Skessuhorn


Skessuhorn - 27.02.2019, Side 16

Skessuhorn - 27.02.2019, Side 16
MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 201916 Kristján Þór Júlíusson landbúnað- arráðherra hefur kynnt í samráðs- gátt stjórnvalda frumvarp sem ger- ir innflutningsfyrirtækjum kleift að flytja inn hrátt ófrosið kjöt, fersk egg og ógerilsneyddar mjólkurvör- ur frá og með 1. september á þessu ári. Ákvörðunin er byggð á niður- stöðu hæstaréttardóms og með vís- an í ESB reglugerð. Verslunar- og innflutningsaðilar hafa sótt það afar stíft að reglur um innflutning mat- væla verði rýmkaðar. Frumvarp- ið mætir hins vegar einarðri and- stöðu bænda og er nú auk þess boð- að í trássi við varnaðarorð lækna og vísindamanna. Samhliða frumvarp- inu um innflutning kynnir ráðherra aðgerðaáætlun í tólf liðum sem ætl- að er að efla matvælaöryggi, tryggja vernd búfjárstofna og bæta sam- keppnisstöðu innlendrar matvæla- framleiðslu. „Það eru mikil vonbrigði að landbúnaðarráðherra skuli gefast upp í baráttunni við að halda uppi rétti okkar Íslendinga til að verja lýðheilsu og íslenska búfjárstofna,“ segir í yfirlýsingu Bændasamtaka Íslands. „Bent hefur verið á að auk- inn innflutningur muni fjölga sýk- ingum í mönnum, ógna viðkvæm- um búfjárstofnum og auka líkurn- ar á því að nær alónæmar bakteríur nái hér fótfestu. Ábyrgð ráðherra er mikil og furðulegt að ríkisstjórn, sem hefur talað um á tyllidögum að efla íslenska matvælaframleiðslu, skuli fara fram með þessum hætti. Bændasamtökin lýsa fullri ábyrgð á hendur stjórnvöldum í málinu.“ Þá segir í yfirlýsingu BÍ að hags- munum landbúnaðarins sé nú fórn- að fyrir heildsala sem vilja flytja inn erlendan mat í stórum stíl. „Við- skiptahagsmunir eru teknir fram yfir heilbrigðisrök. Búfjárheilsa er látin lönd og leið og bitlausar varn- ir í aðgerðaáætlun landbúnaðarráð- herra duga skammt. Það er þver- stæða að kynna til sögunnar að- gerðaáætlun til að auka matvæla- öryggi á sama tíma og innflutning- ur á hráu ófrosnu kjöti, eggjum og ógerilsneyddum mjólkurafurðum er heimilaður. Við eigum hreina og heilbrigða búfjárstofna og erum heppin að því leyti að matvælasýk- ingar eru fátíðar hérlendis. Það er beinlínis skylda okkar að viðhalda þeirri góðu stöðu,“ segir forysta bænda. Eftir á að koma í ljós hvort og þá hvernig Alþingi bregst við fram- varpi landbúnaðarráðherra. Í við- tali við Sigurð Inga Jóhannsson, dýralækni og ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála, á Bylgjunni í síðustu viku, útilokaði hann ekki að lýðheilsa yrði tekin fram yfir sjónarmið frjáls innflutnings á land- búnaðarvörum. Um málið er því ekki pólitísk sátt innan ríkisstjórn- arflokkanna. Þá segir Sindri Sigur- geirsson, formaður Bændasamtaka Íslands: „Nú kemur málið til kasta Alþingis og við getum ekki annað en treyst því að kjörnir fulltrúar þjóðarinnar standi með almanna- hagsmunum og komi í veg fyrir að frumvarpið fari í gegn óbreytt.“ mm Ráðherra kynnir frumvarp um innflutning ferskra matvæla Um 250 manns sóttu opinn fund sem Kristján Þór Júlíusson, sjáv- arútvegs- og landbúnaðarráð- herra, hélt á mánudagskvöld- ið í félagsheimilinu Þingborg í Hraungerðishreppi. Tilefni fundarins var frumvarp sem birt hefur verið í samráðsgátt stjórn- valda varðandi innflutning á m.a. ófrystu kjöti. Með frumvarpinu telur ráðherra sig vera að bregð- ast við dómum Hæstaréttar Ís- lands og EFTA-dómstólsins. Á fundinum fór ráðherra ítarlega yfir tilurð málsins og viðbrögð stjórnvalda en í kjölfarið gafst fundarmönnum tækifæri til að beina spurningum til ráðherra. Mæting sunnlenskra bænda á fund- inn bendir ótvírætt til að bændur hafa verulegar áhyggjur af áhrifum frumvarpsins á stétt sína, matvæla- öryggi og samkeppni. „Mér finnst vera að skapast meiri skilningur á þeirri staðreynd að stjórnvöld þurfa að bregðast við þeirri stöðu sem uppi er,“ sagði ráðherra. „Jafnframt að allir að- ilar; hvort sem það eru bændur, stjórnvöld eða aðrir, sameinist í því verkefni að setja upp öflugar varn- ir til hagsbóta fyrir íslenskt samfé- lag. Um leið þurfum við að sam- eina krafta okkar í því að draga fram óumdeilda kosti innlendrar matvælaframleiðslu umfram það sem innflutt er þannig að íslensk- ar vörur verði fyrsti kostur allra neytenda. Ég er sannfærður um að þetta mun takast,“ sagði Kristján Þór á fundinum. Ráðherrann mun á næstu dög- um halda fleiri fundi um landið til að kynna frumvarpið. Meðal ann- ars er fyrirhugaður fundur á Hótel Hamri í Borgarnesi mánudaginn 4. mars klukkan 20:30. Bændum og öðrum hagsmuna- aðilum er jafnframt bent á að frumvarp ráðherrans er nú til um- sagnar í Samráðsgátt stjórnvalda og rennur frestur til að skila inn athugasemdum út miðvikudaginn 6. mars nk. mm Sunnlenskir bændur fjöl- menntu á fund vegna inn- flutnings landbúnaðarvara Svipmynd af fjölmennum fundi bænda með ráðherra í Þingborg sl. mánudagskvöld. Þeir Hjalti Allan Sverrisson og Ket- ilbjörn Benediktsson komu færandi hendi á skoðunarstöð Aðalskoðun- ar í Grundarfirði á dögunum. Til- efnið var að færa Grétari Þór Sæ- þórssyni þakklætisvott fyrir frábæra þjónustu í gegnum tíðina, en hann var að skoða bíla í Grundarfirði í síðasta skipti áður en hann heldur á vit annarra verkefna. Grétar Þór hefur þjónustað og skoðað bifreið- ar á Snæfellsnesi síðustu árin og vildu þeir Hjalti og Bjössi frá Bif- reiðaþjónustu Snæfellsness ehf. og Rútuferðum ehf. færa Grétari þennan þakklætisvott. tfk Færðu skoðunarmanni kveðjugjöf Að morgni þriðjudags í síðustu viku var sandi dreift á helstu gönguleið- ir við ströndina á Arnarstapa. Það var Guðmundur Bjarnason verk- taki sem sandaði með spánýjum sanddreifara. Frá þessu er greint á heimasíðu Umhverfisstofnunar. Jafnframt bar Guðmundur sand á göngustíginn á Svalþúfu. Þá hafa starfsmenn Þjóðgarðsins Snæ- fellsjökuls borið sand á göngu- stíga niður að Djúpalóni, en tölu- verð hálka hefur verið víða í þjóð- garðinum vegna hlýinda undan- farið. Reynt verður að halda fyrr- greindum gönguleiðum greiðum með mokstri og hálkuvörn næstu vikurnar. Vonandi verður hið sama gert um ókomin ár, er haft eftir Jóni Björnssyni þjóðgarðsverði á vef Umhverfisstofnunar. kgk Gönguleiðir sandaðar

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.