Skessuhorn


Skessuhorn - 27.02.2019, Qupperneq 6

Skessuhorn - 27.02.2019, Qupperneq 6
MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 20196 Skildi börn eftir í bíl í gangi AKRANES: Lögreglumenn á Vesturlandi voru við skóla- eftirlit í vikunni sem leið. Á Akranesi komu lögreglu- menn að ökumanni sem hafði skilið bíl eftir í gangi með tvö börn innanborðs. Lögregla segir að slíkt eigi ekki að viðgangast og minn- ir á að það er klárt brot á umferðarlögum að skilja bíl eftir í gangi. Þá bárust lög- reglu ábendingar um ólög- legar bifreiðastöður á Akra- nesi. Strætisvagni var ekið utan í bíl þar sem þeim var þröngt og illa lagt þar í bæ. Lögregla segir að sumar bif- reiðastöður sem þeim var tilkynnt um hafi verið með þeim hætti að þær hafi getað valdið öðrum vegfarendum hættu, þá sérstaklega börn- um. Vill lögregla beina því til ökumanna að vanda frá- gang ökutækja og ekki yfir- gefa bíla sína ólæsta í gangi. -kgk Grunsamlegir trúboðar BORGARNES: Fimmtu- daginn 21. febrúar var Lög- reglunni á Vesturlandi til- kynnt um grunsamlegar mannaferðir í Borgarfirði. Þar væru menn á ferð sem leituðu að fólki sem talaði pólsku eða ensku. Þótti íbú- um það undarlegt og gerðu lögreglu viðvart. Lögregla kannaði málið og hitti fyrir umrædda menn. Kom þá á daginn að þar voru á ferðinni Vottar Jehóva, sem vildu fá að ræða við vantrúaða Borg- firðinga um Jesú Krist. -kgk Gengnir í Miðflokkinn ALÞINGI: Þingmennirn- ir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, sem kosnir voru á þing fyrir Flokk fólks- ins, voru eins og kunnugt er reknir úr flokki sínum í kjöl- far Klaustursmálsins svokall- aða í lok nóvember. Hafa þeir verið utan flokka síðan en nú ákveðið að ganga til liðs við Miðflokkinn. „Við teljum að á vettvangi Mið- flokksins styrkjum við stöðu okkar á Alþingi til að knýja á um framgang þeirra mál- efna, sem kjósendur treystu okkur fyrir í síðustu alþingis- kosningum,“ segir í tilkynn- ingu frá þeim Karli Gauta og Ólafi. -mm Strætó ók utan í kerru VESTURLAND: Strætis- vagni var ekið utan í kerru á Vesturlandsvegi við Daníelsl- und í Borgarfirði sl. miðviku- dag. Dýna hafði fallið af kerr- unni og ökumaður bifreiðar- innar sem hana dró þess vegna numið staðar á veginum. Strætó ók utan í kerruna en ekki varð alvarlegt tjón við óhappið og engin meiðsli á fólki. Lögregla minnir á að tryggja þarf farm á kerrum, sérstaklega eins og veðrið hefur verið undanfarið. Bílvelta varð við Biskupsbeygju á Holtavörðuheiði á mánudag- inn. Fjórir voru í bílnum. Lög- regla og sjúkralið fóru á vett- vang en engin slys urðu á fólki. Tilkynnt var um 30 manna rútu sem var föst á Akrafjallsvegi við Kjalardal nálægt miðnætti á sunnudag. Rútan hafði fests þegar bílstjóri reyndi að snúa henni við á veginum. Þurfti að fá beltagröfu til að draga hana upp. Á sama tíma var tilkynnt um grjóthrun við Búlandshöfða á Snæfellsnesvegi. Þá var norð- urtanga hafnarinnar í Ólafs- vík lokað í um klukkustund um miðjan dag á laugardaginn vegna veðurs, en tilkynnt hafði verið um fjúkandi ruslatunnur og fiskikör á hafnarsvæðinu. -kgk Hraðamælingar í Borgarnesi BORGARNES: Lögreglan á Vesturlandi gerði könnun á ökuhraða á Borgarbraut í Borg- arnesi í vikunni sem leið. Var ökuhraði mældur með hraða- myndavél síðastliðinn föstudag, milli klukkan 16:00 og 17:00. Alls voru 308 ökutæki hraða- mæld og 25 brot skráð. Sá sem hraðast ók var á 76 km/klst., en hámarkshraði á staðnum er 50 km/klst. -kgk Síðastliðinn föstudag voru þeir Sigurbjartur Loftsson bygginga- fræðingur og Friðrik Tryggva- son hjá Almennu umhverfisþjón- ustunni í Grundarfirði að mæla fyrir nýju bílastæði við Kirkju- fell, en framkvæmdir við það hefj- ast á næstu dögum. Á árunum 2017-2018 var unnið deiliskipulag fyrir áningarstað við Kirkjufells- foss en ekki hafði áður verið unnið slíkt skipulag fyrir svæðið. Deili- skipulagið tók gildi vorið 2018 og nær til ríflega tíu hektara svæðis umhverfis fossinn. „Innan marka deiliskipulags- svæðisins er gert ráð fyrir áningar- stað með gönguleiðum og nýjum bílastæðum, bæði fyrir minni og stærri bíla,“ segir Björg Ágústs- dóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðar- bæjar, í samtali við Skessuhorn. „Nýja bílastæð- ið liggur aðeins vestar en núver- andi bílastæði og við þessar breyt- ingar eykst ör- yggi mikið þar sem bílastæðið liggur ekki alveg við þjóðveginn. Í skipulaginu er bílastæðið stað- sett við Reiðhól, sem er gamalt örnefni þarna,“ segir Björg. Í framhaldi af stað- festu deiliskipu- lagi var farið í vinnu við nánari hönnun áfangar- staðarins og kom það í hlut Þráins Haukssonar arki- tekts hjá Lands- lagi, arkitekta- stofu í Reykja- vík. „Þráinn og félagar hans hjá Landslagi hafa komið að mörg- um svipuðum verkefnum en þeir hönnuðu meðal annars stigann upp á Saxhól í Snæfellsbæ sem unnið hefur til verðlauna. Það eru land- eigendur jarðarinnar Kirkjufells sem ráða ferðinni þegar kemur að skipulagi og hönnun en sveitarfé- lagið kemur þó að málum og styð- ur við. Bærinn hefur til dæmis sótt um styrki úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til þessara fram- kvæmda. Hönnun á göngustígum og svæðinu umhverfis fossinn er á lokametrunum og við stefnum á framkvæmdum við það í sumar,“ segir Björg. Fyrsti áfanginn sem nú er að hefjast felst í að vinna jarðvinnu við nýtt bílastæði og veginn að því. „Við höfum samið við Al- mennu umhverfisþjónustuna ehf. um að vinna þann áfanga,“ segir Björg, en honum verður væntan- lega lokið fyrir vorið og þá verð- ur hægt að hleypa umferð á veginn og bílastæðin. Malbika á svo svæð- ið í sumar og verður þá núverandi bílastæði lagt af, sem og göngu- leiðin frá því og vestan megin við fossinn. tfk Framkvæmdir að hefjast við nýtt bílastæði Friðrik Tryggvason og Sigurbjartur Loftsson að mæla fyrir nýju bílastæði. Teikning af nýjum áningarstað og bílastæðum við Kirkjufellsfoss.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.