Skessuhorn


Skessuhorn - 27.02.2019, Page 20

Skessuhorn - 27.02.2019, Page 20
MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 201920 Pálína Gísladóttir í Grundarfirði fagnaði 90 ára afmæli sínu ásamt fólkinu sínu í lok janúar. Pálínu, eða Pöllu, þekkja margir Grundfirðing- ar, enda hefur hún búið þar stærst- an hluta ævinnar. Í afmæli Pálínu gaf hún börnum sínum æskuminn- ingar sem hún hefur safnað og skráð með aðstoð Gunnars Kristjánssonar og fleiri. Hér verður drepið niður í minningarbrot Pálínu úr æsku, frá þeim árum sem byggð var að verða til á Nesinu og þar til hún hóf bú- skap með eiginmanni sínum Hall- dóri Finnssyni frá Spjör, haustið 1947. Sagan rituð „Það hefur öðru hvoru komið til tals meðal afkomenda að mikilvægt væri að virkja þann mikla viskubrunn sem fólgin er í henni Pálínu Gísladóttur tengdamömmu. Hún hefur í gegn- um tíðina verið að impra á ýmsum þáttum ævi sinnar þegar tóm hefur gefist til í amstri dagsins. Ég hef alla tíð verið áhugasamur um ævi henn- ar og störf og þá ekki síður að heyra um hennar upplifun á því hvernig Grundarfjörður byggist upp. Hing- að flytur hún á unglingsaldri á þeim árum sem telja má upphaf byggðar í Grundarfirði og hefur verið þátt- takandi í þróun byggðarinnar alla tíð síðan, ef frá er talið eitt ár sem hún dvaldi í Reykjavík. Hún er minnug með eindæmum og það hefur líka hjálpað að hún hefur verið dugleg við að koma sinni reynslu, hugsunum og upplifun á framfæri við sína nánustu og ekki síður á opinberum vettvangi eftir að börnin uxu úr grasi. Þar sem hún tengdamamma er hirðusöm manneskja hefur hún alla tíð, frá því hún fór að setja hugsanir sínar niður á blað, geymt þessi skrif sín vandlega og gripið til þeirra þeg- ar hún hefur verið beðin um að flytja tölu hér og þar við hin ýmsu tilefni. Margt í hennar fórum er því aukið og endurbætt aftur og aftur og nauð- synlegt reyndist að lesa það allt yfir til þess að ná þeim breytingum sem bættust við textann í gegnum tíðina. Ég hef fundið fyrir því hjá tengda- mömmu um alllangt skeið að hún hefur haft áhuga að koma þessari sögu sinni áfram til afkomenda sinna og það er mikils virði í því sambandi að geta hafið það verk á meðan hún er enn við góða heilsu. Á árinu 2013 byrjaði Dagfríður dóttir mín á því að slá inn í tölvu töluverðan hluta af því sem tengdamamma hafði skrifað niður í gegnum tíðina. Ég tók síðan við keflinu á seinni hluta ársins 2014. Kláraði þá að tölvusetja það efni sem eftir var og síðan hófst yfirlestur og uppröðun efnis í tímaröð eftir því sem við var komið. Vegna þess hvað tengdamamma er orðin sjóndöpur hef ég lesið allt efnið fyrir hana og þá gjarna verið með segulbandstæki við höndina til að taka upp athugasemd- ir og viðbætur, því ýmislegt hefur að sjálfsögðu rifjast upp hjá henni við yfirlesturinn. Þá hef ég einnig bætt við köflum um efni sem mér finnst að eigi erindi í þessa samantekt. Þetta æviágrip á svo sannarlega erindi til afkomenda tengdamóður minnar og ég er nokkuð viss um að þeir eiga eftir að verða margs fróðari um líf og starf einstakrar formóður.“ Gunnar Kristjánsson, Grundar- firði. Fædd að Skallabúðum Ég er fædd á Skallabúðum í Eyr- arsveit þann 27. janúar 1929. Þar bjuggu þá faðir minn Gísli Karel El- ísson og Guðjón bróðir hans hvor með sinni eiginkonu. Kona pabba og móðir mín var Jóhanna Hallgerður Jónsdóttir og kona Guðjóns var Sig- ríður Elísdóttir. Þeir höfðu byggt þar saman íbúðarhús árið 1926, þá báðir nýgiftir menn. Ári eftir að ég fæðist, eða 1930, eru börnin orðin tvö í hvorri fjölskyldu og farið að þrengjast í kotinu. En úr rætist þegar jörðin Grund í Eyr- arsveit losnar og pabbi fær hana til ábúðar. Á Grund hafði búið Kristján Þorleifsson hreppstjóri. Kona hans Ragnheiður Benediktsdóttir hafði látist í ágúst 1929, og hann ákveð- ið að hætta búskap. Foreldrar mín- ir fengu ábúð á jörðinni á fardög- um 1930, og flytja þá að Grund. Þar man ég fyrst eftir mér, æskan leið áhyggjulaus þar til 4. maí 1937 en þá lést móðir mín Jóhanna Hallgerður Jónsdóttir skyndilega frá okkur fjór- um börnunum; mér, Vilborgu Guð- rúnu, Hólmfríði og Elísi. Eftir dauða hennar kom það í hlut föður míns að halda heimili fyrir sig og börnin sín fjögur á Grund sem hann gerði með nokkurri aðstoð þó til ársins 1941. Pabbi var þarna orðinn 38 ára og börnin ung. Vil- borg að verða tíu ára, ég átta ára, Elís fjögurra og hálfs árs og Hólm- fríður tveggja ára eftir fjóra mánuði. Þórdís á Kampinum, en Kampurinn var næsti bær við Grund, tók Fríðu að sér meðan mamma lá á líkbör- unum og tveimur vikum lengur, en Fríða fer síðan til Guðrúnar ömmu okkar í Vindási. Ég var um sum- arið hjá ömmu og afa á Vatnabúð- um. Ekki var hægt að jarða mömmu fyrr en hálfum mánuði eftir að hún dó, því presthjónin voru í Reykja- vík og einungis hægt að ferðast með strandferðaskipi eða með áætlunar- bíl í Stykkishólm og þaðan með báti hingað út eftir. Um vorið 1940 fer svo pabbi suð- ur í ráðskonuleit og kemur til baka og með honum ný ráðskona, Krist- ín Jakobína Árnadóttir frá Reykja- vík. Hún var fædd 1889 og því 51 árs þegar hún kom til okkar. Ég man þegar hún kom og minnir að hún hafi komið með skipi. Hún sat við borðið í eldhúsinu og við systurnar höfðum klætt okkur í fínu skokkana okkar sem ég held að Guðrún móð- ursystir okkar hafi saumað á okkur. Við stóðum þarna agndofa og horfð- um á hana, og hún segir. „Þetta eru gróflega myndarlegar stúlkur.“ Þetta var áhyggjulaust sumar og vel um heimilið hugsað. Um sumarið komu Þórdís Hansen dóttir Kristínar og vinkona hennar í heimsókn. Ég á mynd sem tekin er upp á Mön sum- arið 1940 af Þórdísi, Vilborgu og El- ísi en það var vinkona Þórdísar sem tók myndina. Ég var ekki með í þess- ari fjallgöngu því ég lá í rúminu með ógurlega magapínu, blóðkreppusótt sagði fólkið. Þetta sumar kom líka önnur dóttir Kristínar í heimsókn. Hún hét Hulda. Kristín Jakobína var hjá okkur þar til faðir okkar leysir upp heimilið snemma árs 1941. Þorláksmessukvöld 1939 Það er Þorláksmessukvöld og árið er 1939. Pabbi er að leggja af stað í fjós- ið að mjólka. Hann er með mjólk- urfötuna í annarri hendi en fjósl- uktina í hinni. Þegar hann kemur í fjósið þar sem tvær kýr voru, liggur önnur þeirra dauð á básnum. Hann mjólkar þá sem eftir lifir og fer síð- an með mjólkurfötuna inn í bæ. Nú þurfti hann að fá hjálp við að draga dauðu kúna út úr fjósinu. Ekki var hægt að hafa samband við næstu bæi nema með því að ganga þangað og biðja um aðstoð. Hann fór því fram að Hömrum og niður á Kampinn og þeir Páll á Hömrum og Ásgeir á Kampinum koma honum til hjálp- ar. Festu þeir bönd á kúna og drógu út úr fjósinu. Við systkinin, Vilborg, Elís og ég vorum forvitin og fórum því út að fjósi og mig minnir að það hafi verið tunglskinsbjart. Fannst okkur þetta kynleg sjón, kýrin lá á hryggnum með fæturna upp í loftið. Næst þurfti að grafa skepnuna. Fyr- ir norðan fjósið var malarhryggur eða barð allstórt. Þar var gröf tekin og kýrin dregin þangað og velt ofan í gröfina og mokað yfir. Þegar inn í bæ var komið var Kristín ömmusyst- ir okkar búin að hita kaffi. Ég man að pabbi tók í nefið þegar í hús var komið og segir: „Ef það hefur ver- ið Miltisbrandur sem drap skepnuna þá það.“ Ég vissi að miltisbrandur var skæður og gat borist í fólk, svo þetta fannst mér ógnvekjandi. Svo liðu árin, gætu hafi verið 30 eða fleiri, en þá eru fyrirhugaðar Brot úr æskuminningum Pálínu Gísladóttur í Grundarfirði Tók þátt í þróun byggðarinnar í Grundarfirði alla tíð Pálína Gísladóttir í Grundarfirði, prúðbúin á níutíu ára afmælisdaginn 27. janúar síðastliðinn. Lilja Sigurjón og Gunnar. Götuprýði í baksýn. Pálína á eftirstríðsárunum. Halldór Finnsson, eiginmaður Pálínu. F.v. Svansskáli, Hraðfrystihúsið og Sólvellir. Grafarnes 1943. F.v. frystihúsið, Oddshús, kaupfélagið og Neshús. Við slátt á Spjör.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.