Fréttablaðið - 20.12.2002, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 20.12.2002, Blaðsíða 48
Það er margt hægt að læra afstjórnmálamönnum, einkum þeim allraklárustu. Ef maður til dæmis lofar einhverju og svíkur það síðan þá getur maður réttlætt gjörðir sínar með því að segja ein- faldlega: „Ég ætlaði að gera það sem ég sagðist ætla að gera ÞEGAR ég sagði það.“ Við þessu er ekkert hægt að segja, en ef einhver er samt með einhver leiðindi getur maður bætt við: „Maður verður alltaf að skoða aðstæður í ljósi þess að aðstæður eru alltaf að breytast.“ AUÐVITAÐ væri gersamlega óþol- andi að vera stjórnmálamaður ef maður væri sífellt bundinn í báða skó af einhverjum gömlum loforð- um sem voru gefin við allt aðrar að- stæður en við búum við á líðandi stund. Auðvitað er nógu erfitt að vera stjórnmálamaður þótt maður sé ekki skuldbundinn til að þurfa að standa við einhver loforð sem fólk er sífellt að heimta af manni. Það er lágmarkskrafa að almenningur skilji að loforð er ekki hægt að efna nema aðstæður leyfi. STJÓRNMÁLALEIÐTOGI sem vegna stórkostlegra hæfileika sinna og löngunar til að ráðskast með ann- að fólk getur ekki látið almennt sið- gæði hefta framagöngu sína. Rétt eins og forystufé er öðruvísi en venjulegt sauðfé sem er alið upp til að enda ævi sína sem sunnudags- steik eða svamlandi í kjötsúpu innan um kál og rófur er forystufólk í pólitík öðru vísi heldur en venjuleg- ir fótgönguliðar í faginu sem þurfa ekki hafa aðra hæfileika en þá að kunna að gera það sem þeim er sagt og enginn ætlast til að þeir skilji eitt né neitt, allrasíst í heimi þar sem aðstæður eru sífellt að breytast. FORYSTUSAUÐIR eru ekki til þess ætlaðir frá náttúrunnar hendi að láta brytja sig niður í kótilettur, lærisneiðar og súpukjöt og þaðan af síður að láta hakka sig og sjóða nið- ur í nafnlausan kæfubelg sem hang- ir í rjáfri sögunnar. Forystusauðir eiga að leiða hjörðina til beitar þar sem grasið er grænast hverju sinni og leiða hana heim í öruggt skjól þegar veður gerast válynd. Það guðslamb sem þrákelknislega reyn- ir að feta þröngan veg sannleikans við síbreytilegar aðstæður verður aldrei forystusauður, því að það er bara venjulegur sauður. ■ SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Sannkölluð stórvirki ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S ED D 1 97 61 1 2/ 02 Glæsibók um stríðsárin „Með frábærum ljósmyndum og lýsandi textum veitir þetta mikla rit gott yfirlit yfir einn mesta umbrotatíma 20. aldar.“ Páll Björnsson, Kastljósið „Góður fengur er að þessari bók fyrir alla þá sem áhuga hafa á sögu stríðsáranna.“ Jón Þ. Þór, Morgunblaðið Íslenska orðabókin Íslensk orðabók er grundvallarrit um íslenska tungu. Í nýrri útgáfu hennar eru 90.000 flettur og er hún 1900 blaðsíður í tveimur bindum. Hér eru þúsundir nýrra orða miðað við fyrri útgáfu, fyllri skýringar og bætt efnisflokkun, en að auki greiðir breytt uppsetning aðgang að lýsingu orðanna. Í Íslenskri orðabók skynjar notandinn samhengið í íslenskri tungu frá Eddukvæðum til tölvutækni. www.edda.is Besta bókin í flokki rita almenns efnis að mati bóksala 4. sæti Morgunblaðið almennt efni 10.-16. des 6. sæti Bókbúðir MM almennt efni 10. – 16. des 6000 eintaka upplag á þrotum Þúsundir Íslendinga hafa nú þegar eignast þessi stórvirki á sérstöku kynningarverði sem gildir aðeins til áramóta. Ert þú búinn að tryggja þér eintak? Sauðir og forystusauðir Bakþankar Þráins Bertelssonar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.