Skessuhorn


Skessuhorn - 27.02.2019, Side 11

Skessuhorn - 27.02.2019, Side 11
MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2019 11 Aukin urðun í Fíflholtum Mat á umhverfisáhrifum Drög að tillögu að matsáætlun Sorpurðun Vesturlands hf. hefur frá því í desember 1998 rekið urðunarstað í landi Fíflholta á Mýrum. Núgildandi starfsleyfi urðunarstaðarins heimilar móttöku og urðun allt að 15.000 tonna af úrgangi á ári. Vegna aukningar á magni úrgangs til urðunar hefur stjórn Sorpurðunar Vesturlands hf. ákveðið að sækja um nýtt starfsleyfi sem veiti heimild til urðunar á allt að 25.000 tonnum á ári í núverandi urðunar- reit. Þessi aukning urðunar fellur undir tölul. 11.02 og 13.01 í 1. viðauka laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum og skal því háð mati á umhverfisáhrifum, sbr. 1. mgr. 5. gr. sömu laga. Sorpurðun Vesturlands hf. vinnur að mati á umhverfisáhrif- um aukinnar urðunar í samræmi við framanskráð í samvinnu við Umhverfisráðgjöf Íslands ehf. (Environice) í Borgarnesi. Nú liggja fyrir drög að tillögu að matsáætlun og gefst al- menningi kostur á að koma á framfæri athugasemdum við þau fram til 14. mars 2019. Eftir þann tíma verður tillaga að matsáætlun send Skipulagsstofnun til afgreiðslu, sbr. 17. gr. rgl. nr. 60/2015 um mat á umhverfisáhrifum. Allir geta kynnt sér tillögudrögin á vefsíðum Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (www.ssv.is) og Umhverfisráð- gjafar Íslands ehf. (www.environice.is). Skriflegar ábending- ar og athugasemdir skulu berast í síðasta lagi 14. mars 2019 á netfangið stefan@environice.is eða í pósti á heimilisfangið: Umhverfisráðgjöf Íslands ehf. v/ sorpurðunar í Fíflholtum Bjarnarbraut 8 310 Borgarnes SK ES SU H O R N 2 01 9 FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ www.frumherji. is Stykkishólmur 2019 Bifreiðaskoðun verður hjá Bílaverkstæðinu Dekk & Smur, Nesvegi 5 Fimmtudaginn 7. mars Föstudaginn 8. mars Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00 Tímapantanir í síma 438 – 1385 S K E S S U H O R N 2 01 9 VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Setjum undir á staðnum Dráttarbeisli Nú stendur til að opna nokkurs- konar hestamiðstöð í Grundarfirði, en Lárus Ástmar Hannesson ásamt fjölskyldu sinni hefur fest kaup á hesthúsi sem er sambyggt reiðhöll- inni í Grundarfirði. Lárus kaup- ir hesthússhlutann af byggingunni en Hesteigendafélag Grundarfjarð- ar mun áfram eiga sinn hlut í reið- höllinni sjálfri ásamt millibygging- unni. Lárus Ástmar og fjölskylda ætla að opna hestamiðstöð þar sem áhersla verður lögð á tamn- ingar, þjálfun, kennslu og afþrey- ingu fyrir ferðamenn. „Þarna verð- ur hægt að koma og fræðast um ís- lenska hestinn ásamt því að fara á bak,“ segir Lárus í stuttu spjalli við Skessuhorn. „Þetta verður gert í góðu samstarfi við Hesteigenda- félag Grundarfjarðar. Við fáum af- not af reiðhöllinni og munum ger- ast meðlimir í félaginu,“ bætir hann við. Heiðar Þór Bjarnason, formað- ur Hesteigendafélagsins, er mjög ánægður með þessa þróun. „Þetta er mjög spennandi fyrir félagið og eykur möguleikana í hestamennsku hér á svæðinu,“ sagði Heiðar við þetta tilefni. tfk Hyggja á opnun hestamið- stöðvar í Grundarfirði Við undirskriftina í Fákaseli föstudaginn 22. febrúar. F.v. Friðrik Tryggvason, María Alma Valdimarsdóttir, Heiðar Þór Bjarnason og Lárus Ástmar Hannesson. Þrír línubátar sem allir eru í eigu Einhamars í Grindavík, róa þessa dagana á mið Breiðafjarðar og landa í Ólafsvík. Þetta eru bátarn- ir Gísli Súrsson, Auðunn Vésteins og Vésteinn GK. Pétur Bogason hafnarvörður segir að hann hafi heyrt að fiskurinn sem veiðist í firðinum henti betur í vinnsl- una hjá Einhamri en sá fiskur sem veiðist fyrir sunnan land. Sá þykir heldur stór fyrir vinnsluna auk þess sem veður og straum- ar hafa haft áhrif á þessa ákvörð- un útgerðar Einhamars og reynd- ar fleiri línubáta sem fært hafa sig til Snæfellsbæjar að undanförnu. Veiði á þeim hefur verið með ágætum, að sögn Péturs hafnar- varðar, sem bætir því við að annar stór línubátur frá Kambi íz Hafn- arfirði hafi verið að landa í Rifi. Það er Kristján HF-100, nýlegur bátur sem komið hefur að landi með fínan afla að undanförnu. Aðspurður um aflabrögð segir Pétur að þau hafi verið mjög góð að undanförnu og hefur til dæm- is heimabáturinn Bárður SH ver- ið að fá í kringum 40 tonn á dag og tvílandað. Þrátt fyrir leiðindaveður að undanförnu hefur því verið nóg að gera í Ólafsvíkurhöfn. Í gær- morgun kom línubáturinn Páll Jónsson GK til löndunar. Starfs- menn Fiskmarkaðar Snæfellsbæj- ar sáu um löndun úr bátnum. Að sögn Andra Steins Benediktssonar framkvæmdastjóra var aflinn um 73 tonn og var honum öllum ekið til Grindarvíkur í vinnslu hjá Vísi ehf. sem á og gerir út Pál Jónsson. af Línubátunum fjölgar sem landa í Snæfellsbæ Kristján HF landaði í Rifi. Handtökin voru mörg við löndun úr Páli Jónssyni GK í gær. Þá var einnig tekin olía og vistir um borð. Þrír bátar Einhamars í Ólafsvíkurhöfn. Þeir eru allir beitningsvélarbátar.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.