Fréttablaðið - 20.12.2002, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 20.12.2002, Blaðsíða 10
10 20. desember 2002 FÖSTUDAGUR Engar skaðabætur frá gjaldþrota morðingja: Sagður skjóta húsinu undan þrotaskiptum DÓMSMÁL Skuldamál foreldra Ein- ars Arnar Birgis heitins gegn morðingja sonar þeirra, Atla Helgasyni, var tekið fyrir í Hér- aðsdómi Reykjaness í gær. Atli var dæmdur í fyrra til að greiða foreldrum Einars Arnar yfir fimm milljónir króna í bætur og kostnað. Engin greiðsla hefur borist frá Atla, sem er gjaldþrota. Kröfur í bú hans nema samtals 30 milljónum króna. Foreldrarnir telja hins vegar ljóst að Atli hafi skotið parhúsi sínu undan skipt- um í búi sínu með því að skrá hús- ið á nafn eiginkonu sinnar. Ríkis- sjóður hefur þegar greitt ættingj- unum þann hluta af bótafénu sem ríkið ábyrgist, nærri 1300 þúsund krónur. Fyrir utan bæturnar sem Atli var dæmdur til að greiða er gerð krafa um að honum verði gert að greiða skuldir sameiginlegs fyrir- tækis Atla og Einars Arnar, versl- unarinnar GAP Collection. Sam- tals nema kröfur foreldranna 12 milljónum króna. Það er miðað við það sem þeir telja eign Atla í par- húsinu. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - D EB 1 94 55 12 /2 00 2 S M Á R A L I N D debenhams GLUGGAGÆGIR GÁTTAÞEFUR KETKRÓKURBJÚGNAKRÆKIR KERTASNÍKIR veitir 50% afslátt af Oroblu sokkabuxum, Dolce Vita 40 den í amber lit og No Slide 50 den. veitir 50-70% afslátt af jólaskrauti. slær 20% af öllum dömuvörum í Red Herring. slær 20% af öllum herravörum í Red Herring. gefur 20% afslátt af völdum ilmvatns- gjafakössum. hva› fær› flú í s k ó i n n . . . . . . f rá 20 . - 2 4 . d e s emb er? Bruni á Akureyri: Íbúð stór- skemmdist BRUNI Eldur kom upp í íbúð í fjöl- býlishúsi við Skessugil á Akur- eyri um kvöldmatarleytið í fyrrakvöld. Börn að leik sáu eld- inn inn um glugga og létu vita. Mikill eldur lokaði þegar Slökkvilið Akureyrar kom að og tók slökkvistarf nokkurn tíma. Að sögn lögreglu urðu miklar skemmdir á innbúi og íbúðinni sjálfri. Húsráðendur voru ekki heima þegar eldurinn kom upp. Að sögn lögreglu er verið að rannsaka eldsupptök. Grunur er að kviknað hafi í út frá kerti. ■ Sænska leyniþjónustan: Njósnaði um fjölmiðlafólk SVÍÞJÓÐ Sérstök nefnd sem skipuð var til að kanna starfshætti sænsku leyniþjónustunnar telur að í mörgum tilvikum hafi sænsk- ir borgarar mátt sæta njósnum að ástæðulausu. Í skýrslunni er að finna dæmi um að leyniþjónustan hafi hlerað síma í allt að tíu ár án þess að nokkuð kæmi út úr því. Meðal þeirra sem máttu sæta njósnum eru starfsmenn sænska ríkisútvarpsins. Leyniþjónustan skráði hjá sér kynhneigð og vímu- efnaneyslu starfsmanna. Mest var þó áherslan á meinta komm- únista. ■ Tveir frystitog- arar yfir milljarð Besta ár frystitogarans Júlíusar Geirmundssonar ÍS, sem fiskaði fyrir 1,1 milljarð króna. Fjölveiðiskipið Vilhelm Þorsteinsson með rúmlega 1,4 milljarða, sem er Íslandsmet. ÚTGERÐ Aflaverðmæti margra frystitogara liggur á bilinu 800 til 900 milljónir króna á árinu og af- koma margra því góð. Frystitog- ararnir eru flestir í síðustu veiði- ferð ársins og væntanlegir í land á næstu dögum. Eft- ir því sem næst verður komist eru aðeins tveir flaka- frystitogar með verðmæti yfir milljarði króna. Þetta eru Júlíus Geirmundsson frá Ísafirði og Arnar frá Skagaströnd. „Þetta er okkar besta ár frá upphafi,“ segir Sverrir Pétursson, útgerðarstjóri Hraðfrystihússins- Gunnvarar um frystitogarann og aflaskipið Júlíus Geirmundsson ÍS, sem er kominn með 1.100 milljónir króna í aflaverðmæti á árinu að meðtöldu því sem er í lestum skipsins. Á síðasta ári var verðmæti rúmlega milljarður króna. Að baki er 4.500 tonna afli, sem er ekki mikið magn en þess verðmætari fiskur. „Við erum að veiða frekar dýrmætar tegundir. Grálúðan hefur gefið vel en við veiddum um 2.200 tonn af henni,“ segir Sverrir. Frystitogarinn Arn- ar HU hefur um árabil verið í toppbaráttunni um mesta afla- verðmætið og nokkrum sinnum verið hæstur. Að þessu sinni er hann kominn vel yfir milljarð króna en nær þó ekki Júlíusi. Arn- ar er kominn með 1.050 milljónir. Að baki því verðmæti er rúmlega 7.000 tonna afli, sem er það mesta sem skipið hefur veitt á einu ári. „Þetta hefur verið ágætt ár, mjög svipað og í fyrra. Við erum mjög sáttir við niðurstöðuna,“ segir Jóel Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Skagstrendings á Skagaströnd sem gerir út Arnar HU. Á síðasta ári var aflaverðmæti Arnars um 890 milljónir króna og aflinn var um 5.500 tonn. Mesta aflaverðmæti íslenskra fiskiskipa er þó væntanlega hjá Vilhelm Þorsteinssyni EA sem Samherji gerir út. Vilhelm er fjölveiðiskip og hefur fiskað fyrir um 1.300 milljónir króna það sem af er. Skipið á eftir að fara í eina veiðiferð þannig að reikna má með að verðmætið slagi upp í 1400 milljónir króna þegar upp verður staðið. rt@frettabladid.is ERLENT HÉRAÐSDÓMUR REYKJANESS Foreldrar Einars Arnar Birgis telja morð- ingja sonar síns hafa skotið parhúsi undan skiptum í þrotabúi sínu. JÚLÍUS GEIRMUNDSSON ÍS Besta árið frá upphafi. Áhöfnin bar að landi mesta verðmæti íslenskra frystitogara. „Við erum að veiða frekar dýrmætar teg- undir.“ ARNAR HU Með aflaverðmæti upp á rúman milljarð króna, sem er 50 milljónum minna en hjá hæsta skipinu. SVONA ERUM VIÐ BREYTINGAR MANNFJÖLDANS 1998-2001 1998 1999 2000 2001 Mannfjöldi 31. desember 275.712 279.049 283.361 286.575 Karlar 138.086 139.665 141.870 143,450 Konur 137.626 139.384 141.491 143.125 Fjölgun á árinu 3.331 3.337 4.312 3.214 Lifandi fæddir umfram dána 2.357 2.199 2.492 2.366 Aðfluttir umfram brottflutta 880 1.122 1.714 968 Heimild: Hagstofa Íslands Eldur í minkabúi: 900 minkar drápust BRUNI Um níu hundruð minkar drápust þegar eldur varð laus í minkabúinu Dýrholti í Svarfaðardal um fimmleytið í gærmorgun. Eldur- inn kom upp í miðju annars skálans, sem gjöreyðilagðist. Sigurður Jóns- son, slökkvistjóri Slökkviliðs Dal- víkur, segir aðkomuna hafa verið ljóta. Mikið af heyi og sagi var í hús- unum. Hann segir að kalla hafi þurft eftir aðstoð frá Ólafsfirði og Akureyri. Alls hafi fjórir slökkvibíl- ar verið að störfum og slökkvistarfi hafi verið lokið um tíuleytið. Sigurður segir ljóst að eldurinn hafi kraumað lengi áður en vart varð við hann. Eldtungur stóðu upp úr þaki hússins. Hann segir vatns- skort hafa hamlað slökkvistarfi en enginn tankbíll sé til á staðnum. Talið er að kviknað hafi í út frá rafmagnstækjum. Lögreglan á Dal- vík rannsakar nú málið. ■ LEIÐTOGI FRUMBYGGJA Geoff Clark var í gær endurkjörinn leiðtogi frumbyggja í Ástralíu. Hann heitir því að bæta stöðu þeirra. Í Ástralíu búa um það bil 400.000 frumbyggjar innan um 19 milljónir hvítra nýbúa. Frum- byggjarnir eru almennt fátækari en aðrir Ástralir, þeir veikjast oftar og lenda mun oftar í fang- elsi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.