Skessuhorn


Skessuhorn - 27.02.2019, Síða 13

Skessuhorn - 27.02.2019, Síða 13
MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2019 13 Landstólpinn Viðurkenning Byggðastofnunar Sími 455 54 00 Fax 455 54 99 postur@byggdastofnun.is byggdastofnun.is Landstólpinn Samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar er viðurkenning sem Byggðastofnun veitir árlega á ársfundi sínum. Viðurkenningin er hvatning, því hugmyndin að baki er að efla skapandi hugsun og bjartsýni. Landstólpinn er veittur einstaklingi, fyrirtæki eða hóp/verkefni á vegum fyrirtækis eða einstaklinga, fyrir framtak sem vakið hefur athygli á byggðamálum, landsbyggðinni í heild, eða einhverju tilteknu byggðarlagi og þannig aukið veg viðkomandi samfélags. Hér með er lýst eftir tillögum um handhafa Landstólpans 2019. Dómnefnd velur úr þeim tillögum sem berast. Hafa má í huga hvort viðkomandi hafi: - gefið jákvæða mynd af landsbyggðinni eða viðkomandi svæði - aukið virkni íbúa eða fengið þá til beinnar þátttöku í verkefninu - aukið samstöðu og jákvæðni íbúa - dregið að gesti með verkefni eða umfjöllun sinni Ekki er nauðsynlegt að öllum þessum atriðum sé fylgt eftir, heldur séu þau höfð til hliðsjónar. Nauðsynlegt er að rökstuðningur fylgi tilnefningunni. Viðurkenningunni fylgir listmunur hannaður af íslenskum listamanni. Tillögur sendist á netfangið: landstolpinn@byggdastofnun.is Nánari upplýsingar gefur Eva Pandora Baldursdóttir, s.4555400. Frestur til að til að koma tillögum til skila rennur út föstudaginn 15. mars 2019 Bjarni Harðarson, rithöfundur og bóksali, tekur Njálu til umfjöllunar í nýrri sýningu sem frumsýnd verður í Landnámssetri Íslands laugardaginn 2. mars næstkomandi. Í Njálu Bjarna Harðarsonar verður fjallað um kyn- þáttaóeirðir í fjölmenningarsam- félagi Íslands á 10. öld og hlutverk þeirra í átökum og atburðarás sög- unnar. Meðal annars verður varpað fram þeim spurningum hvort Njáll á Bergþórshvoli hafi verið byltingar- leiðtogi og hvort Gunnar vinur hans á Hlíðarenda hafi verið lágvaxinn og heyrnasljór írskur prins. „Aldrei í friði fyrir einhverjum skríl“ Bjarni segir að um einleik eða sögu- sýningu sé að ræða, í anda ýmissa verka sem hafa verið færð á fjal- ir Söguloftsins í gegnum tíðina. „Stíllinn er svipaður og í til dæm- is Egilssýningum og fleiri sem hafa verið sýndar í Landnámssetrinu. Nema hvað að í Njálu verður ekki lögð höfuðárhersla á að rekja sög- una í smáatriðum, þó auðvitað verði komið inn á söguþráðinn, heldur verður leitast við að skýra Njálu út frá nýjum kenningum þess efnis að á bakvið Njálu sé í raun saga af kyn- þáttaóeirðum,“ segir Bjarni í samtali við Skessuhorn. Hann segir lands- menn fram til þessa hafa verið svo- lítið lokaða í skilningi sínum á þess- um heimi, samfélagi Íslands á sögu- öld. „Það var litið svo á að á þess- um tíma hafi búið hér alnorrænt og einsleitt samfélag. En það er nú eðli samfélaga sem eru að byggjast upp að þau eru einmitt byggð upp af ólíkum þjóðum. Landnáma segir að Gunnar Hámundason hafi verið af írskum konungaættum. Þó auðvi- tað standi að honum aðrar ættir þá var það þannig í þessu samfélagi að þegar spurningin var hvaða menn- ingarheimi einhver tilheyrði, þá var það karlleggurinn sem gilti og í beinan karllegg var Gunnar kom- inn af Írakonungum,“ segir hann. „Þegar maður áttar sig á þessu þá fer að skýrast svolítið hvers vegna fer jafn illa fyrir Gunnari og sagt er frá í Njálu. Hann er aldrei í friði fyr- ir einhverjum skríl sem er alltaf að ráðast að honum. Þarna sjáum við bara þetta venjulega; þessar klass- ísku rasistabullur sem tilheyra allt- af samfélaginu og svo aðra sem vilja Gunnari vel.“ Keltarnir ósýnilegir „Engu að síður þá er þessi mun- ur og kannski ákveðið réttleysi í þessu samfélagi. Við sjáum í raun- inni það sama í seinni hluta sögunn- ar þegar kemur að Njáli. Þó hann hafi sjálfur verið af norrænum ætt- um þá er hann foringi í mjög stórri Keltabyggð, sem enginn vafi er á að Landeyjarnar voru. Það segir okk- ur heilmikið að þrátt fyrir að þessi stóra saga hverfist mikið um bæinn Bergþórshvol í Landeyjum að þá er aldrei minnst á það fólk sem byggir aðra bæi Landeyjanna. Keltarnir þar eru nafnlausir og ósýnilegir, en við fáum að vita fullt af nöfnum annarra Rangæinga,“ segir Bjarni. „Þetta er kannski að einhverju leyti svipað og saga 19. og 20. aldar Íslendinga í Vesturheimsbyggðum. Þeir bjuggu þar í stórum samfélögum innan um aðrar þjóðir, en segja aðeins frá sinni eigin þjóð. Það sama er uppi á ten- ingnum í Njálu. Keltarnir tala aðra tungu og þó að Íslendingasögurnar kannist aldrei við tungumálaörðug- leika þá er útilokað annað en að þeir hafi átt sér stað,“ segir Bjarni. Hann segir síðan að það sé flók- ið að skilja stöðu Njáls Þorgeirs- sonar. „Hvernig má það vera að það sé einn norrænn maður á svört- um sandi Landeyjanna, þar sem búa bara Keltar? Af hverju heyr- um við aldrei af nágrönnum hans? Eini Landeyingurinn sem við vitum nafnið á er Höskuldur, fóstursonur Njáls. Ævi hans verður harla stutt því eins og lesendur Njálu muna þá drápu Njálssynir hann mjög fljót- lega og seinni hluti sögunnar hverf- ist um það. Sagan af Njálsbrennu er saga af átökum milli þjóða og átök- um um völd. Það er allavega margt sem bendir til þess,“ segir Bjarni. „Alltaf að lesa þessa helvítis bók“ En hvað varð til þess að Bjarni fór að velta þessum hlutum fyrir sér í samhengi sögunnar? „Það fylgir því svolítið að vera Sunnlendingur að við erum alltaf að lesa þessa helvít- is bók,“ segir Bjarni léttur í bragði. „En til að skilja bók til hlítar þá þarf að lesa hana svo oft og mikið að maður fái að lokum verki og að hver einasta setning veki hjá manni ónot og pirring,“ bætir hann við. „Það eru líka eðlileg viðbrögð hjá okkur Árnesingum. Við göngum alltaf hálf sakbitnir yfir atburðum Njáls sögu. Þegar spurt er hverjir drápu Gunn- ar þá voru það við Haukdælir. Ég er alinn upp í Biskupstungum, sem var auðvitað höfuðvígi okkar Haukdæla og það er fólkið sem réði Gunnari bana,“ segir Bjarni. „En upphaflega þá eru það sem sagt alls konar grín- kenningar sem hafa skapað þessa söguskoðun. Ég mun koma inn á það líka í sýningunni. Afleiðingin er engu að síður sú að maður fer að sjá ýmislegt sem maður sá alls ekki við fyrsta eða annan lestur,“ seg- ir hann og rifjar upp bók sem hann skrifaði fyrir nokkrum árum, í orða- stað Marðar Valgarðssonar, goða á Ragnárvöllum og eins af höfuðpers- ónum Njálu. „Mér fannst Mörður reyndar alltaf vera bölvaður þrjótur en við erum það nú kannski öll inn við beinið. Mér þótti allavega tíma- bært að skoða söguna út frá hans sjónarhóli. Þá kemur kristnitakan inn í þetta og fleira, því Njálssaga er líka helgirit, þar sem Mörður er djöfullinn. Það er engin tilviljun, því þó hann hafi tekið kristni að nafninu til, þá er hann fulltrúi heiðindóms- ins. Ég stend nú sjálfur utantrú- félaga og finnst oft og tíðum aðdáun manna á kristnitöku Íslendinga vera byggð á miklum misskilningi,“ seg- ir Bjarni. Kubbarnir í púslinu falla saman „En þegar maður fer að velta þessu fyrir sér þá áttar maður sig á að í Njálu eru greinilega ólíkir hags- munahópar. Þá verður maður að spyrja sig; bíddu, hvar voru Keltarn- ir? Við vitum að þeir voru þarna og að þeir voru kristnir. En þeir voru ekkert hafðir með í sögunni. Þá verður þessi rasíska hlið samfélags- ins augljós,“ segir hann. „Það hjálp- aði mér að ég dvaldi í Afríku þeg- ar ég skrifaði um Mörð. Afríka er mjög lærdómsrík til að skilja okk- ar gamla samfélag, vegna þess að þar ríkir ennþá samskonar feðra- veldi og var hér. Þó að konur hafi haft ákveðna stöðu, þá var Ísland til forna feðraveldi og mjög víða í heiminum er það enn þannig. Síð- an er annað sem einkennir öll Afr- íkulönd sem ég hef heimsótt, það er þessi spenna milli þjóðernis- hópa. Það var eiginlega Afríku að þakka að þetta rann upp fyrir mér. Ég var í smábæ í Senegal, gekk með Njálu á mér allan daginn, alla daga og reyndi að skilja Mörð Valgarðs- son eða jafnvel að vera Mörður. Ég var einn þarna úti og gat ekki talað við neinn, því blessunarlega kann ég ekki frönsku. Það er stundum hollt að vera þar sem maður getur ekki talað við nokkurn mann,“ segir Bjarni. „Það var þetta afríska samfé- lag, þetta dýnamíska samfélag með alla sína þjóðernisspennu sem opn- aði fyrir mér að þetta ættum við að máta við fornsögurnar. Þá allt í einu féllu kubbarnir saman,“ segir hann. „Síðan hefur mér fundist seinna að við séum farin að sjá enn fleiri kubba í þessu púsli,“ segir Bjarni og nefnir að það nýjasta í þeim efnum tengist byggð Sama á Íslandi. „Bergsveinn Birgisson er að mínu viti einn okk- ar merkasti fræðimaður á þessu sviði núna. Hann kemur inn á margt af þessu í sögunni um Svarta víkinginn. Eftir stendur að ég held að við sem þjóð séum smám saman að öðlast nýjan skilning á Gullöldinni, mjög áhugaverðan skilning sem við eig- um ekki að vera feimin við að ræða. Þetta vekur okkur til umhugsunar og dregur fram áhugaverða mynd af samfélagi sem var,“ segir hann. Vona að veki gesti til umhugsunar „Þetta er auðvitað eitthvað sem við getum ekki ætlað forfeðrum okkar að hafa séð; að Gunnar Hámund- arson, þessi ljóshærða og glæsi- lega hetja, væri ekki ein af norræn- um hetjunum heldur að hann væri í einhverjum allt öðrum hópi en við vildum samsama okkur við,“ seg- ir hann. „Alltaf hefur til dæmis ver- Njála Bjarna Harðar frumsýnd á laugardaginn „Eigum að efast um þær myndir í dag sem við drógum upp í gær“ ið fjallað um að forfeður vorir hafi haldið þræla, en ekki sá skilning- ur að við séum komin af þrælum, nú eða að forfeður okkar hafi ver- ið herleiddir hingað af vondu fólki. En auðvitað er það jafn rétt. Auð- vitað erum við ekkert minna komin af þrælunum en norrænum mönn- um, eins og rannsóknir læknavís- indanna hafa verið að renna stoðum undir síðustu ár, sem og rannsóknir fornleifafræðinnar,“ segir Bjarni, en allt saman verður þetta til umræðu á Njálusýningu hans í Landnáms- setrinu. „Mín von er sú að þessi sýn- ing veki gesti til umhugsunar. Það er margt í þessu sem við getum ekki sagt um með vissu, en við getum velt því fyrir okkur að kannski hafi hlut- irnir verið svona og kannski hinseg- in. Það er vert að hugsa um það. Við eigum alltaf að efast um alla hluti og efast um þær myndir í dag sem við drógum upp í gær. Þannig komumst við eitthvað áfram,“ segir Bjarni Harðarson að endingu. kgk Bjarni Harðarson, rithöfundur og bóksali. Ljósm. Landnámssetur Íslands. Bjarni ásamt Atla bróður sínum í góverska bókakaffinu í Calangute á Indlandi, sem mætti kalla systur- fyrirtæki Bókakaffisins hans Bjarna á Selfossi.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.