Skessuhorn - 27.02.2019, Page 22
MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 201922
Listakonan Michelle Bird í Borg-
arnesi fór af stað með nýtt verk-
efni í byrjun árs þar sem hún opn-
aði skapandi vinnustofu fyrir unga
listamenn í Borgarbyggð. Verk-
efnið hlaut styrk úr Uppbygging-
arsjóði SSV. „Michelle er að bjóða
ungu fólki aðstoð við að skapa list
og finna sinn farveg í því. Hún
hafði samband við okkur og við hjá
Menntaskóla Borgarfjarðar ákváð-
um að meta þetta verkefni til ein-
inga fyrir þá nemendur okkar sem
vildu skrá sig. En við metum líka
þátttöku nemenda í skipulögðu
skátastarfi og sjálfboðastarfi á veg-
um Rauða krossins svo eitthvað sé
nefnt. Vinnustofan hjá Michelle
er tilvalin til að víkka sjóndeild-
arhringinn og koma með skap-
andi vinkil inn í námsreynslu nem-
enda. Það er góð leið til að koma
til móts við ólíka nemendur með
ólík áhugamál að geta átt samstarf
við aðila í nærsamfélaginu eins og
hér er gert. Það er svo margt í sam-
félaginu sem getur verið mannbæt-
andi og menntandi þó það sé ekki
kennt innan veggja skólans, hér er
því einstakt tækifæri fyrir okkur í
MB að vinna að einu af markmið-
um skólans sem er að sérhver nem-
andi hafi tækifæri til að rækta sína
hæfileika og ná góðum árangri,“
segir Signý Óskarsdóttir aðstoðar-
skólameistari í samtali við Skessu-
horn. „Við viljum endilega hvetja
okkar nemendur til að taka þátt í
öllu slíku og okkar leið til þess er
að meta það til eininga án þess að
slá af kröfum um gæði náms,“ seg-
ir Signý.
Fengu aðstoð frá Ítalíu
Laugardaginn 30. mars verður dag-
ur skólanna í Borgarbyggð hald-
inn en þá verður opið í öllum skól-
um sveitarfélagsins fyrir gesti að
kynnast starfi skólanna. Þann dag
verður opnuð sýning í Mennta-
skóla Borgarfjarðar með verkum
sem unga listafólkið hefur unnið að
undir handleiðslu Michelle Bird í
vetur. En listafólkið hefur sex vik-
ur til að vinna að verkum sínum
fyrir sýninguna, með aðstoð Mic-
helle og Dario Mentesana. Sýning-
in verður opin til 1. júní. „Við vor-
um svo heppin að fá Dario Men-
tesana, ljósmyndara frá Ítalíu, til
að vera með okkur hluta af nám-
skeiðinu. Hann er búinn að kenna
þessu unga listafólki og hjálpa því
mikið. Næstu skref hjá okkur verð-
ur að hjálpa krökkunum að koma
sinni list á framfæri alþjóðlega á
vefsíðunni Saatchi Art. Þar getur
fólk skoðað verkin þeirra og þau
selt verkin sín. Þetta er stór stökk-
pallur fyrir þau í áframhaldandi
vinnu við sína list,“ segir Michelle.
„Mitt markmið er að hjálpa þeim
að koma sér á þann stað að þau viti
hvert þau geti leitað eftir fjármagni
til að vinna í sinni list og koma sér
á framfæri því kostnaðurinn við að
vera listamaður er mikill. En þetta
er allt mjög efnilegt listafólk með
mikla hæfileika og það verður svo
gaman að sjá hvað þau gera í fram-
tíðinni,“ bætir hún við.
Sýnir líkamann
nákvæmlega
eins og hann er
Nína Dagrún Hermannsdótt-
ir verður með til sýnis sjálfsmynd-
ir þar sem hún leggur áherslu á lík-
amann sem list. Á myndunum sýnir
hún á listrænan hátt hvernig raun-
verulegur líkami er sem ekki hef-
ur verið átt við á neinn hátt í tölvu.
„Mér finnst búið að kyngera líkam-
ann of mikið því hann er svo mik-
ið meira en bara kynferðislegur. Ég
sé líkamann á listrænan hátt þar
sem engir tveir eru eins en allir eiga
það þó sameiginlegt að fá fellingar,
appelsínuhúð, ör og svo framvegis.
Ég vil sýna þetta allt, bara nákvæm-
lega eins og það er,“ segir Nína.
Myndirnar sem hún tekur geta ver-
ið andlitsmyndir, myndir sem sýna
líkamann í heild, hluta af líkaman-
um eða jafnvel skuggann af honum.
En alltaf verða myndirnar sýndar
nákvæmlega eins og þær eru tekn-
ar. „Ég snerti þær ekki, allavega
ekki líkamann eða andlitið en ég
gæti mögulega lagað bakgrunn-
inn eða eitthvað svoleiðis. Annars
eru þetta mest óunnar myndir sem
sýna mig nákvæmlega eins og ég er.
Ég mála mig ekki heldur og reyni
ekki að hylja neitt sérstaklega, þó
vissulega sé ég í fötum. En ég klæði
mig upp fyrir myndirnar bara til að
leika mér en ekki til að fela neitt.
Aðspurð segist Nína ekki hafa ver-
ið að taka myndir lengi en að áhug-
inn sé að kvikna. „Kærastinn minn
er ljósmyndari og ég er búin að
læra smá af honum svo hef ég að-
gang að tækjunum og svoleiðis. Ég
byrjaði bara aðeins að prófa og þyk-
ir það skemmtilegt en ég veit ekki
hvort ég muni gera eitthvað meira
en þetta.“
Spurð hvernig hugmyndin að
þessum sjálfsmyndum hafi kvikn-
að segist hún hafa verið að fylgjast
með fólki á samfélagsmiðlum gera
svipaða hluti. „Mér þykir gaman
að skoða svona myndir og langaði
að prófa sjálf. Það er í raun ekkert
meira á bakvið þetta hjá mér pers-
ónulega en vissulega þætti mér al-
veg skemmtilegt ef myndirnar
myndu vekja athygli og kannski
skapa umræðu,“ segir Nína að lok-
um.
Skemmtilegt að prófa
sig áfram með listina
Vignir Þór Kristjánsson ákvað að
taka þátt í vinnustofunni því hann
hafði áhuga á list og teikningum
en langaði að finna sína braut á því
sviði. Á sýningunni mun hann vera
með mynd sem hann hefur teikn-
að með tússlitum auk mynda sem
hann hefur unnið í teikniforriti fyr-
ir arkitektúr. „Ég hef aðeins verið
að prófa að teikna hús í forritinu
og líkar það vel og gæti alveg hugs-
að mér nám í arkitektúr í framtíð-
inni,“ segir Vignir Þór. Hann ætl-
ar einnig að sýna myndband sem
sýnir hvernig hann teiknar hús-
in í forritinu. Spurður hvort hann
verði með fleiri tússlitamyndir seg-
Ungt listafólk í Borgarbyggð opnar sýningu í lok mars
Vignir Þór hefur verið að teikna mynd fyrir sýninguna.
Listahópurinn sem verður með sýningu í Menntaskóla Borgarfjarðar í vor ásamt leiðbeinendum. Fv. Dario Mentesana, Vignir Þór Kristjánsson, Kristrós Erla Baldurs-
dóttir, Nína Dagrún Hermannsdóttir, Delia Rut Claes og Michelle Bird. Ljósm. arg.
Nína Dagrún hefur verið að taka skemmtilegar sjálfsmyndir fyrir sýninguna.
En hún vill sýna líkamann á listrænan hátt.