Fréttablaðið - 20.12.2002, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 20.12.2002, Blaðsíða 14
HEILBRIGÐISMÁL Stjórn Landspít- ala – Háskólasjúkrahúss tók þá ákvörðun á stjórnarfundi í gær að segja upp samningum um svokölluð ferliverk við lækna á spítalanum frá og með áramót- um. Ferliverk eru unnin á göngu- deildum spítalans og fram til þessa hafa læknar feng- ið ákveðna upp- hæð greidda fyrir sum verk sem þeir sinna á þann hátt. Óánægja hefur lengi verið með þetta tvöfalda kerfi og seg- ir Guðný Sverrisdóttir, formað- ur stjórnar spítalans, að ekki sé réttlátt að einungis læknar fái greitt aukalega fyrir þessa vinnu á meðan fleiri starfsmenn spítalans komi að henni. „Auk þess má spyrja þess hvers vegna greiða eigi mönnum auka- lega fyrir að vinna vinnuna sína. Tryggingastofnun metur fyrir hvaða verk er greitt og hvað ekki. Spítalinn fær greiðsluna frá Tryggingastofnun og lækn- arnir fá greitt frá spítalanum.“ Nefnd á vegum spítalans vinnur nú að því að finna lausn á hvernig best sé að haga greiðsl- um fyrir þessa vinnu og segist Guðný vonast til að samningar takist við læknana fyrir áramót: „Mér finnst eðlilegt að öll verk sem unnin eru innan spítalans séu greidd í launum viðkomandi en ekki sé um tvöfalt kerfi að ræða.“ Í yfirlýsingu sem hefur borist frá Læknafélagi Reykja- víkur segir að samningum Land- spítala við lækna hafi verið sagt upp frá næstu áramótum af hálfu spítalans og ekki hafi enn verið gerðar ráðstafanir af hálfu stjórnenda til að semja um áframhald þeirrar þjónustu. „Læknafélögin hafa ítrekað ritað háttvirtum heilbrigðisráð- herra erindi um nauðsyn sam- ráðs til farsællar lausnar máls- ins en til þessa hafa engar vís- bendingar borist um móttöku þeirra. Kjarni málsins er sá að lög um heilbrigðisþjónustu voru sett til þess að vernda hagsmuni hins sjúka. Það er hlutverk framkvæmdavaldsins að skapa grundvöll til þess að veita á hag- kvæman hátt þá lágmarksþjón- ustu sem talin er nauðsynleg á hverjum tíma. Slíkt verður ein- ungis gert í samstarfi við þá sem þjónustuna eiga að veita,“ segir enn fremur í yfirlýsingu frá Læknafélagi Reykjavíkur. bergljot@frettabladid.is Það er mikið um að vera á vett-vangi Alþjóðaviðskiptastofn- unarinnar þessa dagana. En það fer ekki mjög hátt. Alþjóðavið- skiptastofnunin var sett á laggirn- ar árið 1994 á grunni GATT-samn- ingaferilsins um afnám tolla á heimsvísu. Nú er þjónustustarf- semin undir GATS (General Agreement on Trade in Services). Tekist er á um það hvernig skil- greina skuli þjónustustarfsemi og hvaða hlutar hennar skuli ofur- seldir markaðslögmálunum. Sam- tök launafólks - með samtök innan almannaþjónustunnar í broddi fylkingar - hafa barist fyrir því að þessar viðræður skuli fara fram fyrir opnum tjöldum en ekki lukt- um. Við erum nú stödd þar í þessu ferli að einstök ríki leggja fram kröfur á hendur öðrum ríkjum um hvaða þjónustugeirar verði opn- aðir fyrir erlendri samkeppni og settir á markað. Hugmyndin er sú að þau reyni að ná samkomulagi sín í milli og síðan haldi allir áfram í sameiningu að útvíkka grunninn. Þegar hafa íslensk stjórnvöld fengið kröfur frá Bandaríkja- mönnum, Japönum og Indverjum. BSRB vildi sjá þessar kröfur en fékk neitun frá utanríkisráðu- neytinu. Málinu var þá skotið til Úrskurðarnefndar um upplýs- ingamál. Með fylgdi ítarlegur rök- stuðningur þar sem sýnt var fram á að það væri í þágu almanna- heilla að upplýsa og opna þessa umræðu (bréfin er hægt að nálg- ast á heimasíðu BSRB, www.bsrb.is). Úrskurðarnefnd um upplýsingamál sat með málið í einn og hálfan mánuð áður en hún hafnaði erindinu. Hún át hrein- lega upp röksemdir yfirvaldsins en skeytti engu um röksemdir kærandans. Ef til vill var það vegna jólaanna. Ef til vill var það vegna undirgefni við ríkisvaldið. Hið síðara er líklegra. Það er áhyggjuefni hve ómálefnaleg og veikburða nefndin er og hve höll hún er undir yfirvaldið. Þannig hefur hún reynst túlka lög þröngt og í þágu stjórnvalda en ekki þeir- ra þjóðfélagsþegna sem vilja opna stjórnsýsluna. Hvað GATS-viðræðurnar snertir hefur BSRB þó haft árang- ur af erfiði sínu. Utanríkisráðu- neytið hefur ákveðið að birta kröfugerðir erlendra ríkja opin- berlega á netinu - að vísu án þess að sundurgreina kröfur eftir þeim löndum sem leggja kröfurnar fram. Það er þó bitamunur en ekki fjár svo vitnað sé í mjög athyglis- verða yfirlitsgrein Páls Hannes- sonar á fréttavef BSRB en Páll hefur fylgt þessum málum eftir á vegum samtakanna. Tekið skal ofan fyrir utanríkisráðuneytinu að stíga þetta skref í lýðræðisátt. Svör utanríkisráðuneytisins við spurningum BSRB varðandi GATS hafa að vísu ekki verið full- nægjandi en þeim verður fylgt eftir í beinum viðræðum við ráðu- neytið. Sú hætta er raunveruleg að samfélagið átti sig ekki fyrr en um seinan á því hve mikilvægir þessir samningar eru. Þeir eru án efa afdrifaríkustu samningar sem nú fara fram í heiminum og lúta að samfélagsmálum og eignar- haldi á auðlindum. Þetta eru samningarnir sem framkölluðu mótmælin í Seattle árið 1999 og síðar í Washington og Prag. Að vísu hafa einnig fléttast saman við þessi og síðari mót- mæli gegn GATS andóf gegn stefnu Alþjóðabankans og Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins. Svo rammt kvað að þessum mótmæl- um að síðasti fundur Alþjóðavið- skiptastofnunarinnar var haldinn í Doha í Quatar á eyðimörk Arab- íuskagans. Þangað komust engir mótmælendur og nánast mátti telja á fingrum annarrar handar þá fulltrúa verkalýðshreyfingar og almannasamtaka sem fengu að vera viðstaddir fundinn. Nánast allir voru útilokaðir sem vita hvað er í húfi þegar einkavæðing á vatni og öðrum sameiginlegum auðlindum er annars vegar. Á þessu stigi snúast átökin um hvort GATS eigi að taka til þessara þátta. Um þetta þarf að fara fram lýðræðisleg umræða. Þess vegna skiptir sköpum að samningarnir séu fyrir opnum tjöldum svo sam- tök launafólks geti haft áhrif á þá, samfélaginu til hagsbóta. Sú spurning vaknar hvers vegna fjármálaöflin í heiminum vilja fela umræðuna. Getur verið að málstaðurinn þoli ekki dags- ljósið? ■ 14 20. desember 2002 FÖSTUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. LEIÐRÉTTING Íblaðinu í gær áttu sér stað þauleiðu mistök að myndir sem birtust með viðtölum við Guð- mund G. Kristjánsson og Þórð Snæ Júlíusson víxluðust. Hlut- aðeigandi sem og lesendur blaðsins eru beðnir velvirðingar á þessu. ■ Það er eitthvað skondið við þessamynd: Alfreð Þorsteinsson og Árni Þór Sigurðsson boða til blaða- mannafundar til að lýsa yfir vilja til að reka Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur úr embætti borgar- stjóra. Þetta er fyndið þar sem þeir Alfreð og Árni hefðu aldrei komist í meirihlutasamstarf í Reykjavík- urborg nema fyrir kjörþokka Ingi- bjargar. Þeir eru tveir af dvergun- um sjö. Og brottrekstrarsökin er einnig kostuleg; hugsanlegt fram- boð Ingibjargar í fimmta sæti á lista Samfylkingarinnar í norður- kjördæmi Reykjavíkur. Til að koma sér inn í hugsanagang þeirra Alfreðs og Árna þarf maður að sjá stöðu Ingibjargar í R-listanum sem eins konar pattstöðu; að hún sé geymd í stól borgarstjóra svo hún skaði samstarfsflokka Samfylking- arinnar í Reykjavík ekki í þing- kosningum. Ingibjörg Sólrún kom inn í kosn- ingabandalag R-listans sem fulltrúi Kvennalistans. Síðan þá hefur Kvennalistinn gengið inn í Sam- fylkinguna. Það ætti því ekki að koma félögum hennar í R-listanum á óvart að hún sé í Samfylkingunni. Hún hefur meira að segja sést á myndum á landsfundum flokksins. Það er heldur ekki til samkomulag um að Ingibjörg skipti sér ekki af landsmálum. Það ætti því ekki að skemma samstarf flokkanna í R- listanum svo framarlega sem Ingi- björg sinnir vinnu sinni sem borg- arstjóri. Með því að reyna að halda Ingi- björgu nauðugri í borginni af ótta við að hún veiði atkvæði frá flokks- mönnum Alfreðs og Árna sýna þeir skammsýni – og ekki síður veik- leika; varnarstöðu og ótta við breyt- ingar. Það er ekkert sem segir að framboð Ingibjargar til þings muni leyða til verri útkomu Framsóknar og Vinstri grænna. Jafnvel þvert á móti. Ef Ingibjörg kemur hreyf- ingu á kjósendur býður það upp á sóknarfæri fyrir alla – líka Fram- sókn og Vinstri græna. Pólitísk valdahlutföll eru ekki föst stærð heldur síkvika. Pólitíkin hegðar sér eftir lögmálum sem eru líkari skammtafræði og afstæðiskenning- unni en eðlisfræði Newtons. Viðbrögð þeirra Alfreðs og Árna afhjúpa líka ákveðinn veik- leika í sjálfsmynd Framsóknar og Vinstri grænna. Til að koma Ingi- björgu á þing þyrfti Samfylkingin að hala inn rúmlega 40 prósent at- kvæða í norðanverðri Reykjavík. Ef þeir félagar hefðu trú á afli sinna flokka hefðu þeir átt að hlæja að þessari hugmynd. Með við- brögðum sínum hafa þeir tekið undir með albjartsýnustu Samfylk- ingarmönnum um að það sé raun- hæfur möguleiki að Ingibjörg nái kosningu. ■ Dvergarnir reka Mjallhvíti skrifar um þingframboð Ingibjargar Sólrúnar og löngun félaga hennar í R-listanum til að reka hana. Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON Glæsileg vasaúr LAUGAVEGI 15 • Sími 511 1900 www.michelsen.biz Kíktu á úrvalið á formaður BSRB, skrifar um upplýs- ingar frá stjórn- völdum. ÖGMUNDUR JÓNASSON Um daginn og veginn Utanríkisráðuneyti í plús en Upplýsinga- nefnd í mínus Tvöfalt launa- kerfi lagt niður Guðný Sverrisdóttir segir ekki rétt að læknar fái greitt aukalega fyrir verk sem aðrir starfs- menn spítalans komi að. Tvöfalt launakerfi til að flækja málin. Læknar segjast ítrekað hafa skrifað ráðherra um farsæla lausn án árangurs. FERLIVERK UNNIN Á GÖNGUDEILD Læknar hafa í sumum tilfellum fengið sér- taklega greitt fyrir komu hvers sjúklings. „Auk þess má spyrja þess hvers vegna greiða eigi mönnum aukalega fyrir að vinna vinn- una sína.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.