarár Fjárfesting í Fjöldi atvinnurekstri M.kr. 1985 24 936 1986 38 913 1987 65 1.302 1988 16 244 1989 70 741 1990 392 2.930 1991 1.669 24.340 1992 812 6.279 1993 761 6.102 1994 835 6.417 1995 1.032 7.077 1996 1.454 9.541 1997 2.660 17.535 1998 1.993 18.243 1999 2.095 21.031 2000 2.223 20.585 2001 1.553 15.125 2002 823 7.793 Samtals: 18.515 152.405 GEIR H. HAARDE Fjármálaráðherrar síðustu 18 ára hafa séð á eftir einum milljarði króna að meðaltali á ári í formi skattaafsláttar vegna hlutabréfakaupa einstaklinga. Hlutabréfaeign einstaklinga var samkvæmt skattframtöl- um síðasta árs 49,1 milljarður. SEÚL, AP Roh Moo-hyun verður næsti forseti Suður-Kóreu. Hann vann nauman sigur á Lee Hoi- chang í forsetakosningunum þar í gær. Roh er stuðningsmaður ríkis- stjórnarinnar, en Lee stjórnarand- stæðingur. Lee tapaði einnig naumlega í forsetakosningum árið 1997. Hann viðurkenndi ósigur sinn í gær: „Ég gerði mitt besta, en náði ekki tak- markinu,“ sagði hann. Roh styður „sólskinsstefnu“ nú- verandi forseta, Kim Dae-jungs ,gagnvart Norður-Kóreu. Sú stefna felur í sér að bæta eigi tengslin við Norður-Kóreu með því að efla sam- starf ríkjanna á ýmsum sviðum. Hann vill hins vegar að meira jafn- ræðis gæti í samskiptum Suður- Kóreu og Bandaríkjanna heldur en verið hefur. Suður-Kórea verði að rétta úr kútnum og hætta að lúta vilja Bandaríkjanna í einu og öllu. Vaxandi andúðar hefur gætt í garð Bandaríkjanna í Suður-Kóreu undanfarið, ekki síst vegna þess að tveir bandarískir hermenn, sem ollu dauða tveggja kóreskra stúlkna í bílslysi, voru sýknaðir af öllum ákæruatriðum nýverið. ■ Forsetakosningar í Suður-Kóreu: Roh vill rétta úr kútnum NÆSTI FORSETI SUÐUR-KÓREU Roh Moo-hyun fagnaði sigri í gær. Honum finnst að Suður-Kórea eigi að vera sjálfstæðari gagnvart Bandaríkjunum en verið hefur. Kynferðisbrot: Út fyrir öll mörk DÓMSMÁL Faðir á fimmtugsaldri hef- ur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að misnota 16 ára dótt- ur sína kynferðislega. Stúlkan var í heimsókn á heimili föðurins þegar atburðurinn varð. Þau voru bæði við drykkju. Hún sagðist hafa vaknað við aðfarir föður síns. Hún væri ekki fullviss um að um samfarir hafi verið að ræða þó svo hafi virst. Fað- irinn sagðist ekkert muna og neitaði sök. „Með framferði sínu fór hann út fyrir öll siðferðismörk í samskipt- um föður og dóttur og rauf með grófum hætti það trúnaðartraust, sem þar á að ríkja,“ sagði Héraðs- dómur Reykjaness. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR Evrópusambandið: Þorskverðið hækkar og hækkar HALLE, AP Þorskverðið hækkar ár frá ári í ríkjum Evrópusam- bandsins. Á síðasta ári kostaði kílóið í Belgíu 1.020 krónur út úr búð, nú kostar það 1.530 krónur og á næsta ári fer það líklega upp yfir 2.100 krónur. „Viðskiptavinir líta ekki einu sinni á þorskinn minn lengur vegna þess að hann er of dýr,“ segir Johnny Pauwels, fisksali í Halle, skammt suður af Brussel. Svipaða sögu er að segja frá öðr- um Evrópusambandsríkjum, þar sem þorskurinn hefur jafnan ver- ið meðal ódýrustu fæðutegund- anna. ■ ÁREKSTUR Í KÓPAVOGI Árekstur varð á Hafnarfjarðarvegi við Kópavogslæk um áttaleytið í gærmorgun þegar tveir bílar lentu saman. Ökumenn kenndu sér báðir eymsla, annar í hné og hinn í síðu. Báðir bílarnir urðu óökufærir og fjarlægðir af vett- vangi með kranabíl. FLEIRI ÖLVAÐIR Í KÓPAVOGI Lög- reglan í Kópavogi hafði afskipti af tveimur ökumönnum sem grunaðir eru um ölvun. Telur lög- regla að miðað við árið í fyrra hafi mun fleiri ökumenn verið teknir ölvaðir undir stýri. ÞRJÚ INNBROT SAMA MÁNUÐINN Lögreglan í Kópavogi rannsakar þrjú innbrot í fyrirtækið Tölvu- virkni í Kópavogi í desember, tvö þeirra framin mánudags- og þriðjudagskvöld. Lögreglan segir viðvörukerfi hafa farið í gang en þjófarnir hafi ekki látið segjast. Stolið hafi verið tölvubúnaði að verðmæti hátt á hálfa milljón króna. LAUN ÆÐSTU EMBÆTTIS- MANNA Forseti Íslands 1.460.156 Forsætisráðherra 729.938 að meðtöldu þingfararkaupi Aðrir ráðherrar 663.694 að meðtöldu þingfararkaupi Forseti Hæstaréttar 528.705 Aðrir hæstaréttardómarar 480.584 Ríkissaksóknari 480.584 Biskup Íslands 464.105 Ríkissáttasemjari 459.586 Dómstjóri Héraðsdómi Reykjavíkur 440.713 Aðrir dómstjórar 398.341 Héraðsdómarar 384.342 Umboðsmaður barna 382.468 Þingfararkaup alþingismanna 368.719

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.