Skessuhorn - 27.02.2019, Page 5
MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2019 5
Fréttaveita Vesturlands
www.skessuhorn.is
Verð stykkið
(Þrír litir)
Leitið tilboða í stærri kaup
www.stalidjan.is
Stáliðjan ehf - Smiðjuvegi 5, 200 Kópavogi - Sími 564 5885 - www.stalidjan.is
Dempar hljóð um allt að 18dB.
Minnkar slit á gól .
Má þvo í þvottavél.
Mjög létt að setja á og taka af.
Bráðnauðsynlegt í skóla, mötuneyti
og allstaðar þar sem að fjölmenni
kemur saman.
970 kr.
Hljóðsokkar á stóla
Matvælastofnun og Lyfjastofn-
un vara við neyslu á tianeptine og
annarra efna sem seld eru á netinu
undir heitinu Nootropics og hafa
mörg hver lyfjavirkni. Nootropics
eru efni sem sögð eru örva heila-
starfsemi og eru algeng í netsölu
erlendis frá. Þau innihalda í sum-
um tilvikum lyfjavirk efni sem
geta verið hættuleg heilsu ef þau
eru notuð án samráðs við lækni.
Talið er að einstaklingur hafi ný-
lega látist hérlendis vegna inn-
töku tianeptine.
Efnið tianeptine sulphate fannst
í fórum einstaklingsins og telja
læknar að það kunni að hafa valdið
dauða hans. Ekki er hægt að veita
nánari upplýsingar um atvikið.
Ekki er að fullu ljóst hvort efnið
sem einstaklingurinn tók og inni-
hélt tianeptine hafi verið flutt inn
sem lyf eða fæðubótarefni. Eins er
óljóst hvort viðkomandi hafi flutt
inn efnið sjálfur og hve lengi hann
hafi notað það. Tianeptine er lyf
notað við þunglyndi. Tianeptine
er ekki með markaðsleyfi á Íslandi
og því engin lyf til sölu á Íslandi
sem innihalda efnið. Það er hins
vegar með markaðsleyfi sumstað-
ar í Evrópu, Asíu og Suður Am-
eríku.
Einföld leit á netinu leiðir í ljós
að auðvelt er að nálgast tianeptine
í gegnum erlendar vefverslanir.
Þannig er hægt að kaupa efnið frá
Evrópu, Bandaríkjunum og öðr-
um ríkjum. Yfirleitt er tianept-
ine ekki selt sem lyf heldur mark-
aðssett sem fæðubótarefni. Efnið
virðist einnig vera markaðssett
án skilgreiningar á því hvort um
lyf eða fæðubótarefni sé að ræða.
Rétt er að benda á að ólíkar reglur
er að finna í mismunandi ríkjum
um hvort efni séu skilgreind sem
fæðubótarefni eða lyf. Ekki eru
gerðar jafn ríkar kröfur til fram-
leiðslu fæðubótarefna eins og ger-
ist með lyf. Því skal ávallt gæta
varúðar við kaup og notkun slíkra
efna, einkum ef þau eru keypt er-
lendis eða í gegnum erlendar vef-
verslanir.
Matvælastofnun og Lyfjastofn-
un vara við notkun á vörum sem
innihalda tianeptine, sérstaklega
ef efnið er ekki notað í þeim til-
gangi sem upphaflega var ætl-
að, þ.e. sem lyf við þunglyndi í
skömmtum skv. læknisráði. Röng
inntaka lyfja getur valdið auka-
verkunum og í versta falli dauða.
Því er mikilvægt að hafa ávallt
samráð við lækni áður en lyfseð-
ilsskyld lyf eru notuð og fylgja
leiðbeiningum sem fylgja lausa-
sölulyfjum.
Matvælastofnun sinnir inn-
flutningseftirliti með fæðubótar-
efnum og hefur stöðvað innflutn-
ing fjölda efna sem markaðssett
eru undir heitinu Nootropics og
innihalda efnið tianeptine. No-
otropics eru fjölbreyttur flokkur
efna með mismunandi efnainni-
hald. Innflutningur þeirra sem
fæðubótarefni er óheimill ef þau
innihalda lyfjavirk efni.
mm
Rannsaka andlát í kjölfar
notkunar á efninu tianeptine
„Fjölmennur fundur fagaðila í bygg-
ingariðnaði, sem í eru framleiðend-
ur, starfsmenn og áhugamenn ís-
lensks handverks og framleiðslu,
fordæmir harðlega óforskömm-
uð vinnubrögð verkalýðshreyfing-
arinnar og þeirra aðila sem ganga
freklega framhjá innlendri fram-
leiðslu við innflutning á fullbúnum
húsum, innréttingum og húsgögn-
um hingað til lands.“ Þannig hljóð-
ar upphaf harðorðrar tilkynning-
ar sem fagaðilar í íslenskum bygg-
ingariðnaði samþykktu á fjölmenn-
um fundi sl. mánudag. Gagnrýnt er
hvernig verkalýðshreyfingin kaus
að sniðganga innlend fyrirtæki við
útboð á fjölbýlishúsum, meðal ann-
ars þremur húsum á Akranesi, sem
ætluð eru til útleigu.
„Að forsvarsmenn verkalýðs-
hreyfingarinnar semji við erlenda
aðila um innflutning á húsum, inn-
réttingum og húsgögnum, á sama
tíma og þeir eiga að standa vörð um
innlenda framleiðslu, vernda störf,
halda við kunnáttu í handverki og
tryggja réttindi þeirra starfsmanna
sem vinna þessi störf, ber heil-
indum þeirra ekki gott vitni né er
sannfærandi vitnisburður um getu
þeirra til að sinna þeim störfum
sem þeim hefur verið falið. Stað-
reyndin er sú að innlend fram-
leiðsla stenst ekki aðeins erlendu
framleiðslunni snúning hvað varðar
gæði og útlit, heldur er mjög sam-
keppnisfær í verði og framleiðslu-
tíma. Innlend verðmætasköpun er
grunnur að hagsæld í okkar sam-
félagi, ekki undirboð erlendis frá á
kostnað íslenskra starfa,“ segir í til-
kynningunni.
Tekið er dæmi um ósvinnu
hvernig íbúðafélagið Bjarg, félag
sem stofnað er af ASÍ og BSRB,
hefur látið framleiða og flytja inn
einingahús frá Lettlandi og borið
fyrir sig að innlendir aðilar anni
ekki því magni sem óskað er eft-
ir. „Þetta er alrangt og fundur-
inn mótmælir innihaldslausum og
ósönnum málflutningi þeirra sem
vinna með þessum hætti svo sterk-
lega gegn hagsmunum launafólks í
landinu. Málflutningur um fjölda
erlendra iðnaðarmanna á Íslandi og
getuleysi innlendra framleiðenda
til framleiðslu, er ekki samboðin
þessum aðilum, enda vita þeir bet-
ur þó þeir kjósi að skýla sér á bak
við rökleysu af þessu tagi. Vinnu-
brögð verkalýðshreyfingarinnar og
þeirra sem ganga með þessum hætti
framhjá afar samkeppnishæfri inn-
lendri framleiðslu er áfellisdómur
yfir þeim og lýsir vanhæfi þeirra
og afskiptaleysi gagnvart iðnaðar-
mönnum hér á landi, fyrirtækjum
og þeirri þekkingu sem hér er til
staðar. Hún er eins og blaut tuska
framan í andlit almennings á þeim
tíma sem samstaða væri dýrmæt-
ari en sundurlyndi,“ segir í ályktun
fagaðila í byggingariðnaði.
mm
Fagaðilar í byggingariðnaði átelja
harðlega vinnubrögð við útboð
Teikning af einu húsanna sem Bjarg leigufélag lætur erlenda verktaka byggja á
Akranesi.