Skessuhorn


Skessuhorn - 27.02.2019, Page 2

Skessuhorn - 27.02.2019, Page 2
MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 20192 Frumsýnt um næstu áramót Höfundur þáttanna er Þórður Pálsson og verður hann jafnframt einn af leikstjórunum ásamt Dav- íð Óskari Ólafssyni og Þóru Hilm- arsdóttur. Handritshöfundateym- ið er skipað þeim Margréti Örn- ólfsdóttur, Óttari Norðfjörð, Ottó Geir Borg og Mikael Torfasyni. Björn Thors og Nína Dögg Fil- ippusdóttir fara með aðalhlutverk þáttanna. Kostnaður við framleiðslu þátt- anna nemur um 700 milljónum króna. Tryggir samningurinn við Netflix að nær helmingur þeirra peninga komi erlendis frá, í gegn- um Netflix og frekari sölu þátta- raðarinnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Skarphéðni Guð- mundssyni, dagskrárstjóra RÚV. „Þessi tímamótasamningur við Netflix og þetta mjög svo áhuga- verða verkefni yfir höfuð er stór áfangi í umfangsmikilli og mark- vissri vinnu okkar á RÚV sem miðar að því að auka til muna framboð, dreifingu en umfram allt gæði leikins íslensks sjónvarps- efnis,“ er haft eftir Magnúsi Geir Þórðarsyni útvarpsstjóra í tilkynn- ingunni. Gert er ráð fyrir því að þáttaröðin verði frumsýnd á RÚV nálægt næstu áramótum og verði fljótlega eftir það aðgengileg um allan heim í gegnum Netflix. kgk Margir bíða eflaust fullir eftirvæntingar eft- ir næstu viku en á mánudaginn verða að finna gómsætar bollur í flestum eldhúsum og kaffistofum landsins. Á þriðjudaginn er hefð fyrir því að fólk belgi sig út af saltkjöti og baunum og á miðvikudaginn verður öskudagur. Þá má gera ráð fyrir skrautlega klæddum börnum á ferð milli vinnustaða að syngja fyrir nammi. Á morgun er spáð suðaustanátt 3-10 m/s en austanátt 10-15 m/s verður sunnan- lands. Dálítil rigning um sunnanvert landið en þurrt norðan heiða. Hiti verður á bilinu 1-6 stig en um frostmark á Norðurlandi. Á föstudaginn gengur í austan- og suðaust- anátt 13-20 m/s með rigningu, en slyddu eða snjókomu norðanlands. Hiti víða 2-7 stig en um frostmark á norðanverðu land- inu. Frá laugardegi til mánudags er spáð norðaustlægri átt og snjókomu eða éljum á Norður- og Austurlandi en annars staðar verður bjart með köflum. Frost víða 0-6 stig en frostlaust syðst á landinu. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns „Hvaða lag heldur þú að vinni Söngva- keppni Sjónvarpsins 2. mars?“ Lesendur hafa augljóslega mesta trú á tveimur lög- um en aðeins níu atkvæði greindu á milli þeirra í lokin af um 600 atkvæðum sem greidd voru. 32% spá því að „Hatrið mun sigra“ standi uppi sem sigurvegari keppn- innar og 31% spá laginu sigri sem nefnist „Hvað ef ég get ekki elskað“ í flutningi Frið- riks Ómars. 30% lesenda hafa ekki fylgst með keppninni, 4% spá laginu „Ég á mig sjálf“ sigri. Lagið „Eitt andartak“ fékk 2% at- kvæða en „Betri án þín“ fékk aðeins 1% at- kvæða. Í næstu viku er spurt: Spáir þú víðtækum verkföllum í vor? Listakonan Michelle Bird hefur opnað skapandi vinnustofu í Borgarnesi þar sem hún aðstoðar ungt listafólk að skapa sína eigin list og hjálpar þeim að koma sér á framfæri. Laugardaginn 30. mars verður opnuð sýning með verkum þessa unga listafólks í Borgarbyggð. Michelle er Vest- lendingur vikunnar að þessu sinni. Nánar er greint frá verkefninu í Skessuhorni í dag. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Svikasímtöl í vikunni VESTURLAND: Lögregl- unni á Vesturlandi bárust tölu- vert margar tilkynningar vegna svikasímtala erlendis frá í vikunni sem leið. Stundum getur litið út fyrir að símanúmerið sem hringt er úr sé íslenskt, en svo kemur annað á daginn. Lögregla hvet- ur fólk til að svara ekki grunsam- legum númerum og ef það svarar að gefa ekki upp neinar upplýs- ingar. Ef einhverjir fara til dæm- is að ræða við fólk um uppfærslur á Microsoft hugbúnaði eða biðja um bankaupplýsingar, þá hvet- ur lögregla fólk til að veita engar upplýsingar. -kgk Taka klippikort í notkun SNÆFELLSB: Klippikort verða tekin í notkun á gámastöðinni undir Enni í Ólafsvík um næstu mánaðamót. Íbúar fá afhent eitt kort fyrir hvert heimili og er kort- ið afhent á gámastöðinni. Innifal- ið í kortinu eru tólf skipti þar sem skila má tveimur rúmmetrum af úrgangi til endurvinnslu. Klippi- kortinu þarf að framvísa í hvert sinn sem úrgangi er skilað á stöð- ina og klippir starfsmaður fyrir móttökunni. -kgk Fundum um hrossarækt BORGARNES: Sveinn Stein- arsson, formaður Félags hrossa- bænda, og Þorvaldur Kristjánsson hrossaræktarráðunautur eru um þessar mundir á ferð um landið og halda fræðslufundi um málefni hrossaræktarinnar. Helstu málefni sem ber á góma eru þróun ræktun- armarkmiðs í hrossarækt, dóms- skalinn, þ.e. þróun og betrumbæt- ur, nýir vægisstuðlar eiginleikanna auk málefna Félags hrossabænda. Fundur verður haldinn í Borgar- nesi miðvikudaginn 27. febrúar klukkan 20:30 og fer hann fram í félagsheimili hestamannafélagsins Borgfirðings. -mm Lægðagangur VESTURLAND: Röð lægða hefur gengið yfir landið að undan- förnu. Síðastliðið föstudagskvöld gerði snarvitlaust veður á Snæ- fellsnesi og vindhviður í Ólafsvík fóru allt upp í 43 metra á sekúndu. Að sögn lögreglu var götum að hafnarsvæðinu lokað tímabund- ið þar sem fiskikör voru á fleygi- ferð og ekki óhætt fyrir ökumenn að fara um svæðið af þeim sök- um. Ekki hlaust þó tjón af veðrinu samkvæmt upplýsingum lögreglu. Síðdegis og um kvöldið voru skip- stjórnarmenn í basli með að koma bátum til hafnar. Línubáturinn Kristinn SH varð til dæmis að bíða smá tíma fyrir utan höfnina vegna veðurofsans en sætti svo lagi þeg- ar dró úr vindhviðum og komst að bryggju að lokum. Ljósm. af Hitaveitufélagi Hvalfjarðar og Vá- tryggingafélagi Íslands hefur ver- ið gert að greiða Kirkjumálasjóði tæpar 2,4 milljónir króna í bætur vegna leka sem varð á heitavatns- lögn prestbústaðarins að Saurbæ í Hvalfirði fyrir fimm árum síð- an. Dómur var upp kveðinn í Hér- aðsdómi Reykjavíkur miðvikudag- inn 20. febrúar síðastliðinn. Nið- urstaða héraðsdóms er að lekann hafi mátt rekja til gallaðrar lagnar eða að vinna við lagningu hennar hafi ekki verið fullnægjandi. Heimæð hitaveitu sprakk árið 2014 með þeim afleiðingum að 65 gráðu heitt vatn rann út í jarðveg- inn austan og ofan við eldri hluta prestsbústaðarins. Ráðist var í við- gerðir á prestbústaðnum eftir að lekans varð vart. Innbú var fjar- lægt úr kjallarnum, parket og dúk- ur endurnýjaður og veggur í fönd- urherbergi lagaður. Héraðsdóm- ur telur að viðgerðirnar hafi ekki leitt til þess að húsnæðið allt hafi verið óíbúðarhæft á meðan fram- kvæmdum stóð. Voru Hitaveitu- féla Hvalfjarðar og Vátrygginga- félag Íslands því sýknuð af kröfu um greiðslu vegna leigu annars húsnæðis fyrir prestinn í Saurbæ, auk leigu bíls og aksturskostnað. Sömuleiðis taldi dómurinn ekki sannað með óyggjandi hætti að mygluvandamál prestsbústaðar- ins megi rekja til heitavatnslek- ans. Taldi dómurinn ekki hægt að líta framhjá því að enn virtust vera rakatengd vandamál í húsinu og mögulega myglu sem ekki virtist tengjast lekanum. Eins og greint var frá í Skessu- horni í nóvember var lagt til á Kirkjuþingi í fyrra að Saurbæjar- prestakall yrði lagt niður og bú- setuskylda prests aflögð á staðn- um. Meginástæða tillögunnar var sögð sú að ekki sæi fyrir endann á kostnaðarsömum viðgerðum á prestbústaðnum í Saurbæ vegna raka og myglu. kgk Dæmdar bætur vegna vatnsleka Prestsbústaðurinn í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Ljósm. úr safni. Efnisveitan Netflix hefur samið við RÚV og framleiðslufyrirtkæin Mystery og Truenorth um sýning- arrétt á sjónvarpsþáttaröðinni The Valhalla Murders. Er þetta í fyrsta sinn sem Netflix gerir samning um framleiðslu og fjármögnun á leiknum íslenskum sjónvarpsþátt- um. Þættirnir verða á íslensku, þrátt fyrir enskan titil, og segja frá því þegar þriðja manneskjan finnst myrt í sömu vikunni og renn- ur upp fyrir lögreglu að fyrsti ís- lenski raðmorðinginn gengur laus. Rannsókn lögreglu leiðir öll að sama staðnum, dularfullu en yf- irgefnu drengjaheimili sem ber nafnið „Valhalla“. Öll fórnarlömb- in tengjast með einum eða öðrum hætti hryllilegum atburðum sem þar áttu sér stað 35 árum áður. Hluti sjónvarpsþáttaraðarinnar verður tekinn upp í Ráðhúsi Borg- arbyggðar í Borgarnesi. Ráðhús- ið verður fært í búning lögreglu- stöðvar, þar sem mikilvægustu gögn þáttaraðarinnar eru geymd. Munu þau gögn fletta ofan af söguþræði þáttaraðarinnar. Áætl- að er að tökur í Ráðhúsi Borgar- byggðar hefjist að morgni föstu- dagsins 1. mars og standi yfir fram á sunnudaginn 3. mars. Netflixþáttaröð tekin upp í Borgarnesi Ráðhúsið „leikur“ lögreglustöð Ráðhús Borgarbyggðar mun gegna hlutverki lögreglustöðvar í þáttunum. Nína Dögg Filippusdóttir á setti. Ljósm. RÚV.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.