Fréttablaðið - 20.12.2002, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 20.12.2002, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 20. desember 2002 699 Frábært verð! Tilboð á grilluðum kjúkling alla föstudaga ill ll kr/stk Grillaður kjúklingur SFC ...safaríkur og bragðgóður! Það er aspassúpan hennarmömmu og svo er það ham- borgarhryggur. Það klikkar aldrei,“ segir Örn Arnarson sundkappi. Örn segir þennan jólamat vera á boðstólnum á hverjum jólum. Aðspurður segist hann ekki borða neitt sérstakt hollustufæði yfir jólin. „Nei, ég er bara í þess- um góða jólamat. Svo fer maður aftur í sitt venjulega mataræði eftir jól. Maður slappar bara af og liggur uppi í rúmi þegar mað- ur hefur tíma yfir jólin, hakkar í sig nammi og lifir mjög góðu lífi.“ ■ Örn Arnarson sundkappi: Aspassúpan hennar mömmu Jólamaturinn minn ÖRN ARNARSON Örn lætur hollustufæðið eiga sig yfir jólin. Mín eftirminni-legustu jól upp- lifði ég í Ameríku,“ segir Nanna Kristín Magnúsdóttir leik- kona. Þar var hún stödd sem átján ára skiptinemi í Minne- sota. „Þau eru frekar frábrugðin jólunum hér á Íslandi. Það vantar svolítið þessa heilögu stemningu sem fólk er vant hérna heima. Fólk er ekkert að klæða sig upp á heldur vaknar á jóladagsmorgun og klæðir sig í gallabux- ur og bol. Þá er fólk þarna ekki að leggja jafn mikið upp úr matnum eins og við gerum hér á Íslandi. Fólk kemur hvert með sinn rétt og þetta er meira svona eins og hlaðborð,“ upplýsir Nanna Kristín og finnst einnig jólin þar vera heldur stutt þar sem þau standa aðeins yfir jóladag. Þá segir Nanna Kristín jóla- gjafahefðina hjá fjölskyldunni sem hún bjó hjá hafa verið lítið eitt skrýtna í sínum augum. „Ég var náttúrulega búin að fá alveg haug af pökkum frá fjölskyldu og ættingjum heima. Hjá banda- rísku fjölskyldunni minni var málið hins vegar að þar keypti hver bara eina gjöf. Þannig var bara ein gjöf á mann og hana fékk fólk með því að draga miða um hvaða pakka hver átti að fá.“ Eitt- hvað sem virkaði mjög skrýtið fyrir stúlku eins og Nönnu sem var vön pakkaflóðinu sem við- gengst hérlendis. Nanna viður- kennir að hún hafi fengið mikla heimþrá og langað heim í alvöru jól. Það bjargaði hins vegar mál- unum að fjölskyldan sem hún dvaldi hjá er kaþólsk og þess vegna var farið í miðnæturmessu á aðfangadagskvöld. „Þá fann ég fyrir heilagleika jólanna þar sem ég sat í stórri kirkju með þúsund logandi kertum,“ útskýrir Nanna Kristín. Annars tekur Nanna því rólega þessa dagana og föndrar jólakort og dundar við að skreyta heimilið. „Það vill svo vel til að ég er ekki að æfa neitt verk fyrir þessi jól ólíkt því í fyrra þegar ég endaði á þönum að redda jólagjöfunum á Þorláksmessu. Nú ætla ég að reyna að sleppa alveg við þetta jólastress og þá kvöð sem oft þjakar Íslendinga á þessum tíma, bara taka þetta í rólegheitunum og njóta,“ segir Nanna Kristín að lokum. ■ Nanna Kristín Magnúsdóttir leikkona fékk heimþrá yfir jólin í Bandaríkjunum. Undarleg jól í Ameríkunni Eftirminnulegustu jólin NANNA KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR Miðnæturjólamessan bjargaði jólunum í Ameríkunni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Vönduð karlmannsúr LAUGAVEGI 15 • Sími 511 1900 www.michelsen.biz Kíktu á úrvalið á PÓSTURINN Á FERÐ MEÐ JÓLATRÉN Pósturinn August Glienke sér um að færa 18 íbúum eyjarinnar Nordstrandischmoor við norðurströnd Þýskalands allan varning. Hann ferðast á þessari litlu járnbraut milli lands og eyjar og er hér að færa eyjarskeggjum jólatré. M YN D /A P

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.