Fréttablaðið - 05.12.2019, Page 45
KVIKMYNDIR
The Irishman
HHHHH
Leikstjórn: Martin Scorsese
Aðalhlutverk: Robert De Niro,
Al Pacino, Joe Pesci
„Ungt fólk nú til dags veit ekki hver
Jimmy Hoffa var. Þau hafa ekki hug-
mynd. Ég meina, þau vita kannski að
hann hvarf eða eitthvað en lengra
nær það ekki. Í þá daga hins vegar
fyrirfannst ekki kjaftur í landinu
sem ekki vissi hver Jimmy Hoffa var.“
Sjálfsagt heilmikið til í þessum
orðum sem Robert De Niro lætur
falla með kunnuglegum tilþrifum í
hlutverki gangstersins Franks Sheer-
an, The Irishman, Írans, í löööööngu
uppgjöri leikstjórans Martins Scor-
sese við blóðuga arfleið sína í kvik-
myndum.
Ungt fólk horfir hins vegar á Net-
f lix sem gerir markvisst og með
góðum árangri út á gloppur í sam-
eiginlegri söguþekkingu kynslóð-
anna. Streymisveitan endurskrifar
til dæmis sögu bresku konungsfjöl-
skyldunnar svo hratt þessi misserin
að sögufalsanirnar verða sjálfsagt
fljótlega framleiddar í rauntíma.
Þar sem enginn veit fyrir víst hvað
varð um Jimmy Hoffa þarf þessi
útgáfa Scorseses af sannleikanum,
byggð á bókinni I Heard You Paint
Houses frá 2004, ekkert að vera
verri en til dæmis afgreiðsla Dannys
DeVito frá 1992 eða hressileg og
töffuð ímynd tuddans sem birtist í
Sylvester Stallone 1978, rétt þremur
árum eftir að hinn raunverulegi
James Riddle Hoffa gufaði upp eins
og hver annar köttur 30. júlí 1975.
Meistararnir með
rauðu málninguna
Titill bókarinnar, sem Charles
Brandt sendi frá sér 2004, er vísun
í skrauthvörf yfir starf rudda af því
sauðahúsi sem De Niro leikur og
krefst engrar iðnmenntunar. Þegar
þeir taka að sér að mála veggi húsa
gera þeir það nefnilega með byssu-
kúlum og blóði.
Þegar Scorsese er verkstjóri getur
verið unun að horfa á menn stunda
þessa iðngrein og þótt allir hlutað-
eigandi séu farnir að reskjast ganga
þeir fumlaust til verks. Vanir menn,
vönduð vinna og allt það.
Eini stóri gallinn á þessu flúraða
stórvirki er að eins og gamalla karla
er oft háttur þá fara þeir sér hægt og
þessir málarameistarar eru ekkert
að flýta sér. Mögulega hefur Scorsese
viljað vanda sig sérlega þar sem ætla
má að með þessum fornvinafundi
hafi hann gert sína síðustu gang-
steramynd.
Of mikið af því góða
The Irishman teygir sig yfir þrjár og
hálfa klukkustund sem er burtséð
frá öllum upphrópununum um enn
eitt meistaraverkið og blablabla-
jólakaka er á snjalltækjaöld óbæri-
lega langt fyrir eina striklotu í kvik-
myndahúsi. David Lean hefur legið í
gröf sinni í þrjá áratugi og þeir dagar
eru löngu liðnir að áhorfendur láti
bjóða sér 228 mínútna eyðimerkur-
göngu. Auk þess sem athyglissjúkur
handrukkari mafíunnar og verka-
lýðstuddans Jimmys Hoffa er enginn
T.E. Lawrence.
Lengd my nda r inna r tek u r
stundum dálítið á en þá er huggun
harmi gegn að sennilega hefði Scor-
sese aldrei komið myndinni frá sér
í þessari löngu útgáfu ef ekki væri
fyrir Netflix, boðflennuna í kvik-
myndasnobbveislunni. Fyndin
huggun harmi gegn að þeir sem helst
finna efnisveitunni allt til foráttu eru
upp til hópa sami hátimbraði kórinn
sem gólar hæst um listrænt frelsi
leikstjóra og Írann sem stórbrotið
meistaraverk.
I’m Iron Man
Allir þessir stórtenórar hafa vonandi
notfært sér þær þröngu smugur sem
stóðu þeim til boða í kvikmynda-
húsum en f lestum öðrum hentar
líklega bara ágætlega að renna sér í
gegnum The Irishman í rólegheitum
heima í stofu og fleyga hana í eins
marga „þætti“ og þeim hentar með
pásusmellum.
Hvernig sem því er snúið þá þolir
þessi mynd varla 209 mínútur í bíó.
Dæmin sanna að það er hægt að
segja stærri sögu á skemmri tíma.
Krúnudjásnið The Godfather: Part
II, með einmitt þeim báðum De Niro
og Pacino, er til dæmis 202 mínútur.
Síðan er best að segja það bara eins
og það er við Scorsese og sértrúar-
hjörð hans að Avengers: Endgame er
aðeins 181 mínúta og hún er miklu
skemmtilegri og nógu spennandi
til þess að ríghalda í myrkum sal og
hefði þess vegna mátt verða 28 mín-
útum lengri. It is what it is.
Teygðar ánægjustundir
Ánægjan af The Irishman ræðst
þannig af ýmsum breytum; smekk,
snobbi og elítisma, tíma, rúmi og
teygjanleika þvagblöðrunnar svo
eitthvað sé tiltekið. Ekkert af þessu
breytir þó þeirri staðreynd að mynd-
in er marglaga og magnað verk 77
ára stórmeistara sem er enn miklu
ferskari og flinkari en halarófa spor-
göngufólks í iðngreininni.
Vissulega er myndin ofboðslega
góð og fyrir þá sem fíla Scorsese,
mafíumyndir og óvæntar, rudda-
legar en sjálfsagðar ofbeldisgusur í
heimi manna sem er jafn auðvelt að
skjóta vini sína fyrirvaralaust í höf-
uðið og skipta um ljósaperu.
Scorsese hefur ítrekað sýnt og
sannað í fyrri verkum að enginn
stendur honum framar þegar kemur
að því að rekja ofbeldisfullar sögur
voldugra mafíósa á filmu. Engan þarf
því að undra að hann er óstöðvandi
þegar honum býðst að leika sér í
ellinni, einu sinni enn með öllum
skærustu glæpastjörnunum sínum.
Stórir skuggar?
Það eitt og sér að Scorsese smali
saman í eina og sömu sláturgerðina
fastamönnunum Robert De Niro,
Harvey Keitel og Joe Pesci er ærið
tilefni til einnar upphrópunar og
þegar krónprins allra mafíumynda
fyrr og síðar, Michael Corleone/
Al Pacino, bætist í hópinn og lýtur
stjórn Scorseses í fyrsta sinn er eftir-
væntingin, fagnaðaröskrin og allt
tilstandið í kringum myndina ein-
hvern veginn fullkomlega eðlilegt.
Þótt allir standi þeir sig með mikl-
um sóma er ekki á neinn hallað þótt
Joe Pesci sé hér nefndur fremstur
meðal jafningja. Engir leika Robert
De Niro og Al Pacino betur en þeir
sjálfir í myndum af þessu tagi og
hér skila þeir hlutverkum sínum
nákvæmlega jafn vel og þeir geta í
stórum skuggunum af sjálfum sér.
Þessir skuggar
eiga að vera stórir
De Niro hefur gert lítið annað en
að leika sjálfan sig í misgóðum
myndum í aldarfjórðung, allt frá því
Kenneth Branagh fékk hann til þess
að leika óskapnað Frankensteins en
sat uppi með Robert De Niro undir
þverhandarþykkum lögum af farða
og gúmmídrullu.
Al Pacino er búinn að of leika
sjálfan sig með slíkum tilþrifum svo
lengi að það er hætt að sjást þannig
að hann skilar skemmtilega yfir-
drifnum Hoffa og á virkilega góð
augnablik á milli þess sem maður á
alveg eins von á að hann hnusi út í
loftið, öskri „húha!“ og sveifli næstu
konu fyrirvaralaust í trylltan tangó
eða vínarvals.
Tær bassalína fyllir botninn
Risarnir mega því standa í skugga
Joe Pesci, litla kallsins, Vinnie
frænda, Leo Getz, innbrotsþjófsins
Harry í Home Alone
og í þessu tilfelli
fyrst og fremst
p r í m u s -
m ó t o r u m
of beldis og
illra verka í
Goodfellas og
Casino; Tommy
DeVito og Nicky
Santoro.
Ó l í k t þ e i m
tveimur síðastnefndu
er Russell Bufalino með
f lesta þræði í hendi
sér, ískaldur og yfir-
vegaður. Ofsinn sem
Scorsese hefur áður
sótt til Pesci er
hvergi sjáanlegur
í litlum, dálítið
krúttlegum karli
m e ð ó r æ ð a n
harm í augunum.
Þessi Njáll á Berg-
þórshvoli hinnar
amerísku Sikil-
Gamlir meistarar
mála risastórt hús
De Niro og Pacino leika sjálfa sig að leika gangstera með miklum tilþrifum en í þessu langhlaupi er mestur stíll yfir óvenju yfirveguðum Joe Pesci sem fullkomnar þríeykið með ískaldri hægð.
eyjar er þó alveg jafn banvænn og
þeir Tommy og Nicky forðum.
Persónan er áhrifa- og örlagavald-
ur í sögu hinna tveggja um leið og
Pesci virkar eins og tónjafnari milli
gauragangsins í Pacino og hægari
ruddatakti De Niro og með fima
fingur Scorseses á tökkunum eru
þessir þrír hljómfegursta og samstill-
tasta glæpatríó mafíósamyndanna.
Djöfullegt að drepa mann
The Irishman er eiginlega Good-
fellas í göngugrindum og saman-
burður við The Unforgvien, þar
sem hrumur og rúnum ristur Clint
Eastwood afbyggði í raun sjálfan sig
í Spaghettí-vestrunum og það sem
fylgdi í kjölfarið, er óvitlaus. Loka-
niðurstaða kúrekans og krimmans
er í raun sú sama og þegar hinsta
stundin færist nær fær enginn flúið
sjálfan sín og illvirki sín.
Verstur andskotinn að það er of
seint að skoða upphafið þegar komið
er að endinum og ljóst að framar ei
frestur gefst, né færi á að ráðstafa
nokkru betur og Scorsese umorðar
ágætlega með The Irishman fleygar
línur skáldsins sem forðum kvað að
„alls sem lífið lánaði dauðinn krefst
í líku hlutfalli' og Metúsalem og
Pétur“. Þórarinn Þórarinsson
NIÐURSTAÐA: Tilvera mafíósans
er undarlegt ferðalag sem verður
hér full langt þrátt fyrir að Martin
Scorsese sýni alla sína meistara-
takta með úrvalslið glæpadeildar-
innar undir sinni stjórn. The
Irishman er vissulega ein-
hvers konar gallað meistara-
verk, kvikmynd sem rennur
eiginlega betur kaflaskipt á
sjónvarpsskjá.
EINI STÓRI GALLINN Á
ÞESSU FLÚRAÐA STÓR-
VIRKI ER AÐ EINS OG GAMALLA
KARLA ER OFT HÁTTUR ÞÁ FARA
ÞEIR SÉR HÆGT OG ÞESSIR
MÁLARAMEISTARAR ERU
EKKERT AÐ FLÝTA SÉR.
Stallone lét hnefana tala sem ígildi Hoffa þegar hann leiddi F.I.S.T, verkalýðsfélag
vörubílstjóra, í samnefndri mynd sem kom út þremur árum eftir hvarf Hoffa.
De Niro og Pacino deildu aldrei senum í stórvirkinu The
Godfather: Part II. Þeir mættust fyrst á tjaldinu með góð-
um árangri þegar Michael Mann reisti turnana tvo í Heat.
5 . D E S E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R30 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
BÍÓ