Fréttablaðið - 05.12.2019, Síða 23
FÓTBOLTI Cloé Lacasse ákvað að
taka nýja áskorun á ferli sínum um
mitt síðasta sumar en eftir að hafa
skorað 63 mörk í þeim 92 leikjum
sem hún spilaði með ÍBV á fjórum
keppnistímabilum og orðið bikar-
meistari einu sinni með liðinu gekk
hún til liðs við portúgalska stórliðið
Benfica. Cloé segir upplifun sína af
Portúgal hafa verið mjög jákvæða
bæði innan vallar sem utan. Það
haf i hins vegar tekið tíma að
aðlagast leikstíl sem hún var ekki
vön með Vestmannaeyjaliðinu.
„Það eru allar aðstæður hér eins
og best verður á kosið. Æfingasvæð-
ið, líkamsræktaraðstaðan og bún-
ingsklefinn eru eins og best verður á
kosið. Þetta eru klárlega bestu leik-
menn sem ég hef æft og spilað með á
ferlinum og aðstaðan í takt við það.
Það tók mig smá tíma að venjast
tempóinu og öðruvísi leikstíl en ég
vandist í Vestmannaeyjum,“ segir
Cloé í samtali við Fréttablaðið en
hún hefur skorað 13 mörk í þeim
níu deildarleikjum sem hún hefur
spilað fyrir portúgalska liðið.
„Uppistaðan í liðinu eru teknískir
og snöggir leikmenn frá Portúgal
og Brasilíu og það er lagt upp með
stuttum sendingum þar sem spilað
er á þröngu svæði. Ég er vön því að
rekja boltann mikið, reyna að leika
á andstæðinginn og ógna með
hlaupum mínum á bak við varnar-
línu andstæðinganna. Það tók bæði
tíma fyrir mig að venjast liðsfélög-
um mínum og þá að læra inn á að
nýta styrkleika mína. Það kom hins
vegar fljótt og við tengdum fljótlega
vel saman,“ segir þessi mikli marka-
skorari.
„Ég hef spilað lungann úr öllum
níu deildarleikjunum á tímabilinu
en ég er að spila mest sem vinstri
vængmaður í þriggja manna fram-
línu. Það hentar mér vel og það er
gaman að spila í liði þar sem margir
leikmenn geta ógnað með tækni,
krafti og hraða. Þegar ég spilaði
með ÍBV var lögð mikil áhersla á
að stoppa mig og ég var oft með tvo
leikmenn sem höfðu það sem hlut-
verk að halda mér í skefjum. Hérna
er það hins vegar ekki möguleiki
þar sem við erum með svo mörg
öf lug sóknarvopn,“ segir hún um
fyrstu mánuðina hjá nýju liði.
Mun skoða sín mál með opnum
huga næsta vor
„Portúgalska efsta deildin er eins og
margar aðrar kvennadeildir þar sem
þrjú lið eru í sérflokki í toppbarátt-
unni. Við erum á toppnum eins og
sakir standa en erum í harðri bar-
áttu við Sporting CP og Braga. Við
eigum leik við Braga um komandi
helgi og getum náð sex stiga forskoti
á það lið með sigri í þeim leik. Við
höfðum betur gegn Sporting CP á
dögunum og myndum senda sterk
skilaboð í baráttunni um titilinn
með því að leggja Braga að velli,“
segir Cloé um næstu leiki liðsins
en Benfica er taplaust á toppnum
og Sporting CP og Braga koma þar
á eftir með 24 stig hvort lið.
„Ég gerði tveggja ára samning
þegar ég kom hingað og mér líður
vel hérna þannig að ég er ekkert
að hugsa mér til hreyfings. Ég mun
hins vegar kanna mína möguleika
og taka stöðuna þegar tímabilinu
lýkur hér í lok maí á næsta ári.
Það kemur ekki til greina að spila
á Íslandi næsta sumar þar sem ég
ætla að taka mér frí eftir langa törn
og koma inn á undirbúningstíma-
bil í kjölfarið. Það þarf hins vegar
mjög spennandi tilboð til þess að
toga mig frá Benfica,“ segir sóknar-
maðurinn um framhaldið hjá sér.
Cloé fékk fyrr á þessu ári íslensk-
an ríkisborgararétt en hún er ekki
enn kominn með keppnisleyfi hjá
UEFA og FIFA og er því ekki lögleg
með íslenska landsliðinu. Hún seg-
ist hins vegar vera meira en klár í að
spila með íslenska liðinu verði þess
óskað í framtíðinni.
„Þetta er bara í ákveðnu form-
legu ferli og ekkert sem ég get gert
til þess að hraða því. Ég er bara að
hugsa um minn feril með félagslið-
inu mínu núna og þetta er mér ekki
efst í huga þessar vikurnar. Þegar að
því kemur að UEFA og FIFA klára
pappírsvinnuna mun ég skoða það
með jákvæðum huga verði ég valin
í landsliðshópinn. Ég hef hins vegar
ekkert rætt við Jón Þór [Hauksson,
þjálfara íslenska landsliðsins] um
þessi mál og fram að því að þetta
er raunverulegur möguleiki er ein-
beitingin á að standa mig vel hjá
Benfica,“ segir kanadíski Íslend-
ingurinn. hjorvaro@frettabladid.is
Bestu aðstæður sem ég hef upplifað
Framherjinn Cloé Lacasse söðlaði um og fór frá Vestmannaeyjum þar sem hún hafði leikið með ÍBV í fjögur ár og gekk til liðs við Ben-
fica í sumar. Cloé segir það hafa tekið tíma að aðlagast breyttum leikstíl en að hún sé í bestu aðstæðum sem hún hafi æft og spilað í.
Cloé fagnar marki með liðsfélögum sínum hjá Benfica en hún hefur skorað þrettán mörk í níu deildarleikjum á sinni fyrstu leiktíð hjá liðinu. MYND/BENFICA
Við erum á toppn-
um eins og sakir
standa en erum í harðri
baráttu við Sporting CP og
Braga um titilinn.
GOLF Kylfingurinn Valdís Þóra
Jónsdóttir sem leikur fyrir hönd
Golfklúbbsins Leynis keppir í dag
á lokamóti tímabilsins á Evrópu-
mótaröð kvenna í golfi sem fer fram
í Kenýa. Valdís sem fagnaði þrí-
tugsafmæli í gær er að ljúka þriðja
ári sínu á Evrópumótaröðinni sem
er næststerkasta mótaröð heims
en þarf á góðri spilamennsku að
halda til að tryggja sér fullan þátt-
tökurétt fyrir næsta tímabil. Fyrir
mótið er Valdís í 71. sæti á stigalista
mótaraðarinnar, Order of Merit, en
70 efstu kylfingarnir halda fullum
þátttökurétti. Annars gæti Valdís
þurft að endurnýja þátttökuréttinn
í gegnum úrtökumótin.
„Það er erfitt að segja hvort
maður finni fyrir meiri pressu í
ljósi stöðunnar. Ég einblíni bara á að
spila vel hérna í Kenýa og reyni að
líta á þetta eins og hvert annað mót.
Það er afskaplega fallegt umhverfi
hérna, völlurinn er flottur og hugar-
farið er á réttum stað. Auðvitað er
ég ákveðin í að endurnýja keppnis-
réttinn,“ segir Valdís í samtali við
Fréttablaðið, aðspurð hvernig
hugarfarið sé fyrir lokamótið.
Þetta er í fyrsta sinn sem móta-
röðin fer til Kenýa og eru f lestir af
bestu kylfingum mótaraðarinnar
mættir á Baobab-völlinn sem er
fyrir norðan Mombasa, næstfjöl-
mennustu borg Kenýa.
Valdís hefur tvívegis lent í þriðja
sæti á þessari sterku mótaröð en
komst næst því að vinna mót fyrr
á þessu ári þegar hún leiddi mót í
Ástralíu þegar mótið var hálfnað,
þrátt fyrir að glíma við bakmeiðsli .
„Tímabilið hefur verið kaf la-
skipt. Besti árangurinn kom í Ástr-
alíu þar sem ég lenti í fimmta sæti í
móti þar sem verðlaunaféð var því
miður ekki hátt. Þegar líða tók á
árið lék ég betur og vonandi tekst
manni að enda þetta á jákvæðum
nótum,“ segir Valdís.
Skagamærin segist enn vera að
glíma við meiðsli í baki en er búin
að læra hvernig hún getur tekist á
við þau og reynt að fyrirbyggja að
álag komi á bakið.
„Meiðslin eru enn til staðar en
ég er búin að læra hvað hjálpar til
að halda þeim í skefjum. Ég mun
alltaf finna fyrir meiðslunum en
okkur tókst í vor að finna út hvað
hjálpaði til og hvað ætti að forðast
þegar kæmi að bakinu.“ – kpt
Hefur tekist að halda meiðslunum í skefjum
Ég einblíni bara á að
spila vel hérna í
Kenýa og reyni að líta á þetta
eins og hvert annað mót.
Valdís vippar hér inn á flötina á móti í Skotlandi. NORDICPHOTOS/GETTY
5 . D E S E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R20 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT