Skessuhorn - 27.02.2019, Qupperneq 17
MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2019 17
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
9
Auglýsing um skipulag -
Akraneskaupstaður
Bæjarstjórn Akraness samþykkti 12. febrúar 2019 að
auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akraness
2005-2017 - Flóahverfi, skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samhliða er auglýst breyting á deiliskipulagi.
Breytingin felst m.a. í að landnotkunarreitur A11 er stækkaður
um 3,5 ha. Gróðurbeltum er breytt til samræmis, sýndar eru
tengingar svæðisins við megingatnakerfi og tenging við iðnaðar-
svæði I15. Flutningslína raforku, jarðstrengur, er sýnd norðan
Akrafjallsvegar og austan Flóahverfis að sveitarfélagamörkum.
Breyting á deiliskipulagi Flóahverfis skv. 1. mgr.
43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin felst í að gatnakerfið er stækkað, lóðastærðum
breytt og lóðum fjölgað. Stígar umhverfis svæðið og gróðurbelti
sýnd til leiðsagnar. Nýtingarhlutfalli lóða er breytt.
Bæjarstjórn Akraness samþykkti 11. desember 2018 að
auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017
- Smiðjuvellir, skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samhliða er auglýst breyting á deiliskipulagi Smiðjuvalla.
Breyting á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017 –
Smiðjuvellir skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin felst m.a. í að landnotkunarreitir A9 og A10
eru sameinaðir í reit A8 og skipulagsákvæðum breytt, gert
er ráð fyrir blandaðri landnotkun. Svæði I6 fyrir aðveitustöð
rafveitu er fært til austurs í samræmi við orðinn hlut.
Svæði V9 er leiðrétt til samræmis við rétta afmörkun lóðar.
Engin breyting er gerð á skilmálum.
Breyting á deiliskipulagi Smiðjuvalla vegna
Smiðjuvalla 12-14-16-18-20-22.
Breytingin felst m.a. í að sameina lóðirnar við
Smiðjuvelli 12-22 í eina lóð.
Sameinuð lóð er ætluð sem athafnalóð fyrir
léttan iðnað, þjónustu og skrifstofur.
Breytingatillögurnar verða til kynningar í þjónustuveri kaupstaðarins
að Stillholti 16-18, Akranesi og á heimasíðu Akraneskaupstaðar,
www.akranes.is, frá og með 5. mars nk. til og með 28. apríl 2019.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kost-
ur á að gera athugasemdir við breytingartillögurnar til 28. apríl nk.
Skila skal skriflegum athugasemdum í þjónustuver Akraneskaup-
staðar að Stillholti 16-18, eða á netfangið skipulag@akranes.is.
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Akraneskaupstaðar
Annað mótið í vestlensku móta-
röðinni, Vesturlandsdeildinni, fór
fram á föstudagskvöldið í Faxa-
borg. Keppt var í fjórgangi og
var það Fasteignamiðstöðin sem
styrkti mótið að þessu sinni. Aft-
ur var það Siguroddur Pétursson
sem bar sigur úr býtum á hestinum
Stegg frá Hrísdal, en þeir félagar
höfðu einnig sigur í fjórganginum
í fyrra. Mjótt var á munum bæði í
einstaklings- og liðakeppninni og
mörg stig enn í pottinum. Verður
spennandi að sjá hvað gerist 6. mars
þegar keppt verður í gæðingafimi.
Liðaskjöldurinn í fjórganginum
fór til liðs Skáney/Hestalands. Eft-
ir kvöldið er Söðulsholt efst í sam-
anlegðri liðakeppni með 87 stig,
Stelpurnar í SuperJeep og Sonax í
öðru með 85,5 og Skáney/Hesta-
land í þriðja með 82,5 stig. Í fjórða
sæti er Berg/Hrísdalur og fl. með
74,5 stig en önnur lið eru nokkru
neðar í stigatöflunni.
Úrslit kvöldsins í einstaklings-
keppni:
1. Siguroddur Pétursson og Stegg-
ur frá Hrísdal
2. Ylfa Guðrún Svafarsdóttir og
Prins frá Skúfslæk
3. Randi Holaker og Þytur frá
Skáney
4. Haukur Bjarnason og Ísar frá
Skáney
5-6. Flosi Ólafsson og Selja frá
Gljúfurárholti
5-6. Leifur Gunnarsson og Sveðja
frá Skipaskaga.
iss
Fjórgangskeppni í
Vesturlandsdeildinni
Fyrsta mótið af þremur í KB móta-
röðinni í hestaíþróttum fór fram
á laugardaginn í Faxaborg. Móta-
röðin er bæði einstaklings- og liða-
keppni og voru rúmlega 50 skrán-
ingar. Keppt var í tölti í fimm flokk-
um; barna-, unglinga-, ungmenna-,
fyrsta og öðrum flokki. Einnig var
boðið upp á pollaflokk við mikinn
fögnuð gesta. Næsta mót verður svo
keppni í fjórgangi og fer hún fram
23. mars. Eftirtaldir urðu í þremur
efstu sætum í sínum flokkum:
Barnaflokkur
1. Kolbrún Katla Halldórsdóttir og
Sigurrós frá Söðulsholti
2. Kristín Karlsdóttir og Sóldögg frá
Hamarsey
3. Kristín Eir Hauksdóttir og Sóló
frá Skáney.
Unglingaflokkur
1. Brynja Heiðarsdóttir og Dögun
frá Grundarfirði
2. Andrea Ína Jökulsdóttir og Vala
frá Eystra-Súlunesi
3. Hjördís Helma Jörgensdóttir og
Mía frá Fornusöndum.
Ungmennaflokkur
1. Ísólfur Ólafsson og Eygló frá
Leirulæk
2. Gyða Helgadóttir og Freyðir frá
Mið-Fossum
3. Ásta Guðný Unnsteinsdóttir og
Mylla frá Hvammstanga.
2. flokkur
1. Viktoría Gunnarsdóttir og Kostur
frá Nýjabæ
2.Tinna Rut Jónsdóttir og Kaldi frá
Þrístiklu.
3. Oddur Björn Jóhannsson og
Skjöldur frá Steinum.
1. flokkur
1. Heiða Dís Fjeldsted og Frami frá
Ferjukoti
2. Maria Greve og Óskastund frá
Hafsteinsstöðum
3. Anna Renisch og Aron frá Eyri.
iss
Keppt var í tölti á KB mótaröðinni
Efstu fimm í fyrsta flokki.
Einn af keppendum í pollaflokki, Heiðrún Inga Jóngeirsdóttir
Ísólfur Ólafsson á Eygló frá Leirulæk.
www.skessuhorn.is