Skessuhorn


Skessuhorn - 27.02.2019, Qupperneq 4

Skessuhorn - 27.02.2019, Qupperneq 4
MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 20194 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.976 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.580. Rafræn áskrift kostar 2.337 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.160 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Samningagerð á samfélagsmiðlum Nú eru flestir kjarasamningar á vinnumarkaði ýmist runnir út eða við það að renna sitt skeið. Það hefur lengi legið fyrir að svo yrði. Þrátt fyrir það hefur líklega aldrei verið eins fjarri því og nú að samningar náist. Niður- staðan er óvissa en í skjóli hennar er að eiga sér stað bakslag á vinnumark- aði; fyrirtæki halda að sér höndum með ráðningar, almenningur dregur úr neyslu og smám saman verður atvinnulífið þjakað af súrefnisleysi. Sá vandræðagangur sem mér finnst hafa einkennt viðræður samnings- aðila á liðnum vikum og misserum hefur fengið mig til að efast um hæfni þeirra sem sitja eiga við samningaborðið, en gera reyndar lítið af því þessa dagana. Þess meira eru fulltrúar bæði atvinnurekenda og verkalýðsfélaga gapandi á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum um hvað hinir eru ósanngjarn- ir. „Það eru allir vondir við okkur.“ Þannig hljómar grátkórinn. Svo bætast í kórinn ýmsir sem að mínu viti ættu að halda sig til hlés í umræðunni, í það minnsta á þessu stigi. Get nefnt af handahófi seðlabankastjóra og hag- fræðing í HÍ sem reyndar er fyrrum greiningarstjóri Kaupþings (starfsheiti sem ég myndi afmá úr ferilskránni ef ég ætti í hlut). Þá hafa ráðherrar einn- ig tjáð sig, fulltrúar ýmissa hagsmunasamtaka og fjölmargir fleiri sem ættu ekki að hafa beina aðkomu að málinu á þessu stigi. Í framhaldi af ummæl- um þessa fólks byggist síðan umræðan í þjóðfélaginu um kaup og kjör á yf- irlýsingum sem jafnvel eiga ekki við rök að styðjast. Umræðan fer semsagt minnst fram í röðum þeirra sem hafa umboð til að leita samninga. Ég held að í ljós sé komið að þeir sem fara með umboð til samninga- gerðar fyrir hönd verkalýðsfélaga og atvinnurekenda eru það ungir að þeir muna lítt hinar hatrömmu kjaradeilur sem einkenndu níunda áratug lið- innar aldar. Þá geisuðu vinnudeilur, samningar voru slakir og vegna verð- bólgu auk víxlhækkunar launa og verðlags voru hækkanir étnar upp nær samdægurs. Eftir margra ára deilur var loks slegið á þann hnút og verð- bólgudraugurinn kveðinn niður með Þjóðarsáttarsamningunum 1990. Ég man vel hversu stórum tíðindum það sætti þegar kjarasamningar náðust loks milli stríðandi fylkinga verkalýðshreyfingar, atvinnurekenda og ríkis. Samningur sem jafnvel voru kallaðir efnahagslegt afrek og mörkuðu sátt á vinnumarkaði til fjölda ára. Þar til nú. Sú gjá sem nú hefur skapast milli samningsaðila er afleiðing þess að launabil milli ólíkra hópa á vinnumarkaði hefur aukist. Húsnæðiskostnað- ur er kominn langt yfir það sem fólk á lægstu launum ræður við. Allir eiga nefnilega að geta lifað með mannlegri reisn hér í landi nær óþrjótandi auð- linda. Láglaunastörf eru hins vegar ekki metin að verðleikum í samræmi við ofurlaunahækkanir bæði í einka- og opinbera geiranum og því verður nú látið sverfa til stáls á vinnumarkaði. Fulltrúar launþega segja að þetta launabil sé óboðlegt. Alveg er óhætt að taka undir það. Ég held til dæmis persónlega að óforsvaranlegt sé að bankastjóri hafi tuttugufalt hærri laun en skúringakonan sem þrýfur skrifstofuna hans, eða herbergisþernan sem skiptir á rúmunum á hótelinu. Forysta verkafólks væri einfaldlega ekki að sinna vinnunni sinni ef hún léti ekki í sér heyra út af svona löguðu. Fulltrú- ar samninganefnda atvinnurekenda, með aðstoð ríkisvaldsins sem ákveður skattbyrðina, verða einfaldlega að koma til móts við launþega. En í guð- anna bænum komið ykkur í gang með alvöru viðræður inni í þar til gerð- um samningaherbergjum og látið ógert að fóðra fjölmiðla og samfélags- miðla á efni þangað til eitthvað bitastætt verður að frétta. Samningar munu nefnilega aldrei nást með gagnslausum kýtingum á samfélagsmiðlum eða í spjallþáttum úti í bæ. Magnús Magnússon Svandís Svavarsdóttir heilbrigð- isráðherra tilkynnti í síðustu viku hvernig 630 milljónum króna af fjárlögum ársins verður ráðstafað til að efla geðheilbrigðisþjónustu á landsvísu. Fénu verður varið til að fjölga stöðugildum sálfræðinga í heilsugæslu annars vegar og til að efla og byggja upp geðheilsuteymi um allt land. Til Heilbrigðisstofn- unar Vesturlands renna 46 milljón- ir króna til þessa verkefnis. „Við ákvörðun um skiptingu fjár- ins milli heilbrigðisumdæma var tekið mið af áætlunum heilbrigðis- stofnana um uppbyggingu og efl- ingu geðheilsuteyma, íbúafjölda í viðkomandi heilbrigðisumdæmum og einnig var horft til til lýðheilsu- vísa Embættis landlæknis en þeir varpa ljósi á líðan og heilsu fólks sem hægt er að greina eftir svæð- um og nýtast þar með til að greina sértæk svæðisbundin vandamál sem taka þarf tillit til,“ sagði ráðherra og bætti við: „Góð heilsa snýst ekki einungis um líkamlegt heilbrigði, heldur einnig og ekki síður góða andlega heilsu. Heilbrigðisþjón- ustan þarf að taka mið af þessu og byggjast upp í samræmi við það,“ sagði Svandís Svavarsdóttir. mm Efla geðheilbrigðisþjónustu á landinu Ráðherra kynnti í síðustu viku hvernig efla á geðheilbrigðisþjónustu á öllu landinu. Einstaklingur með smitandi misl- inga kom til Íslands frá Filipps- eyjum 14. febrúar síðastliðinn en hann ferðaðist með vélum Ice- landair (FI455) frá London til Keflavíkur og síðan Air Iceland Connect (NY356) frá Reykjavík til Egilsstaða 15. febrúar síðastliðinn. Frá þessu greinir Landlæknisemb- ættið. Þá segir að Icelandair og Air Iceland Connect, í samvinnu við sóttvarnalækni, hafa sent farþeg- um fyrrgreindra véla nauðsynleg- ar upplýsingar og leiðbeiningar. Einnig hefur verið haft samband við þá sem hann hefur umgengst þessa daga eftir komuna til lands- ins og upplýsingum miðlað til heilbrigðisstofnana með áherslu á starfsmenn heilsugæslunnar. Í þessum leiðbeiningum eru far- þegar hvattir til að leita til sinna lækna fram til 7. mars nk. finni þeir fyrir einkennum sem geta bent til mislinga, sérstaklega ef þeir eru óbólusettir. Einstaklingur er smitandi einungis eftir að ein- kenni koma fram og er smitandi í 7−10 daga. Einkenni mislinga koma yfirleitt fram 10–14 dög- um eftir smit en að hámarki geta liðið 3 vikur. Þeir einstaklingar sem hafa verið bólusettir eða hafa fengið mislinga þurfa ekki frek- ari bólusetningu en þeir sem ekki hafa verið bólusettir og ekki feng- ið mislinga geta fengið bólusetn- ingu innan 6 daga frá hugsanlegu smiti. Eftir þann tíma er ólíklegt að bólusetning komi í veg fyrir sýkingu. Bólusetningu er hægt að fá á heilsugæslustöðvum. „Sóttvarnalæknir telur litlar líkur á útbreiddum faraldri hér á landi sé gætt að og farið eftir ofan- greindum leiðbeiningum enda er almenningur á Íslandi ágætlega bólusettur gegn mislingum,“ segir í tilkynningu frá Landlæknisemb- ættinu. mm Staðfest mislingasmit flugfarþega Útgerðarfyrirtækið Guðmund- ur Runólfsson hf. í Grundarfirði festi í síðustu viku kaup á togskip- inu Bergey VE 544 af Bergi-Hug- inn ehf. í Vestmannaeyjum, fyrir- tæki sem nú er í eigu Síldarvinnsl- unnar. Skipið var smíðað hjá Nor- dship skipasmíðastöðinni í Gdynia í Póllandi 2006 og nýskráð árið eftir. Mesta lengd er 29 metrar og breidd 10,4 m. Bergey er skráð 487 brúttótonn og 290 brúttólest- ir. Í lok síðasta mánaðar var greint frá því að aflaverðmæti Bergeyj- ar, frá því að skipið hóf veiðar í ágústmánuði 2007, hefði rofið tíu milljarða múrinn og á þeim tíma var heildaraflinn orðinn rúmlega 39.000 tonn. Magnús Kristinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri og núverandi stjórnarmaður í útgerð- arfélaginu Bergur-Huginn, segir að það sé eftirsjá að Bergey VE. „Ég kem til með að sakna skips- ins mikið. Að mínu mati eru Ber- gey og Vestmannaey best heppn- uðu skip sem veitt hafa við Ísland. Við sjáum það svart á hvítu á afl- anum sem þau hafa borið að landi og aflaverðmætinu,“ segir Magnús í frétt á vef Síldarvinnslunnar. Gert er ráð fyrir að Bergey verði afhend nýjum eiganda í Grundar- firði í síðasta lagi í september- mánuði næstkomandi. Að sögn Runólfs Guðmundssonar fylgja engar aflaheimildir skipinu en það mun leysa af hólmi Helga SH sem verður seldur. Guðmundur Smári Guðmunds- son, framkvæmdastjóri GRun, seg- ir að ástæður fyrir skipakaupunum séu einkum tvær. Í fyrsta lagi sé fyrirtækið að taka í notkun nýja og afkastamikla fiskvinnslustöð og því sé brýnt að auka veiðigetu skipa þess. Í öðru lagi mun nýja skip- ið leysa af hólmi eldra og minna skip. „Við trúum því að við séum að fá öflugt og gott skip sem hent- ar okkar starfsemi vel. Við eigum fyrir sambærilegt skip, Hring SH, og það verður hagkvæmt að gera þau út saman. Hér ríkir því mikil ánægja með þessi skipakaup,“ seg- ir Guðmundur Smári. mm GRun kaupir Bergey VE Bergey kom ný til hafnar í Vestmannaeyjum 2007. Ljósm. Eyjafréttir.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.