Fréttablaðið - 05.12.2019, Síða 4
Veður
Suðvestan 3-10 m/s, en vestan
10-15 m/s með suðurströndinni.
Éljagangur, en skýjað með köflum
norðaustan til á landinu. Hiti um og
undir frostmarki. SJÁ SÍÐU 30
Þökulagning í frosti og fönn
Frost og fönn hindra menn ekki við verk sem að öllu jöfnu teljast til sumarverka. Hér er ekki slegið slöku við í þökulagningu í snjó við nýjan hjóla-
stíg á Eiðisgranda í Vesturbæ Reykjavíkur. Verkið gekk greiðlega og létu menn kuldann ekki á sig fá við störfin. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Símaveski,
heyrnartól, snúrur
og allt fyrir
símann.
Símaveski.is, S. 517 0150 – 2. hæð Smáralind
SAMFÉLAG „Þetta byrjaði í rauninni
fyrir löngu síðan þegar afi sá svip-
aðan hring árið 1970 og út frá því
langaði hann að gera álíka skart-
gripi,“ segir Árni Veigar Thoraren-
sen. Hann hefur síðastliðin tvö
ár hannað og smíðað skartgripi
úr gamalli íslenskri mynt undir
merkinu Afi og ég, ásamt afa sínum
Gunnari Thor. Gunnarssyni. Þeir
hanna bæði og smíða hringi og
ermahnappa.
„Eftir myntbreytinguna árið
1981 byrjaði afi að safna mynt. Svo
þegar hann var að f lytja árið 2017
fann hann þessa mynt aftur og
ákvað að láta reyna á það að gera
úr henni skartgripi,“ segir Árni. Í
kjölfarið hafði Gunnar samband
við Árna og fékk hann í lið með sér.
„Í upphafi vissum við ekkert út
í hvað við værum að fara og þetta
var bara upp á gamanið. Þú ættir
að sjá fyrsta hringinn okkar,“ segir
Árni hlæjandi og bætir við að þeir
félagar séu þó búnir að bæta sig
mikið á þessum tveimur árum.
„Við skelltum okkur á silfur-
smíðanámskeið í Handverkshús-
inu til þess að læra grunninn að
því hvernig á að smíða skartgripi
og vinna málma. Svo byrjuðum
við að prófa okkur áfram og gefa
ættingjum og vinum það sem við
vorum að búa til,“ segir hann.
Framleiðslan hefur undið upp á
sig og eru skartgripirnir nú seldir
í Herrafataverzlun Kormáks og
Skjaldar og í versluninni Mika í
Reykholti. Einnig má nálgast skart-
gripina á Facebook-síðunni Afi og
ég.
„Við afi höfum alltaf verið mjög
góðir vinir en hann bjó fyrir norð-
an svo ég gat ekki eytt miklum
tíma með honum. Þegar hann f lutti
svo hingað, rétt fyrir utan Hvera-
gerði þar sem ég bý, fórum við að
eyða meiri tíma saman á kvöldin.
Þetta voru mjög notalegar stundir
þar sem við vorum að þróa okkur
áfram og fá hugmyndir,“ segir Árni.
Skartgripina búa Árni og Gunn-
ar til úr myntinni sem Gunnar
hafði safnað en einnig hefur þeim
áskotnast mynt úr ýmsum áttum.
„Myntin leynist víða og nú eigum
við svo mikið að ég efast um að við
munum ná að nota hana alla,“ segir
Árni.
Hann segir myntina missjald-
gæfa og nefnir sem dæmi mynt
sem var slegin fyrir árið 1944 og á
hana er ritað „Konungur Íslands“.
Þá mynt segir Árni að þeir Gunnar
noti aðallega í ermahnappa.
„Svo höfum við verið að gera
hringa með ártölum. Þá getur fólk
fengið hring eða ermahnappa úr
mynt sem var slegin á fæðingarári
sínu. En það er þó ekki slegin mynt
á hverju ári svo ekki eru allir svo
heppnir að geta fundið sitt ár,“ segir
Árni að lokum.
birnadrofn@frettabladid.is
Búa til ermahnappa
og hringa úr smámynt
Árni Veigar Thorarensen hefur síðastliðin tvö ár hannað og smíðað skartgripi
úr gamalli íslenskri mynt, undir merkinu Afi og ég. Skartgripina hannar hann
ásamt afa sínum Gunnari Gunnarssyni og njóta þeir þess að vinna saman.
Gunnar og Árni Veigar vinna skartgripina á heimili Árna Veigars en Gunnar
vinnur nú að því að útbúa þeim betri varanlega aðstöðu á heimili sínu.
Myntin leynist víða
og nú eigum við svo
mikið að ég efast um að við
munum ná að nota hana
alla.
Árni Veigar Thorarensen,
skartgripahönnuður og -smiður
ÖLFUS Smyril Line, sem á og rekur
vöruf lutningaferjuna Mykines og
ferjuna Norrænu, hefur fest kaup á
nýrri vöruflutningaferju sem mun
hefja áætlunarsiglingar um miðjan
janúar á næsta ári. Mun ferjan, sem
fékk nafnið Akranes, sigla milli Þor-
lákshafnar og Hirtshals í Danmörku
með viðkomu í Færeyjum.
„Við erum mjög spennt fyrir því
að taka hið nýja skip í notkun. Við
fundum fyrir mikilli eftirspurn á
siglingum frá og til Skandinavíu og
teljum okkur vera að svara henni,“
segir Linda Björk Gunnlaugsdóttir,
framkvæmdastjóri Smyril Line á
Íslandi. Mykines hefur siglt á milli
Þorlákshafnar og Rotterdam í rúmt
tvö og hálft ár. Um sólarhringur
sparast við að sigla til Þorláks-
hafnar frekar en til Reykjavíkur og
þá sparast einnig mikill tími við að
hægt sé að keyra farminn inn og út
úr skipunum ólíkt því sem gerist hjá
öðrum skipafyrirtækjum.
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölf-
usi, fagnar tíðindunum og segir þau
lið í þeirri framtíðarsýn bæjaryfir-
valda að Þorlákshöfn verði helsta
vöruflutningahöfn Íslands.
„Þessar áætlanir auka afnot okkar
á þeirri aðstöðu sem við höfum
þegar fjárfest í,“ segir Elliði. Nauð-
synlegt sé þó að fjárfesta í nýjum
dráttarbát sem kostar 300 millj-
ónir króna til þess að tryggja öryggi
skipanna.
Að sögn Elliða horfa bæjaryfir-
völd einnig til þess að geta tekið við
farþegaskipum. Áætlað er að ráðast
þyrfti í framkvæmdir fyrir um 1,4
milljarða króna. Áætluð hlutdeild
ríkissjóðs í framkvæmdunum er um
800 milljónir króna. – bþ
Þorlákshöfn
hagstæð til
vöruflutninga
Elliði Vignisson,
bæjarstjóri í
Ölfusi.
SAMFÉLAG Stjórn Sam taka kvenna í
í þróttum hefur al var legar á hyggjur
af stöðu mála eftir að skauta konan
Emilía Rós Ómarsdóttir sagði frá
á reitni af hálfu þjálfara hennar á
Akur eyri og tekin var afstaða með
honum eða brugðist seint og illa
við. Líkt og kom fram í blaðinu í
gær hefur enginn af þeim sem eru í
for svari fyrir ÍSÍ, Skauta fé lag Akur-
eyrar, Í þrótta banda lag Akur eyrar
og Skauta sam band Ís land beðið
hana af sökunar vegna málsins.
S t j ó r n S a m t a k a k v e n n a
í í þrót t u m hvet u r í þrót t a-
hreyfinguna til þess að leita að
lausnum og bregðast við málinu
sem fyrst. – fbl
Alvarlegar
áhyggjur af
stöðu mála
Emilía Rós steig fram í
viðtali í helgarblaði Frétta-
blaðsins og lýsti áreitni
þjálfara síns.
5 . D E S E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð