Fréttablaðið - 20.12.2002, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 20.12.2002, Blaðsíða 46
46 14. desember 2002 FÖSTUDAGUR DÝRT Porche 911 Carrera hjá Bílabúð Benna. Kostar 8.900 þúsund krónur; átta milljónir og níu- hundruð þúsund krónur. Skemmtileg týpa með einstökum eðliskostum: 320 hestöfl, 6 strokka. Viðbragð: 5,2 sekúndur upp í 100. Bremsun: 100 niður í 0, 2,6 sekúndur. 6 gíra. 18 tommu felgur. Leðursæti. Spól- og skrið- vörn. Dýrgripur á hjólum með öllu. Kostakaup fyrir þá sem geta og vilja. Vaxinn upp úr Gettu betur 33 ÁRA Flosi Eiríksson, bæjarfull- trúi Samfylkingarinnar í Kópa- vogi, er þrjátíu og þriggja ára í dag og það vill svo skemmtilega til að hann deilir afmælisdeginum með tveimur systrum sínum. „Ég fer í afmælisveislu til tvíbura- systur minnar í kvöld. Hún tekur að sér að halda upp á þetta að þessu sinni en við skiptumst stundum á. Þá á önnur eldri systir mín einnig afmæli þennan sama dag og hún sá um veisluna í fyrra en við erum sem sagt þrjú af sex systkinum sem eigum afmæli sama dag.“ Flosi segir það fráleitt fullt starf að veita Gunnari Birgissyni aðhald í bæjarmálapólitíkinni. „Þetta er hálfgert hobbý. Ég er smiður og það er mitt aðalstarf og ég geri ráð fyrir að slá upp svala- handriðum á afmælisdaginn.“ Flosi tekur afmælin sín mátulega hátíðlega og lætur þau oftast fram hjá sér fara án þess að gera nokk- uð sérstakt. „Þrítugsafmælisdeg- inum eyddi ég til dæmis á bæjar- stjórnarfundi þar sem fjárhags- áætlunin var rædd frá klukkan fjögur til miðnættis, þannig að það má segja að ég taki skyldur mínar alvarlega.“ Flosi er borinn og barnfæddur Kópavogsbúi. „Foreldrar mínir byggðu hérna rétt upp úr 1950 og ég hef búið hér nánast alla mína tíð. Prufaði að búa í Reykjavík en fílaði það ekki. Það má segja að ég sé menntaður heima en ég gekk í Kársnesskóla, Þinghólsskóla og MK en það hefur verið hlegið nokkuð að því að ég er fyrsti stúd- entinn úr MK sem sest í bæjar- stjórn.“ Flosi varð þjóðhetja í heima- bænum fyrir mörgum árum þegar hann var aðsópsmikill í sigurliði MK í spurningakeppni framhalds- skólanna. „Þetta hlýtur nú að fara að eldast af mér enda setti ég mér það takmark á síðasta áratug að vaxa upp úr því að vera strákur- inn úr spurningakeppninni.“ ■ TÍMAMÓTFÓLK Í FRÉTTUM FORSTÖÐUMAÐUR Gissur Pétursson hefur verið forstöðumaður Vinnu- málastofnunar í sex ár og líkar starfið mjög vel. Hann er stjórnmálafræðingur að mennt og nam við Háskóla Ís- lands á sínum tíma auk þess sem hann lærði að hluta til erlendis. „Inn á milli var ég úti í Danmörku og Svíþjóð. Þar var ég bæði að vinna fyrir Ríkisútvarpið sem fréttaritari og svo var ég í Háskól- anum í Stokkhólmi. Ég kláraði svo stjórnmálafræðina hérna heima.“ Áður en Gissur hóf störf hjá Vinnumálastofnun starfaði hann við fræðslumál í Sjávarútvegs- ráðuneytinu. „Það var ágætis und- irbúningur fyrir þetta starf. Eitt af mörgum sviðum sem við erum að fást við er starfsmennt á vinnu- markaði.“ Helstu áhugamál Gissurar eru þjóðfélagsmál, ferðalög og úti- vist. Auk þess er hann með bíla- dellu og segist skipta nokkuð ört um bíla. Í frístundum sínum fæst hann einnig við handverk og vinn- ur þá úr tré og járni í bílskúrnum heima hjá sér. Gissur er einnig varaformaður í útvarpsráði og segist því vera áhugamaður um vöxt og viðgang Ríkisútvarpsins. Hann segist ekki ætla að ferð- ast neitt um jólin heldur vilji hann frekar njóta jólanna í faðmi fjöl- skyldunnar. Gissur, sem er 44 ára gamall, er kvæntur Arnheiði Guð- mundsdóttur, námsráðgjafa við Flensborgarskóla. Þau eiga tvo syni. Gissur á að auki eina dóttur sem býr erlendis. Aðspurður hvernig gangi með jólaundirbúning segist hann vera búinn að kaupa flestar jólagjaf- irnar. „Ég er líka búinn að útvega mér rjúpur því það eru engin jól án rjúpna. Undirbúningurinn gengur því bara nokkuð vel.“ ■ Gissur Pétursson, forstöðumaður Vinnumála- stofnunar, er 44 ára gamall stjórnmálafræð- ingur. Hann er búinn að útvega sér rjúpur fyrir jólin og segir að engin jól séu án þeirra. Persónan Handverksmaður með bíladellu MEÐ SÚRMJÓLKINNI Að gefnu tilefni skal áréttað að fyrirtaka máls Ástþórs Magnússonar í héraðsdómi í gær var þingfesting - ekki krossfesting. Leiðrétting GISSUR Gissur Pétursson ætlar að njóta jólanna heima í faðmi fjölskyldunnar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Glæsileg dagskrá Dagskrá Litlu jólanna í Hressingarskálanum er að finna á www.reykjavik.is Föstudag 20. desember Opið frá kl 14 - 18. Dagskrá frá kl 16:30 / T ei kn in g: H al ld ór B al du rs so n Steindór Andersen kve›ur rímur Thor Vilhjálmsson og fiórunn Valdimarsdóttir lesa úr n‡útkomnum bókum sínum Monika Abendroth leikur á hörpu Sigurbjörg firastardóttir flytur ljó› vi› túkun Lovíu Lóu látbrag›sleikara Flosi Eiríksson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, er 33 ára í dag. Hann tekur tímamótunum með ró og slær upp svalahandriðum hæst- ánægður með nýjasta útspil borgarstjórans í nágrannastórveldinu. AFMÆLI FLOSI EIRÍKSSON „Þetta hlýtur nú að fara að eldast af mér enda setti ég mér það takmark á síðasta ára- tug að vaxa upp úr því að vera strákurinn úr spurningakeppninni.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T LÓÐRÉTT: 1 sóp, 2 hey, 3 kjafts, 4 fjanda, 5 dauði, 6 ómar, 7 blautast, 8 glöggir, 11 galsinn, 14 kæpa, 16 teygjanlegum, 18 leyna, 20 poki, 21 tilhneigingu, 23 fal- legan, 26 karlmannsnafn, 28 neftóbak, 30 sauðskinn, 31 veltingur, 33 bergmála. LÁRÉTT: 1 vitni, 4 jurtaríkið, 9 þrautpínda, 10 blása, 12 kraftur, 13 gnýr, 15 umrót, 17 sárabindi, 19 upphrópun, 20 berjast, 22 samkvæmt, 24 málmur, 25 bjálfa, 27 vaskur, 29 snáði, 32 skaði, 34 lengju, 35 rauðaldin, 36 sönglar, 37 nöldur. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: Lárétt: 1 vösk, 4 hrotta, 9 innræti, 10 ræna, 12 eril, 13 krappi, 15 ruma, 17 arfa, 19 rak, 20 snari, 22 leðri, 24 agn, 25 klúr, 27 kind, 29 æðinni, 32 áran, 34 nóns, 35 lekanda, 36 rispan, 37 arða. Lóðrétt: 1 verk, 2 sina, 3 knapar, 4 hreif, 5 rær, 6 otir, 7 tilurð, 8 aftaki, 11 æringi, 14 prik, 16 marinn, 18 alúð, 20 saknar, 21 annáls, 23 erinda, 26 lænan, 28 drep, 30 nóar, 31 issa, 33 aka. KROSSGÁTA JARÐARFARIR 13.30 Kristófer Matthew Challen, Strandgötu 49, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju. 13.30 Snorri Sveinn Sveinsson verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju. 13.30 Steingrímur Friðfinnsson, Byggð- arenda 6, Reykjavík, verður jarð- sunginn frá Langholtskirkju. 14.00 Axelína Geirsdóttir, fyrrum hús- freyja, Sveinbjarnargerði, verður jarðsungin frá Svalbarðskirkju. 14.00 Jóhann Ármann Kristjánsson, Sólhlíð 19, Vestmannaeyjum, verður jarðsunginn frá Aðvent- kirkjunni í Vestmannaeyjum. 15.00 Inga Jóhannesdóttir, áður á Lind- argötu 66, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu. 15.00 Jenný Þuríður Lúðvíksdóttir verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju. AFMÆLI Teitur Þorkelsson fjölmiðlamaður er 33 ára. 1. 2. 3. Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 Styrmir. Guðjón Ármann Eyjólfsson. Mia Hamm. Samkeppni milli þeirra semframleiða borðspil er síst minni en á bókamarkaði og nú fyrir þessi jól eru þau fleiri í boði en nokkru sinni fyrr. Einn þeirra sem stendur í því stríði er eng- inn annar en Raggi „sót“ úr Skriðjöklum og bíða menn í ofvæni eftir sérhönnuðu popp- araborðspili frá honum, jafnvel í samvinnu við Dr. Gunna. Hjón voru á leið í fríið þegarkonan sagði allt í einu ótta- slegin við bónda sinn: „Almáttug- ur, ég held að ég hafi gleymt að taka straujárnið úr sambandi.“ Eiginmaðurinn var fljótur til svars og sagði hughreystandi: „Það er áreiðanlega allt í lagi, elskan mín, ég gleymdi nefnilega að skrúfa fyrir vatnið.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.