Skessuhorn - 27.02.2019, Qupperneq 23
MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2019 23
ist hann ekki vera búinn að ákveða
það. „Ég er búinn að teikna þessa
einu mynd og fannst það skemmti-
legt og kannski teikna ég aðra. En
ég hef meiri áhuga á að teikna í for-
ritinu. Mér þykir samt líka gaman
að teikna á blað og landslagsmyndir
heilla mig mikið,“ svarar hann. Að-
spurður segir Vignir það skemmti-
legasta við námskeiðið hjá Mic-
helle vera að tala um list og prófa
sig áfram. „Ég hef alltaf verið smá
listrænn held ég en aldrei prófað
mig svona áfram og það hefur verið
mjög gaman.“
Vill gera skammarlega
hluti við líkamann
fallega
Kristrós Erla Baldursdóttir ákvað
að taka fyrir vandræðalega hluti
tengda líkamanum í sinni list. Hún
mun vera með ljósmyndir á sýning-
unni þar sem áhersla verður á það
sem oft er talið óhreint eða skamm-
arlegt. „Ég ætla að taka fyrir allt
það líkamlega sem er fullkomlega
eðlilegt en einhverra hluta vegna
talið skammarlegt og gera það fal-
legt, til dæmis með því að skipta
því út fyrir blóm eða annan gróð-
ur sem okkur líður vel með,“ segir
Kristrós. „Hlutir eins og hár und-
ir höndunum, tíðarblóð og svo-
leiðis eru náttúrulegir og eðlilegir
en samt erum við alltaf að fela þá
og skammast okkar. Mig langar að
sýna þetta í öðru ljósi til þess að fólk
hugsi kannski að við eigum ekki að
skammast okkar fyrir eðlilega hluti.
Við eigum sjálf að hafa val um hvort
við rökum okkur undir höndunum
eða ekki og ef við veljum að gera
það ekki ætti það ekki að vera neitt
til að skammast sín fyrir.“
Ljósmyndirnar sem Kristrós tek-
ur verða allar nærmyndir af ákveðn-
um líkamspörtum sem mörgum
þykir óþægilegt að sýna í slíkri nær-
mynd. „Ég hef fengið módel til að
hjálpa mér við þetta og þau eru öll
nafnlaus þó vissulega megi fólk
sjálft segja frá því á hvaða mynd-
um það er. En áherslan er á þessa
vandræðalegu hluti við líkamann,“
segir Kristrós. Á einni myndinni
er nef með mosa í nösunum í nær-
mynd og á annarri er dömubindi
með rósablöðum. „Bottom line er
að þetta eru allt eðlilegir hlutir sem
eiga ekki að vera gerðir óhreinir
eða eitthvað til að skammast sín
fyrir.
Aðspurð segist Kristrós vera
nokkuð listræn en hún hefur bæði
verið mikið í tónlist og að smíða
skart úr silfri. „Ég er mikið fyrir
tónlist og get held ég reddað mér
á öll hljóðfæri sem mér eru rétt
og svo hef ég líka mikið verið að
syngja og semja lög. Ég hef líka
alltaf verið að teikna og hef gaman
af ýmiskonar list en hef ekki ver-
ið nógu dugleg að rækta það. Þess
vegna langaði mig að taka þátt í
þessu námskeiði hjá Michelle til
að efla þessa listrænu hlið í mér,“
segir Kristrós og brosir. Hún seg-
ist þó ekki vita hvort hún ætli að
leggja ljósmyndun sérstaklega fyr-
ir sig en að áhuginn sé vissulega til
staðar. „Ég hef verið að fikta við
að vinna ljósmyndir en ég hef enga
þekkingu eða reynslu í því. Bara
svona áhugamál hjá mér. Það hef-
ur hjálpað mikið að fá Dario til að
kenna okkur en hann hefur hjálpað
mikið. En allt þetta ferli, að gera
eina mynd, hefur tekið mun meiri
tíma en ég gerði ráð fyrir,“ segir
Kristrós.
Hafði alltaf langað að
gera eitthvað fallegt úr
hauskúpum
Delia Rut Claes hefur alltaf heillast
af hauskúpum en hún býr í sveit
þar sem hún þekkir vel örlög dýra
á bænum og hauskúpur þykja mjög
hversdaglegar. „Mér þótti samt
leiðinlegt að hauskúpurnar fengju
ekki að njóta sín meira. Þær voru
bara grafnar í holu þar sem nátt-
úran tók við. Ég var svo einn dag
í göngu með pabba mínum niðri
í fjöru þegar við sáum tvo sjálf-
dauða hrúta. Við höfðum samband
við eigandann og fengum að taka
einn hausinn. Við hreinsuðum allt
af honum og innan úr þannig að
hauskúpan sjálf fengi að njóta sín.
En mig langaði alltaf að gera eitt-
hvað meira við hauskúpurnar,“ seg-
ir Delia sem var á þessum tíma orð-
in mjög áhugasöm um hauskúpur. Í
kjölfarið talaði hún við einn geita-
bónda sem hún þekkti til og fékk
þar hauskúpur af geitum. „það var
ekki aftur snúið og ég hef síðan þá
fengið nokkrar hauskúpur sem ég
hef hreinsað og svo selt en aldrei
þorað að gera neitt meira. En mig
langaði alltaf að gera fallegt mynst-
ur í kúpuna,“ segir hún. En hvernig
er ferlið við að hreinsa hauskúpurn-
ar? „Fyrst þarf að taka allt kjöt af
kúpunni og sjóða svo hornin í potti.
Þannig losna hornin frá og maður
getur tekið þau af og hreinsað úr
þeim. Það er mjög mikilvægt að
hreinsa allt vel. Svo fær hauskúpan
sjálf að malla í pottinum þar til allt
er laust frá. Kúpan er svo hreins-
uð vel með háþrýstidælu og að lok-
um sett í sjóðandi pott með perox-
íð í eina eða tvær mínútur til að ná
henni alveg hvítri,“ útskýrir Delia.
Þegar hún heyrði af vinnustof-
unni hjá Michelle ákvað Delia að
skrá sig í þeirri von að fá aðstoð til
að gera eitthvað meira með haus-
kúpurnar sínar. Á sýningunni mun
hún vera með til sýnis hauskúpu af
geit sem hún hefur borað í fallegt
listaverk. „Ég ætlaði ekki að þora
að gera þetta því ég var svo hrædd
um að skemma hauskúpuna. En
Michelle hafði mikla trú á mér og
hjálpaði mér af stað og mikið er
ég fegin að hún gerði það. Þetta
er ótrúlega skemmtilegt og mér
finnst þetta koma fallega út,“segir
Delia. Hún mun einnig sýnda kop-
arrósir sem hún hefur búið til auk
þess sem hún verður með útprent-
aðar myndir af hauskúpunni.
arg
Kristrós Erla leggur áherslu á þá hluti líkamanns sem oft eru taldir óhreinir eða
skammarlegir og gera þá fallega.
Delia Rut hefur verið að gera hauskúpur að list og hefur skreytt þessa fallegu
hauskúpu sem hægt verður að sjá á sýningunni.
Lionsklúbbur Grundarfjarðar hélt
árlegt kútmagakvöld í sal Fjöl-
brautaskóla Snæfellinga laugar-
daginn 23. febrúar. Tilgangurinn
með kútmagakvöldinu var fyrst og
fremst að safna fé fyrir viðbyggingu
Dvalarheimilisins Fellaskjóls sem
nú er í byggingu. Frábær mæting
var á viðburðinn enda Lionsmenn
þekktir fyrir að bera fram dýrind-
is fiskmeti ásamt kútmögunum al-
ræmdu. Einnig voru hinir ýmsu
lukkuleikir á dagskrá ásamt hinu
fræga happdrætti þar sem glæsi-
legir vinningar voru í boði. Það fór enginn svangur úr húsi þetta kvöld enda nóg til af kræsingum. tfk
Kútmagakvöld Lions
haldið í Grundarfirði
Stelpurnar í sönghópnum Mæk tóku lagið fyrir gesti.
Hér eru svo sjálfir kútmagarnir í öllu sínu veldi.
Lionsklúbbur Kópavogs kom á kútmagakvöldið annað árið í röð og skemmtu
félagar sér konunglega.
Laxaréttur af fínni gerðinni.
Séra Aðalsteinn Þorvaldsson er hér að stjórna nerfbyssu skotfimi.