Fréttablaðið - 05.12.2019, Qupperneq 43
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Þórarinn Eldjárn sendir frá sér vísnakver fyrir þessi jól og þýðir auk þess tvö verk.Vísnakverið heitir Til í að vera til og er tuttug-
asta ljóðabók höfundar. „Þessi bók
er nokkuð í sama anda og kver sem
ég gaf út 2010 og kallaði Vísna-
fýsn. Þetta eru stökur, ferskeytlur,
limrur og ýmis knöpp erindi með
erindi, almennar hugleiðingar,
heimspekilegar og tilvistarlegar og
snúast einnig talsvert um ljóðlist,
tungumál og skrif almennt. Talsvert
um mjög spök spakmæli og sömu-
leiðis örlar á því að ég hrifsi glefsur
úr þekktum óbundnum ljóðum og
snúi í stöku eða limru. Þá iðju kalla
ég rímmix.“
Krílið mætir strái
Þórarinn þýðir svo bók eftir hinn
ástsæla f innlandssænska höf-
und Tove Jansson, Hver vill hugga
krílið? „Þetta er ljóðsaga frá 1960
sem hún orti og myndskreytti.
Hún fjallar um litla veru, einhvers
konar álf, kríli, sem leggur af stað
út í heim, frekar lítill í sér og mætir
þar ýmsum ógnum en fær svo bréf
frá stráinu sem er algjört strá og á
í miklum vanda. Stráið er stelpa
sem hann bjargar og tvíef list við
það sjálfur. Þetta er klassísk bók,
þekkt og dáð víða um heim og hefur
oft verið dramatíseruð og tónsett.
Nú síðast af okkar eigin Oli vier
Manoury, frumflutt af sögumanni,
hljómsveit og barnakór fyrr á þessu
ári. Eftir áramót verður verkið flutt
á Ísafirði, í Skálholti, á Akureyri
og síðan á barnamenningarhátíð í
Hörpu undir vor.
Þetta er ekki eiginleg Múmínbók
heldur verk sem Tove stökk í svolítið
til hvíldar frá þeim heimi, nokkuð
er þó um að persónum þaðan bregði
fyrir. Til dæmis morran sem mér
gafst þarna kærkomið tækifæri
til að kynleiðrétta. Hún er sem-
sagt kvenkyns upphaf lega en af
einhverjum ástæðum var þessum
hryllingi breytt í karlkyn í íslensku
þýðingunni á Múmínálfunum og
svo mun vera enn. En fyrst alltaf
er verið að tala um kyngervi þá gat
ég ekki stillt mig um að leiðrétta
kynið. Rétt skal vera rétt. Það er auk
þess mikið jafnréttismál að skrímsli
geti verið kvenkyns.“
Lágkúra bönnuð
Þórarinn hefur einnig lokið þýð-
ingu á Hamlet Shakespeares.
„Pöntun barst frá Þjóðleikhúsinu
en ekki hefur verið ákveðið hve-
nær verkið fer á fjalirnar. Þetta er
fjórða Shakespeare-stykkið sem ég
þýði fyrir Þjóðleikhúsið. Hin eru Lér
konungur, Macbeth og Jónsmessu-
næturdraumur. Nú bætist Hamlet
við og kemur á bók eftir áramót.
Fólk getur þá lesið áður en verkið
fer á svið.“
Um þýðingu sína segir Þórarinn:
„Allar kynslóðir þurfa sinn Hamlet.
Matthías Jochumsson þýddi hann
fyrstur og svo Helgi Hálfdanarson
og nú bætist við þriðja þýðingin.
Hún er í sama anda og fyrri þýð-
ingar mínar. Fyrst og fremst stefnt
að því að áhorfendur geti skilið og
gripið sem mest af textanum þessa
kvöldstund í leikhúsinu. Engar þér-
ingar og því síður véringar. Reynt að
orða allt á sem eðlilegustu íslensku
nútímamáli. Lágkúra samt bönnuð
ekkert síður en hákúra.“
Spök spakmæli,
kríli og nýr Hamlet
Til í að vera til er vísnakver eftir Þórarin
Eldjárn. Hann þýðir svo klassíska bók
eftir Tove Jansson og lumar á þýðingu á
Hamlet eftir William Shakespeare.
BÆKUR
Langelstur að eilífu
Bergrún Íris Sævarsdóttir
Útgefandi: Bókabeitan
Fjöldi síðna: 11
Sagan af vináttu Rögnvaldar (97)
og Eyju (7) hefur heillað marga les-
endur síðan fyrsta bókin um þau,
Langelstur í bekknum, kom út fyrir
tveimur árum. Rögnvaldur og Eyja
kynnast þegar sú síðarnefnda byrj-
ar í sex ára bekk en þá hefur hann
verið í sex ára bekk árum saman
af því hann vill ekki læra að lesa.
Þau verða sessunautar og styðja
hvort annað til dáða, hún með því
að hjálpa honum að læra stafina og
hann með því að hjálpa henni að
þroskast félagslega. Í næstu bók,
Langelstur í leynifélaginu, snúast
hlutverkin við því þá f lytur Rögn-
valdur á dvalarheimili og Eyja fær
að vera hjá honum á meðan foreldr-
ar hennar eru í vinnunni svo hún er
þá langyngst á dvalarheimilinu.
Í þessari þriðju og síðustu bók um
vinina tvo er komið að kaflaskilum
í f leiri en einum skilningi, Eyja fær
nýtt hlutverk sem gerbreytir lífi
hennar, hlutverk stóru systur með
öllum þeim breytingum og efa-
semdum sem því fylgja, og Rögn-
valdur y f irgefur
þ e s s a ja r ðv i st ,
eftir að hafa nýtt
síðustu stundirn-
ar einstaklega vel
með því að fram-
kvæma ýmislegt
sem hann átti
ógert, eins og að
hoppa á tramp-
ólíni og syngja í
karókí.
Langelstur að
eilífu er skrifuð
a f a f sk aple g a
næmri sýn á það
að vera bar n,
lýsinga r na r á
Upp á líf og dauða
Þórarinn Eldjárn situr ekki auðum höndum. Hann sendir frá sér tuttugustu ljóðabók sína, þýðingu á yndislegri barnabók og hefur lokið þýðingu á Hamlet. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
því hvernig Eyja
reynir að setja á
svið tilf inningar
sínar fyrir síma-
myndavélina eru
gott dæmi og hvern-
ig hún veltir fyrir sér
og tekst á við þessar
stór u brey tingar
upp á líf og dauða
sem hún stendur
f r a mmi f y r ir er
sannferðugt, lýsing-
arnar ekki of drama-
tískar en sannarlega
ekki léttvægar eða
ábyrgðarlausar held-
ur. Vinátta hennar og
Rögnvaldar er falleg og f lækjulaus
og óskandi að þau elstu og yngstu í
samfélaginu fengju fleiri tækifæri til
að þróa slík sambönd sem auðga til-
veruna á báða bóga.
Myndskreytingarnar eru svo ein-
stök og skemmtileg framlenging á
sögunni enda Bergrún Íris ekki
síður þekkt sem myndskreytir en
textasmiður í barnabókum.
Í heildina er Langelstur að eilífu
afar vel skrifuð og skemmtileg bók
fyrir bókaunnendur á f lestöllum
aldri. Brynhildur Björnsdóttir
NIÐURSTAÐA: Skemmtileg og vel
skrifuð saga um lífið og dauðann og eilífa
vináttu.
ÞETTA ERU STÖKUR,
FERSKEYTLUR,
LIMRUR OG ÝMIS KNÖPP ERINDI
MEÐ ERINDI, ALMENNAR
HUGLEIÐINGAR, HEIMSPEKI-
LEGAR OG TILVISTARLEGAR OG
SNÚAST EINNIG TALSVERT UM
LJÓÐLIST, TUNGUMÁL OG SKRIF
ALMENNT.
5 . D E S E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R28 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING