Skessuhorn


Skessuhorn - 27.02.2019, Page 12

Skessuhorn - 27.02.2019, Page 12
MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 201912 Síðastliðinn miðvikudag var fjöldi ungmenna saman kominn í Klifi í Ólafsvík, en þá var fór fram und- ankeppni Samfés fyrir Vesturland. Keppnin sjálf verður svo hald- in í Laugardalshöllinni 23. mars. Níu félagsmiðstöðvar sendu full- trúa sína á skemmtunina. Voru þær frá Ólafsvík, Grundarfirði, Stykkishólmi, Búðardal, Reykhól- um, Hólmavík, Akranesi, Borgar- nesi og Hvalfjarðarsveit. Alls voru þetta um 250 unglingar og voru ellefu atriði sem tóku þátt í undan- keppninni. Dómnefnd skipuðu þau Gunnsteinn Sigurðsson, Guðríð- ur Sirrý Gunnarsdóttir og Nanna Þórðardóttir. Á meðan dómnefnd- in kom sér saman um hvaða lög færu áfram fyrir hönd Vesturlands steig Elva Björk Jónsdóttir á svið og söng tvö lög. Elva sigraði Sam- Vest í fyrra og hafnaði í þriðja sæti í söngkeppni Samfés. The Coff- in, rokkhljómsveit frá Akranesi, var einnig með skemmtiatriði fyrir áhorfendur. Af þeim ellefu atriðum sem tóku þátt voru það Signý María úr félagsmiðstöðinni Óðali í Borgar- nesi og Davíð Svanur Hafþórsson og Hjörtur Sigurðsson úr félags- miðstöðinni Afdrepi í Snæfellsbæ sem báru sigur úr býtum. Signý María flutti lagið Make you feel my love með Adele en Davíð og Hjörtur fluttu frumsamið lag sem þeir nefna Takk fyrir. Eftir söngkeppnina var dans- leikur fyrir alla unglingana þar sem Ragga Hólm tryllti lýðinn ásamt Naglasúpunni sem mætti og tók nokkur lög. mm/þa Undankeppni Samfés fór fram í Ólafsvík Atriði Óðals og Afdreps verður framlag Vesturlands í ár Sigurvegarar með verðlaun sín ásamt fulltrúum dómnefndar. Ljósm. þa. Bifreiðaverkstæði Borgarfjarð- ar hefur verið opnað í Sólbyrgi í Borgarfirði og verður rekið af Ein- ari Pálssyni, garðyrkjubónda í Sól- byrgi. Einar er bifvélavirki og vél- stjóri að mennt og starfaði við þær greinar áður en hann flutti í Sól- byrgi árið 2008 og gerðist garð- yrkjubóndi. Frá árinu 2013 hef- ur jarðarberjaræktun verið aðal at- vinnugrein Einars en síðustu tvö ár hafa tekjur fyrir þá ræktun ekki staðið nógu vel undir kostnaði. „Það hefur ekki blásið sérstaklega byrlega með garðyrkjunni síðustu tvö árin eða svo. Okkur hefur verið haldið kverkataki af Rarik og þurft- um að finna leið til að auka inn- komuna,“ segir Einar. Aðspurður segir hann aðstöð- una á verkstæðinu góða og þar get- ur hann tekið að sér allar almenn- ar bifvélaviðgerðir. „Ég er með 300 fermetra skemmu, tvær lyftur og öll tæki og tól sem til þarf. Stefnan er svo að græja dráttarbíl eða bíla- flutningabíl og bjóða upp á að sækja bilaða bíla fyrir ferðamenn og aðra sem gætu þurft á að halda,“ segir Einar og bætir því við að hann telji þörf fyrir að auka slíka þjónustu í Borgarfirði samhliða fjölgun ferða- manna. Einar segist þó ekki vera hættur í garðyrkjunni og áfram verður hægt að fá jarðarberin góðu í Sólbyrgi. „Við höldum áfram að rækta og taka á móti ferðamönnum og stefnum á að auka það enn frek- ar. En við þurfum að hafa tekjur tólf mánuði ársins, en ekki bara í fjóra, og verkstæðið er því fín við- bót og við ætlum bara að láta þetta allt vinna saman,“ segir Einar. arg Bifreiðaverkstæði Borgar- fjarðar opnað í Sólbyrgi Einar Pálsson hefur opnað Bifreiðaverkstæðið Borgarfjarðar í Sólbyrgi. Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson hef- ur óskað eftir því að stíga til hlið- ar sem formaður Bændasamtaka Ís- lands. Sindri hefur gegnt starfinu frá árinu 2013, en tekur í apríl við nýju starfi svæðisstjóra Arion banka á Vesturlandi með aðsetur í Borg- arnesi. Í ljósi þess mun hann láta af öllum trúnaðarstörfum fyrir sam- tök bænda. Frá þessu er greint í til- kynningu frá Arion banka. „Um þessar mundir er ég búinn að starfa að félagsmálum bænda í um tuttugu ár. Þetta hefur verið lærdómsríkur tími og gríðarmiklar breytingar orðið. Þau sex ár sem ég hef verið formaður Bændasamtak- anna hafa verið annasöm og krefj- andi en umfram allt skemmtilegur tími. Oft hefur blásið hressilega á móti í umræðu um landbúnaðar- mál en alltaf er jafn ánægjulegt að sjá hvað velvild almennings er mik- il gagnvart íslenskum bændum,“ er haft eftir Sindra á vef Bænda- samtakanna. „Á þessum tíma hef ég kynnst mikið af fólki úr öllum greinum samfélagsins, með mis- munandi skoðanir á öllu því sem tengist landbúnaði. Öllu þessu fólki vil ég þakka gott samstarf og hressileg skoðanaskipti. Samstarfs- fólki mínu og framvarðasveit land- búnaðarins þakka ég kærlega fyrir frábært samstarf.“ Fyrsti kvenformaðurinn Við formannsstarfinu í BÍ tek- ur Guðrún Tryggvadóttir, bóndi í Svartárkoti í Bárðardal í Suð- ur-Þingeyjarsýslu. Hún tekur við starfinu föstudaginn 1. mars næst- komandi, en hún er núverandi varaformaður samtakanna. Guðrún verður fyrsta konan til að gegna formennsku í Bændasamtökum Ís- lands, allt frá því þau voru stofn- uð undir nafninu „Suðuramts- ins húss- og bústjórnarfélag“ árið 1837. Bændasamtökin í núverandi mynd voru stofnuð árið 1995 í kjöl- far sameiningar Stéttarsambands bænda og Búnaðarfélags Íslands. Guðrún er kennari að mennt en rekur sauðfjárbú í Svartárkoti með systur sinni og fjölskyldum þeirra. Þar er einnig rekið menn- ingar- og fræðslusetur, auk ferða- þjónustu að Kiðagili í sömu sveit. Við formannaskiptin verður einnig breyting á stjórn samtakanna. Guð- rún Lárusdóttir, bóndi í Keldudal í Hegranesi og formaður Búnaðar- sambands Skagfirðinga, tekur sæti í aðalstjórn frá 1. mars. kgk Formannsskipti hjá Bændasamtökum Íslands Sindri ráðinn svæðisstjóri Arion banka á Vesturlandi Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, fráfarandi formaður Bændasamtaka Íslands. Ljósm. frá því í haust og tekin við Bakkakotsdilkinn í Þverárrétt. Fasteignasalan Valfell hefur nú aug- lýst til sölu tveggja og þriggja her- bergja íbúðir í nýju fjölbýlishúsi við Borgarbraut 57, í miðbæ Borgar- ness, en þær eru ætlaðar fyrir 60 ára og eldri. Húsið er sjö hæða lyftuhús byggt af fyrirtækinu Húsum og lóð- um ehf. Á jarðhæð hússins verður Borgarverk með sínar skrifstofur. Þá er innangengt á jarðhæðinni frá fjöl- býlishúsinu og inn á Hótel B59 við hliðina þar sem auk hótels er veit- ingastaður, líkamsræktaraðstaða, snyrtistofa og fleira. Í lýsingu á íbúðum í fjölbýlishús- inu segir m.a.: „Íbúðunum fylgir ís- skápur og uppþvottavél í eldhúsi, auk þvottavélar og þurrkara í bað- herbergi. Íbúðirnar eru ríkulega búnar og fallegt útsýni.“ Öllum íbúðum fylgir geymsla í kjallara og þar verður einnig bílastæði fyrir 15 bíla en stæðin verða seld sér. Af- hending íbúðanna er áætluð frá 1. maí næstkomandi. mm Íbúðir í nýju fjölbýlishúsi boðnar til sölu Svipmynd úr sýningaríbúð. Fjölbýlishúsið við Borgarbraut 57.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.