Skessuhorn - 27.02.2019, Page 7
MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2019 7
Kynning á námsframboði, inntökuskilyrðum, heimavist,
mötuneyti, félagslí, afreksíþróttum o..
Allir velkomnir
sérstaklega 10. bekkingar og
foreldrar/forráðamenn þeirra
Stúdentsbrautir - 3 ára brautir
Félagsfræðabraut
Náttúrufræðabraut
Opin stúdentsbraut
Tónlistarsvið
Tungumálasvið
Viðskipta- og hagfræðisvið
Opið svið
Íþrótta- og heilsusvið
Annað nám
Framhaldsskólabraut
Viðbótarnám eftir iðn- og starfsnám
Starfsbraut
Iðn- og starfsnám
Tréiðngreinar
Húsasmíði
Húsgagnasmíði
Málmiðngreinar
Vélvirkjun
Grunndeild bíliðngreina
Raðngreinar
Rafvirkjun
Grunndeild rafeindavirkjunar
Sjúkraliðabraut
Afreksíþróttasvið
OPIÐ HÚS
þriðjudaginn 12. mars 2019 kl. 17 - 19
Námsbrautir
Nánari upplýsingar
um nám á brautum
er að finna á vef
skólans
www.fva.is
Góð aðstaða
til náms og
félagsstarfa
Fjölbrautaskóli Vesturlands
OPIÐ HÚS
Fjölbrautaskóli Vesturlands • Vogabraut 5, 300 Akranes • 433 2500 • skrifstofa@fva.is
Leikfélagsins Skagaleikflokksins verður
haldinn á Mánabraut 20 (vesturinngangur)
sunnudaginn 3. mars kl. 17:00
Venjuleg aðalfundarstörf
Hvað er framundan?
Námskeið – leikritalestur - götuleikhús - leiksýning
Aðalfundur
Stjórnin
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
9
Allir velkomnir
Nýverið var skoðanakönnun á vef
Skessuhorns um snjalltækjanotk-
un samhliða akstri. Spurt var hvort
fólk hefði freistast til að nota snjall-
tæki við akstur bíls. Niðurstaðan
var sláandi. Af 360 einstaklingum
sem tóku þátt í könnuninni sögðust
10% oft freistast til að nota snjall-
tæki við akstur og 39% segjast ein-
staka sinnum hafa gert það, eða alls
49% þeirra sem svöruðu. 46% segj-
ast hins vegar aldrei vera í snjall-
tækjum við aksturinn. 5% þeirra
sem tóku þátt aka ekki bíl.
Ekki þarf að fjölyrða um hversu
hættulegt er að nota síma án hand-
frjáls búnaðar við akstur. Enn
hættulegra er þó að fylgjast í snjall-
símanum með því sem fram fer á
netinu og á samfélagsmiðlun og
vera jafnvel að skrifa inn skilaboð.
Vísbendingar um að slíkt sé algengt
eiga því við rök að styðjast. Vert er
að minna á að sekt fyrir að nota
síma við akstur, án þess að nota
handfrjálsan búnað, hækkaði í 40
þúsund krónur 1. maí 2018.
mm
Tæpur helmingur notar
snjalltæki við akstur
„Nú er hvoru tveggja sá árstími og
það tíðarfar sem eykur hættuna á
holumyndunum á þjóðvegum,“
segir í tilkynningu frá Vegagerð-
inni. „Þegar þíða kemur í kjölfar
frosts og kulda eða þegar miklir
umhleypingar eru eykst hættan á
því að holur myndist í bundnu slit-
lagi, malbiki og klæðningu. Veg-
farendur er því beðnir að sýna sér-
staka árvekni og aka ætíð eftir að-
stæðum.“
Fram kemur að það tek-
ið skamman tíma fyrir holu að
myndast, jafnvel djúpa holu sem
getur leitt til tjóns á bílum. Starfs-
menn þjónustustöðva Vegagerðar-
innar fylgjast með eins og kostur
er og bregðast við ábendingum
um holur. Vegagerðin leitast við
að bregðast við með viðgerð sem
allra fyrst. „Vegagerðin tekur við
ábendingum vegfarenda um holur
og má t.d. senda upplýsingar á net-
fangið vegagerdin@vegagerdin.is
og í síma 1777. Lendi vegfarandi
í tjóni er rétt að fylla út tjónstil-
kynningu en hana má finna á vef
Vegagerðarinnar. Það er mikil-
vægt að sýna árvekni og vera vak-
andi fyrir því í umferðinni að hol-
ur geta myndast mjög hratt, þann-
ig að þótt ekið sé á vegi sem var í
góðu lagi í gær, getur verið komin
hola í morgunsárið.“
mm
Holutíð á vegum samhliða
umhleypingum
Ef gengið yrði til kosninga nú
fengi Sjálfstæðisflokkurinn stuðn-
ing 22,7% landsmanna, Samfylk-
ing 15,9% og Framsóknarflokkur
13,5%. Þetta kemur fram í nýrri
könnun MMR sem framkvæmd
var dagana 11.-15. febrúar. Fylgi
Vinstri grænna heldur áfram að
dala frá síðustu könnun MMR og
er nú 11,1%. Fylgi Pírata minnk-
aði sömuleiðis um rúmlega eitt og
hálft prósentustig og fylgi Mið-
flokksins minnkaði um rúmlega
tvö prósentustig frá síðustu mæl-
ingum. Flokkur fólksins bætir við
sig og mælist nú 6,9%. Stuðn-
ingur við ríkisstjórnina jókst lítil-
lega frá síðustu könnun, en 42,8%
sögðust styðja hana nú samanbor-
ið við 41,5% í síðustu mælingu.
mm
Töluverð hreyfing á fylgi
miðað við síðustu kosningar