Skessuhorn - 27.02.2019, Síða 25
MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2019 25
Stykkishólmur -
miðvikudagur 27. febrúar
Snæfell mætir Breiðabliki
í Domino‘s deild kvenna í
körfuknattleik. Leikurinn
hefst kl. 19:15 í íþróttahúsinu í
Stykkishólmi.
Borgarbyggð -
miðvikudagur 27. febrúar
Skallagrímur mætir Val í Domino‘s
deild kvenna í körfuknattleik.
Leikið verður í íþróttahúsinu í
Borgarnesi frá kl. 19:15.
Borgarbyggð -
miðvikudagur 27. febrúar
Fræðslufundur um hrossarækt
í Borgarnesi kl. 20:30. Sveinn
Steinarsson, formaður
Félags hrossabænda, og
Þorvaldur Kristjánsson
hrossaræktarráðunautur halda
fræðslufundi um málefni
hrossaræktarinnar. Fundurinn
verður haldinn í félagsheimili
hestamannafélagsins
Borgfirðings. Sjá nánar í frétt í
Skessuhorni vikunnar.
Akranes -
fimmtudagur 28. febrúar
Foreldramorgunn á Bókasafni
Akraness. Hulda Gestsdóttir,
hjúkrunarfræðingur frá HVE,
kemur í heimsókn og spjallar um
svefn barna. Húsið opnar kl. 10:00
og allir eru velkomnir.
Borgarbyggð -
föstudagur 1. mars
Opið hús í Nýjabæ í Bæjarsveit
vegna opnun á nýju verslunarrými
og hjólbarðaverkstæði. Opna
húsið stendur yfir frá kl. 15:00 til
20:00. Allir velkomnir. Sjá nánar
frétt í Skessuhorni vikunnar.
Borgarbyggð -
föstudagur 1. mars
Leikdeild umf. Skallagríms sýnir
Fullkomið brúðkaup í Lyngbrekku
kl. 20:30. Leikstjóri er Guðmundur
Lúðvík Þorvaldsson. Miðaverð er
kr. 3.000, en 2.500 kr. fyrir aldraða
og öryrkja og 2.000 kr. fyrir börn
yngri en 12 ára. Miðasala í síma
846-2293 eða á leikdeildskalla@
gmail.com.
Stykkishólmur -
laugardagur 2. mars
Tónleikar í Stykkishólmskirkju
kl. 14:00. Í tilefni af degi
tónlistarskólanna, 9. febrúar,
munu nemendur Tónlistarskóla
Stykkishólms láta ljós sitt skína
næstkomandi laugardag.
Munu þeir bjóða gestum upp
á fjölbreytt tónlistaratriði,
hljóðfæraleik og söng úr öllum
deildum skólans. Enginn
aðgangseyrir en að loknum
tónleikum verður foreldrafélag
lúðrasveitarinnar með
kaffihlaðborð gegn vægu gjaldi.
Allir hjartanlega velkomnir.
Borgarbyggð -
laugardagur 2. mars
Bæjarsirkusinn, fjörug
fjölskyldusýning á faraldsfæti.
Spennandi sirkussýning fyrir alla
fjölskylduna í Borgarnesi kl. 15:00.
Miðasala á www.tix.is.
Akranes -
laugardagur 2. mars
Kótilettukvöld meistaraflokks
karla hjá ÍA í hátíðarsalnum að
Jaðarsbökkum. Húsið opnar kl.
19:00. Ljúffengar kótilettur og
fljótandi veigar. Jói Kalli fer yfir
komandi átök. Takmarkað magn
af miðum. Hægt að nálgast miða í
síma 433-1109 eða á kfia@kfia.is.
Borgarbyggð -
laugardagur 2. mars
Njála Bjarna Harðarsonar.
Frumsýning kl. 20:00. Var Njáll á
Bergþórshvoli byltingarleiðtogi og
Gunnar vinur hans á Hlíðarenda
lágvaxinn og heyrnarsljór írskur
prins? Bjarni Harðaron rithöfundur
fjallar um kynþáttaóeirðir í
fjölmenningarsamfélagi 10. aldar
og hlutverk þeirra í átökum og
atburðarás Njálu. Miðaverð er
kr. 3.500 og miðasala er á www.
landnam.is.
Snæfellsbær -
sunnudagur 3. mars
Bæjarsirkusinn, fjörug
fjölskyldusýning á faraldsfæti.
Spennandi sirkussýning fyrir alla
fjölskylduna í Ólafsvík kl. 15:00.
Miðasala á www.tix.is.
Borgarbyggð -
sunnudagur 3. mars
Leikdeild Umf. Stafholtstungna
frumsýnir Rympu á
ruslahaugunum í félagsheimilinu
Þinghamri kl. 15:00. Verkið er eftir
Herdísi Egilsdóttur og leikstjóri
er Þröstur Guðbjartsson. Sjá
nánar um miðapantanir og verð í
auglýsingu í blaðinu.
Borgarbyggð -
sunnudagur 3. mars
Njála Bjarna Harðarsonar kl.
16:00. Var Njáll á Bergþórshvoli
byltingarleiðtogi og Gunnar vinur
hans á Hlíðarenda lágvaxinn
og heyrnarsljór írskur prins?
Bjarni Harðaron rithöfundur
fjallar um kynþáttaóeirðir í
fjölmenningarsamfélagi 10. aldar
og hlutverk þeirra í átökum og
atburðarás Njálu. Miðaverð er
kr. 3.500 og miðasala er á www.
landnam.is.
Borgarbyggð -
sunnudagur 3. mars
Skallagrímur tekur á móti
Þór Þ. í Domino‘s deild karla í
körfuknattleik. Leikurinn hefst kl.
18:00 í íþróttahúsinu í Borgarnesi.
Borgarbyggð -
sunnudagur 3. mars
Leikdeild umf. Skallagríms sýnir
Fullkomið brúðkaup í Lyngbrekku
kl. 20:30. Leikstjóri er Guðmundur
Lúðvík Þorvaldsson. Miðaverð er
kr. 3.000, en 2.500 kr. fyrir aldraða
og öryrkja og 2.000 kr. fyrir börn
yngri en 12 ára. Miðasala í síma
846-2293 eða á leikdeildskalla@
gmail.com.
Borgarbyggð -
mánudagur 4. mars
Fundur með ráðherra um
innflutning á ófrystu kjöti og
stöðu landbúnaðarins á Hótel
Hamri í Borgarnesi kl. 20:30.
Borgarbyggð -
mánudagur 4. mars
Tolkien og íslenskar
miðaldabókmenntir á
Sögulofti Landnámssetursins
í Borgarnesi kl. 20:00.
Leiðbeinandi er dr. Ármann
Jakobsson. Liður í námskeiðaröð
Snorrastofu í Reykholti,
Landnámssetursins í Borgarnesi
og Símenntunarmiðstöðvar
Vesturlands. Á dagskránni að
þessu sinni eru „Drekar Tolkiens -
Fáfnismál.“
Nýfæddir Vestlendingar
Á döfinni
18. febrúar. Stúlka. Þyngd: 4.848
gr. Lengd: 55 cm. Foreldrar:
Denise Michaela Weber og
Sigurður Hannes Sigurðsson,
Borgarfirði. Ljósmóðir: Lóa
Kristinsdóttir.
19. febrúar. Stúlka. Þyngd: 3.346
gr. Lengd: 50 cm. Foreldrar:
Hannah Lára Davíðsdóttir og
Gerald B. Einarsson, Hafnarfirði.
Ljósmóðir: Jenný Inga Eiðsdóttir.
Herbergi til leigu
Hef herbergi til leigu í
Borgarnesi með aðgangi að
eldhúsi. Frekari upplýsingar í
síma 864-3816, Hilmar.
Skrifstofa á Akranesi
Til leigu skrifstofuherbergi
á Akranesi. Hagkvæm
leiga. Sameiginleg kaffi- og
hreinlætisaðstaða með
annarri starfsemi. Upplýsingar
í síma 894-8998.
Leita að leiguhúsnæði
Halló, halló! Ég heiti Lilja og er
að leita mér að 2-3 herbergja
íbúð eða stúdíó íbúð til leigu
á Akranesi. Væri kostur ef
dýrahald er leyft. Greiðslugeta
er í mesta lagi 180 þús. kr. á
mánuði. Get flutt inn strax.
Er reglusöm, róleg og það er
ekkert óþarfa vesen á mér.
Vinsamlegast hafið samband í
síma 661-3267.
Húsnæði á landsbyggðinni
Ég er 34 ára gamall, fæddur
og uppalinn í Búðardal og
langar að flytja á Vesturlandið
aftur. Óska eftir húsnæði frá
apríl 2019. Tölvupóstur: benni.
joh@gmail.com.
Marshall hátalarabox
Til sölu Marshall 1960A,
4×12, 300W hátalarabox.
Framleitt á Englandi í júní
2006. Einstaka rispur eins og
gengur og gerist. Ekki mikið
notað en auðvitað eitthvað.
Gæðagripur sem hefur alltaf
reynst vel. Ásett verð er kr.
70 þús. Áhugasamir hafi
samband á kristjangauti@
gmail.com.
Markaðstorg
Vesturlands
TIL SÖLU
LEIGUMARKAÐUR
21. febrúar. Drengur. Þyngd:
3.662 gr. Lengd: 54 cm. Foreldrar:
Íris Sveinbjörnsdóttir og Marinó
M. Þorbjarnarson, Kjósarhreppi.
Ljósmóðir: Erla Björk Ólafsdóttir.
22. febrúar. Drengur. Þyngd:
3.712 gr. Lengd: 50 cm.
Foreldrar: Sigríður Agnes
Sigurðardóttir og Ignas Urbonas,
Reykjavík. Ljósmóðir: G. Erna
Valentínusdóttir.