Skessuhorn


Skessuhorn - 27.02.2019, Síða 1

Skessuhorn - 27.02.2019, Síða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 9. tbl. 22. árg. 27. febrúar 2019 - kr. 750 í lausasölu arionbanki.is Arion appið Nú geta allir notað besta bankaappið* *MMR 2018 Gildir alla daga frá 11–16 ef þú sækir 1.000 KR. Lítil pizza af matseðli 0,5 lítra gos 1.500 KR. Pizza af matseðli, miðstærð 0,5 lítra gos Landnámssetrið Borgarnesi sími 437-1600 Ný sýning á Söguloftinu Njálssaga Bjarna Harðar Frumsýning laugardaginn 2. mars kl. 20:00 Næsta sýning sunnudaginn 3. mars kl. 16:00 Nánar um dagskrá og miðasala á landnam.is/vidburdir NOKKUR SÆTI LAUS Verður 7. mars í: FVA Kl. 10–11:30 Kynning á öllu háskólanámi á Íslandi Allir velkomnir! Mjög hásjávað var undan suður- og vesturströnd landsins fyrir síðustu helgi og ölduðhæð var sömuleiðis óvenjumikil út af vestur- og suðurströndinni. Ástæðan var há sjávarstaða og djúp lægð vestur af landinu. Íbúar á Vestur- landi urðu varir við óvenju háa stöðu sjávar strax á fimmtudagsmorgun. Þá gekk sjór á land í Stykkishólmi og var engu líkara en bátarnir í höfninni stæðu á kæjanum en lægju ekki bundnir við bryggju. Sjávarstaðan var svo há að landgangurinn út á eina flotbryggjuna hallaði í öfuga átt. Sumarliði Ásgeirsson, tíðindamaður Skessuhorns í Stykkishólmi, sagði Hólmara ekki muna eftir öðru eins. Sama morgun var gamla trébryggjan í Rifshöfn til að mynda komin í kaf, en flóðið þar mældist í 4,5 metra laust eftir kl. 8:00 á fimmtudagsmorgun. Þá flæddi yfir göngustíginn að Kirkjufellsfossi í Grundarfirði á háflóði á föstudagsmorgun, eins og sagt er frá í annarri frétt hér að neðan. kgk Var engu líkara en að bátarnir í Stykkishólmshöfn stæðu á kæjanum. Ljósm. sá. Sjór gekk á land Sjávarstaða var mjög há í síðustu viku og stórstreymt við strend- ur sunnan- og vestanlands. Ferða- menn sem hugðust ganga að Kirkjufellsfossi við Grundarfjörð á föstudaginn þurftu að leggja lykkju á leið sína til að komast að fossin- um þar sem gönguleiðin var ófær um morguninn á meðan háflóð var. Önnur myndun sem fylgir var tekin klukkan hálf níu um morguninn en hin klukkan hálf tvö eftir hádegi en þá þurftu ferðamenn að skáskjóta sér á milli strandaðra ísjaka úr lón- inu til að komast leiðar sinnar. Hvort sem var á flóði eða fjöru leit skiltið með áletruninni „No camp- ing“ nokkuð skoplega út, því gæði tjaldsvæðis voru hvort sem var á flóði eða fjöru undir miðlungi gott. tfk Stórstreymt við Kirkjufellsfoss

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.