Skessuhorn - 27.02.2019, Side 18
MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 201918
Körfuknattleiksfélag Akraness
í samvinnu við Theater Mogul,
stendur fyrir sýningu á hinni geysi-
vinsælu sýningu Hellisbúanum í
Tónbergi á Akranesi föstudaginn 8.
mars næstkomandi. Um er að ræða
fjáröflun fyrir 7.-9. flokk drengja
hjá ÍA. Mun allur ágóðinn af miða-
sölu sýningarinnar renna til æf-
ingaferðar körfuknattleiksdrengj-
anna til Spánar.
Hellisbúinn er einn vinsælasti
einleikur heims og hefur verið sýnd-
ur í meira eitt þúsund borgum í 52
löndum heimsins. Það er Jóel Sæ-
mundsson sem færir Hellisbúanum
nýtt líf í nýrri útfærslu hans og leik-
stjórans Emmu Peirson, en sýning-
in hefur verið endurskrifuð að fullu
og uppfærð. Miðasala á sýninguna
á Akranesi fer fram í Hár-Stúdíói
við Stillholt 16-18. Miðaverð er kr.
4.000 og ágóðinn rennur sem fyrr
segir til æfingaferðar ungra og upp-
rennandi körfuknattleiksdrengja á
Akranesi. kgk
Hellisbúinn verður
sýndur á Akranesi í
næstu viku
Fjáröflun fyrir æfingaferð
körfuknattleiksdrengja hjá ÍA
Kvenfélagið Gleym mér ei kom fær-
andi hendi í Grunnskóla Grundar-
fjarðar á dögunum þegar konurnar
færðu skólanum tíu taflsett að
gjöf fyrir nemendur. Það var Ein-
ar Þór Jóhannsson kennari sem tók
við gjöfinni fyrir hönd skólans en
þær Hrafnhildur Jóna Jónasdóttir,
Helga María Jóhannsdóttir, Dag-
björt Lína Kristjánsdóttir og Bryn-
dís Theodórsdóttir afhentu gjöfina.
Nú geta nemendur teflt við hvern
annan en mikil gróska er í tafl-
mennsku innan skólans. tfk
Kvenfélagið Gleym
mér ei gefur gjafir
Leikdeild Ungmennafélagsins
Skallagríms frumsýndi síðastliðið
föstudagskvöld gamanleikinn Full-
komið brúðkaup eftir Robin Haw-
don í þýðingu Arnar Árnasonar.
Sýnt er í félagsheimilinu Lyng-
brekku. Verkið er eftir sama höf-
und og skrifaði leikgerðina á Sex
í sveit sem er ein fjölsóttasta sýn-
ing hér á landi frá upphafi. Verkið
Fullkomið brúðkaup var fyrst fært
á fjalirnar í Menningarhúsinu Hofi
2005 og naut mikilla vinsælda. Það
hefur síðan verið sýnt í Borgarleik-
húsinu og víðar um land. Leikstjóri
hjá Umf. Skallagrími er Guðmund-
ur Lúðvík Þorvaldsson.
Óhætt er að segja að verkið byggi
á misskilningi allt frá fyrsta augna-
bliki og til söguloka. Hér er á ferð-
inni rómantískur gamanleikur;
hraður, stappfullur af misskilningi,
lygi, framhjáhaldi og ást. Sagt er frá
ungu fólki og atburðum í lífi þess á
hóteli nokkrum tímum fyrir brúð-
kaup. Að morgni vaknar brúðgum-
inn með konu sér við hlið. Konu
sem hann minnist ekki að hafa séð
fyrr. Spuninn byggist síðan á að
komast að því hvað raunverulega
gerðist nóttina fyrir brúðkaupið og
hylja hina sönnu atburðarás.
Hlutverkin í sýningunni eru sex
talsins. Þau eru í höndum Hákonar
M Magnússonar, Jónasar Þorkels-
sonar, Svanhvítar Pétursdóttur, Ásu
Dóru Garðarsdóttur, Aðalbjargar
Þórólfsdóttur og Ágústs Þorkels-
sonar.
Almennt miðaverð er 3000 kr,
eldri borgarar og öryrkjar greiða
2500 kr en börn yngri en 12 ára
2000 kr. Miðapantanir eru í síma
846-2293 eða á leikdeildskalla@
gmail.com.
Alls eru skipulagðar ellefu sýn-
ingar á verkinu og verða þær næstu
28. febrúar, 1. mars, 3. mars og 8.
mars.
mm
Sýna Fullkomið brúðkaup
í Lyngbrekku
Leikarar ásamt leikstjóra í Fullkomnu brúðkaupi.
Leikdeild Umf. Stafholtstungna í
Borgarfirði hefur að undanförnu
æft leik- og söngverkið Rympa á
ruslahaugnum eftir Herdísi Egils-
dóttur. Sýnt verður í félagsheim-
ilinu Þinghamri. Verkið er barna-
og fjölskylduleikrit sem gerist á
ruslahaug þar sem Rympa býr
ásamt honum Volta sínum. Óhætt
er að segja að Rympa sé persónu-
gervingur óæskilegs félagsskapar
og finnst henni hrekkir og þjófn-
aðir lítið mál og raunar hin mesta
skemmtun. En þegar allt kemur til
alls er Rympa umkomulaus stúlka
sem fæstir vilja vita af. Kvöld eitt
koma svo á ruslahauginn pers-
ónur sem sennilegast flokkast sem
meira „venjulegar“ og fjallar verk-
ið um samskipti Rympu við þær.
Með hlutverk Rympu fer Sigur-
laug Kjartansdóttir á Hamraend-
um sem áður hefur getið sér gott
orð á leiksviðinu í Þinghamri.
Að sögn Erlu Gunnlaugsdótt-
ur, gjaldkera í leikdeild félagsins,
var leitað til Þrastar Guðbjarts-
sonar um að leikstýra verkinu, en
hann hefur áður starfað með fé-
laginu við uppfærslu leikrita, síð-
ast árið 2014. „Nú auglýstum við
eftir áhugasömum leikurum og
svo ánægjulega vildi til að nokkr-
ir krakkar úr Grunnskóla Borgar-
fjarðar á Varmalandi lýstu áhuga
á að taka þátt. Það var svo í ljósi
þessa áhuga unga fólksins sem
Þröstur stakk upp á að fært yrði
á fjalirnar verkið um Rympu. Þau
eru því um helmingur leikhópsins
sem alls telur þrettán auk annarra
verkefna baksviðs,“ segir Erla.
Hafsteinn Þórisson var fenginn til
að vera tónlistarstjóri í verkinu og
stýra bæði einsöng og hópsöng.
Erla segir að æfingar hafi geng-
ið vel allt frá því þær hófust um
miðjan janúar og nú er stefnt
að frumsýningu sunnudaginn 3.
mars. „Það er mikið sungið í þessu
verki, allt lög og textar eftir Her-
dísi. Við eigum svo von á höfund-
inum á frumsýningu til okkar og
mikil tilhlökkun er farin að byggj-
ast upp í hópnum þegar líður að
frumsýningu,“ segir Erla Gunn-
laugsdóttir.
mm/ Ljósm. Elisabeth Ýr Egils-
dóttir Mosbech
Rympa á ruslahaugnum
frumsýnd í Þinghamri