Skessuhorn - 27.02.2019, Qupperneq 10
MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 201910
Síðastliðinn sunnudag hélt Lions-
klúbbur Ólafsvíkur fund í Slökkvi-
stöð Snæfellsbæjar. Tilefnið var að
afhenda slökkviliðinu gjafir, svo
sem hitamyndavél, brunndælu,
vasaljós og fleira. Vasaljósin sem
klúbburinn gaf slökkviliðinu eru
ætluð til þess að lýsa í sjáöldur fólks
á vettvangi óhappa. Vatnsdælan er
mjög öflug en hún dælir 600 lítrum
á mínútu í fjögurra metra hæð. Þess
má geta að slökkviliðið á fyrir aðra
hitamyndavél en sú nýja er góð við-
bót. Svanur Tómasson slökkvi-
liðsstjóri þakkaði fyrir rausnarlega
gjöf. Í ávarpi gat hann þess hversu
dýrmætt það væri að hafa félaga-
samtök á borð við Lionsklúbbinn
starfandi í bæjarfélaginu. Þessi fé-
lög styddu hin ýmsu málefni og
hefði slökkviliðið notið góðs af því
undanfarin ár með veglegum gjöf-
um. Lionsmönnum var boðið að
skoða slökkvistöðina undir leið-
sögn slökkviliðsmanna. þa
Slökkviliði Snæfellsbæjar færðar gjafir
Frá afhendingu gjfanna. F.v. Fannar Baldursson, Svanur Tómasson og Sævar
Gíslason.
Óvenju öflugt eldingaveður gekk
yfir suðvesturhorn landsins á
fimmtudagskvöld. Íbúar á svæðinu
urðu margir hverjir varir við kröft-
ugar eldingarnar, mikla blossa og
þungar drunur sem þeim fylgdu.
Eldingarnar voru í um 250 km
skúragarði sem lá frá Snæfells-
nesi í norðri til suðausturs að Vest-
mannaeyjum á áttunda tímanum á
fimmtudagskvöldið. Veðrið gekk
frekar hratt yfir. kgk
Þrumur og eldingar
Síðastliðinn föstudag var fyrsta
skóflustungan tekin að fimm hæða
íbúða- og þjónustuhúsi við Dal-
braut 4 á Akranesi. Verður það
fyrsta húsið af fjórum sem bygg-
ingafélagið Bestla ehf. mun byggja
á Dalbrautarreit. Í húsinu verð-
ur 1270 fm fjölnota salur á neðstu
hæð í eigu Akraneskaupstaðar sem
m.a. Félag eldri borgara á Akra-
nesi og nágrenni fær til afnota fyrir
félagsstarf sitt. Á efri fjórum hæð-
unum verða 26 tveggja og þriggja
herbergja íbúðir fyrir eldri borg-
ara og bílastæði fyrir hverja íbúð
í kjallara. Jarðvegsframkvæmdir
hefjast við húsið á næstu dögum og
ráðgert að íbúðirnar verði tilbúnar
til afhendingar vorið 2020. Búið er
að taka frá allar íbúðirnar í húsinu
og langur biðlisti að auki, að sögn
Jóns Ágústs Garðarssonar, fram-
kvæmdastjóra Bestla ehf.
Við útboð Akraneskaupstaðar í
fyrravetur var Bestla eina fyrirtæk-
ið sem bauð í byggingarrétt á lóð-
um Dalbrautarreitsins og sótti það í
fyrstu einungis um að byggja á lóð-
inni Dalbraut 4. Fyrirtækið hefur
hins vegar nú fengið svæðinu út-
hlutað í heild sinni og hyggst reisa
hús á öllum fjórum lóðum bygg-
ingareitsins. „Við byrjum á Dal-
braut 4 og munum því næst hefja
framkvæmdir á lóðinni Þjóðbraut
3, sem einnig verður fimm hæða
bygging sem myndar „L“ líkt og
öll húsin á reitnum. Á neðstu hæð
Þjóðbrautar 3 verður verslunar-
rými, sem búið er að ráðstafa, en
íbúðir á efri hæðunum líkt og þessu
fyrsta. Næst í framkvæmdaröð-
inni verður sambærilegt hús á lóð-
inni Þjóðbraut 5 og endað á fjög-
urra hæða húsi á lóðinni Dalbraut
6 þar sem ÞÞÞ húsið stendur núna.
Það hús mun nýtast okkur meðan
á byggingaframkvæmdum við hin
húsin stendur, en verður að end-
ingu rifið áður en nýtt hús verður
byggt á lóðinni,“ segir Jón Ágúst
Garðarsson í samtali við Skessu-
horn. Að sögn Sædísar Alexíu Sig-
urmundsdóttur, verkefnastjóra hjá
Akraneskaupstað, mun Fimleika-
félag Akraness einnig hafa aðstöðu
á neðri hæð ÞÞÞ hússins þar til nýtt
fimleikahús verður tekið í notkun
við Vesturgötu um næstu áramót.
Löng forsaga
Fjölmenni var viðstatt þegar tekn-
ar voru fyrstu skóflustungurnar að
Dalbraut 4; bæjarfulltrúar og emb-
ættismenn auk hóps félaga úr FEB-
AN og byggingaverktaka. „Þetta
er gleðidagur fyrir okkar félag,“
sagði Viðar Einarsson, formaður
félagsins, í samtali við Skessuhorn.
Áður en mannskapurinn mundaði
stunguskóflur til að hefja verkið
með táknrænum hætti sagði Sævar
Freyr Þráinsson bæjarstjóri nokk-
ur orð. Rifjaði hann upp að það
var árið 2014 sem Akraneskaup-
staður keypti Dalbrautarreitinn af
Bifreiðastöð ÞÞÞ. „FEBAN hafði
lengi vantað stærra og varanlegt
húsnæði fyrir starfsemi sína og var
horft til þess að á svæðinu myndi
slík aðstaða verða. Skipaðir voru
starfshópar og boðað til íbúaþings
undir formerkjunum „Farsæl öldr-
un.“ Einn afrakstur íbúaþings var
að fólk kallaði eftir fjölbreyttu bú-
setuúrræði sem hentaði hverjum og
einum. Eldri borgarar vildu raun-
hæft val um að búa heima, í dvalar-
rými eða í þjónustuíbúð. Hér mun
því auk félagsaðstöðu rísa glæsileg-
ar íbúðablokkir sem henta þessum
aldurshópi í samfélaginu okkar,“
sagði Sævar Freyr. Færði hann fjöl-
mörgum aðilum þakkir fyrir þeirra
hlut í undirbúningi þess að verk-
efnið er að komast á framkvæmda-
stig. Meðal annars forsvarmönn-
um FEBAN; bæjarstjórn auk fyrr-
verandi bæjarstjórn og embættis-
mönnum bæjarfélagsins. Sérstakar
þakkir færði hann Ólafi Adolfssyni
fyrir hans hlut í málinu, „en hann
hefur sýnt mikla pólitíska forystu
í framgangi þessa verkefnis,“ sagði
Sævar Freyr. mm
Framkvæmdir hefjast á Dalbrautarreitnum á Akranesi
Jón Ágúst Garðarsson
framkvæmdastjóri
Bestla ehf.
Hópur fólks hóf verkefnið með táknrænum hætti og mundaði skóflustungurnar. Bæjarstjórn, embættismenn, framkvæmdastjóri Bestla og fulltrúar FEBAN.
Skipulag Dalbrautarreitsins. Byggingafélagið Bestla ehf. mun byggja öll fjögur
húsin sem rísa á reitnum.
Hér er horft yfir væntanlegt framkvæmdasvæði. Fyrsta húsið á reitnum mun rísa
á Dalbraut 4, annað í röðinni verður hús á Þjóðbraut 3, þá Þjóðbraut 5 og loks
Dalbraut 6 þar sem ÞÞÞ húsið stendur nú.