Skessuhorn


Skessuhorn - 27.02.2019, Qupperneq 27

Skessuhorn - 27.02.2019, Qupperneq 27
MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2019 27 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Snæfellskonur náðu sér ekki á strik gegn Val þegar liðn mættust í Dom- ino‘s deild kvenna í körfuknattleik á sunnudagskvöld. Leikið var í Stykk- ishólmi. Gestirnir náðu yfirhönd- inni snemma leiks og stjórnuðu ferðinni allan tímann. Að lokum fór svo að Valur sigraði með 80 stigum gegn 65 stigum Snæfells. Snæfellskonur fundu sig ekki í upphafsfjórðungnum, skoruðu að- eins sjö stig allan leikhlutann gegn 19 stigum Vals. Annar leikhluti var rólegur framan af. Um miðbik hans tóku Valskonur að síga lengra fram úr og leiddu með 23 stigum í hálf- leik, 22-45. Svipað var uppi á teningnum fyrst eftir hléið. Gestirnir juku forystuna lítið eitt í þriðja leikhluta og Snæ- fellskonur virkuðu aldrei líklegar til að koma sér inn í leikinn. Val- ur leiddi með 26 stigum fyrir loka- fjórðunginn, 37-63 og úrslit leiksins ráðin. Það var ekki fyrr en í fjórða leikhlutanum sem Snæfellsliðið tók við sér. Jafnt og þétt tókst Hólmur- um að minnka muninn en það var bara of seint. Þeim tókst að minnka forskot gestanna niður í 15 stig en nær komust þær ekki. Lokatölur urðu 65-80 fyrir Val. Kristen McCarthy átti prýðileg- an leik fyrir Snæfell. Hún skoraði 29 stig, tók 19 fráköst og stal fimm boltum. Gunnhildur Gunnarsdóttir var með ellefu stig og sex fráköst en aðrar höfðu minna. Helena Sverrisdóttir fór fyrir liði Vals. Hún var með 20 stig, 17 frá- köst og átta stoðsendingar. Heather Butler skoraði 17 stig og tók tíu frá- köst, Ásta Júlía Grímsdóttir var með 13 stig og níu fráköst og Hallveig Jónsdóttir skoraði ellefu stig. Snæfell situr eftir leikinn í fjórða sæti deildarinnar með 24 stig, jafn mörg og Stjarnan í sætinu fyrir neðan. Næst leikur Snæfell gegn Breiðabliki í kvöld, miðvikudaginn 27. febrúar. Sá leikur fer einnig fram í Stykkishólmi. kgk Einstefna í Stykkishólmi Helga Hjördís Björgvinsdóttir og liðsfélagar hennar í Snæfelli náðu sér ekki á strik gegn Val. Ljósm. sá. Bandaríska körfuknattleikskon- an Brianna Banks hefur yfirgef- ið Skallagrím. Mun hún því ekki leika með liði Borgnesinga í Dom- ino‘s deild kvenna það sem eftir lif- ir tímabils. Það er Karfan.is sem greinir frá. Þar er haft eftir Ragn- heiði Guðmundsdóttur, sem situr í meistarflokksráði hjá Skallagrími, að Brianna hafi gerst sek um samn- ingsbrot. Í framhaldi af því hafi hún sjálf óskað eftir því að rifta samn- ingi sínum við Skallagrím. Stjórnin hafi orðið við þeirri bón. Brianna gekk til liðs við Skalla- grím eftir áramót og tók við af Bryeshu Blair. Hún lék sjö leiki með Borgnesingum og skoraði í þeim 15,4 stig að meðaltali. kgk Brianna Banks í leik með Skallagrími gegn Stjörnunni í janúar. Ljósm. Skallagrímur. Brianna Banks hætt hjá Skallagrími Snæfell og Hamar mættust í Stykk- ishólmi í 1. deild karla í körfuknatt- leik á föstudagskvöld. Eftir kafla- skiptan fyrri hálfleik tóku gestirn- ir öll völd á vellinum í þeim síðari. Fór svo að lokum að Hamar vann stórsigur, 63-99. Gestirnir frá Hveragerði voru öflugri í fyrsta leikhluta og leiddu með 27 stigum gegn 13 að honum loknum. Snæfellingar léku betur í öðrum fjórðungi og þegar nálgaðist hálfleik tóku þeir að saxa á forskot gestanna. Þegar mínúta var eftir af fyrri hálfleiknum höfðu Snæfell- ingar minnkað muninn í fimm stig, 32-37. Gestirnir áttu hins vegar lokaorðið, skoruðu fimm stig í röð áður en flautað var til hálfleiks og leiddu því með tíu stigum í hléinu, 32-42. Snemma í þriðja leikhluta tóku Hamarsmenn að auka forskot sitt hægt en örugglega. Þegar þriðji leikhluti var úti voru þeir komn- ir 19 sigum yfir, 68-49. Þeir héldu uppteknum hætti í lokafjórðungn- um en Snæfellingar áttu engin svör. Þegar lokaflautan gall munaði 36 stigum á liðunum. Hamar sigraði með 99 stigum gegn 63. Dominykas Zupkauskas var at- kvæðamestur í liði Snæfells með 24 stig. Ísak Örn Baldursson skor- aði 15 stig og Aron Ingi Hinriks- son skoraði tólf stig. Ragnar Jósef Ragnarsson og Florijan Jovanov skoruðu 21 stig hvor í liði Hamars, en Florijan tók sjö fráköst að auki. Everage Lee Richardson skoraði 17 stig, tók sex fráköst og gaf níu stoð- sendingar og Julian Rajic var með 14 stig og sjö fráköst. Snæfellingar sitja á botni deild- arinnar með tvö stig, jafn mörg og lið Sindra í sætinu fyrir ofan. Næst leika Snæfellingar gegn Selfyssing- um, föstudaginn 1. mars. kgk Snæfell lá gegn Hamri Ísak Örn Baldursson á fullri ferð í leiknum gegn Hamri. Ljósm. sá. Skallagrímskonur máttu játa sig sigraðar gegn Haukum, 59-72, þegar liðin mættust í Domino‘s deild kvenna í körfuknattleik á mið- vikudagskvöld. Leikið var í Borgar- nesi. Leikurinn fór hægt af stað og engin stig voru skoruð fyrstu þrjár mínúturnar, eða þar til gestirnir úr Hafnarfirði komust á blað. Skalla- grímskonur fundu sig engan veginn í fyrsta leikhluta. Þær voru stiga- lausar fyrstu átta mínútur leiksins og skoruðu aðeins fjögur stig í upp- hafsfjórðungnum gegn 15 stigum Hauka. Eftir því sem leið á annan leikhluta komust Skallagrímskon- ur betur inn í leikinn. Þær minnk- uðu forskot Hauka í sex stig seint í fjórðungnum en Haukar áttu loka- orðið og leiddu með átta stigum í hléinu, 23-31. Spenna færðist í leikinn í þriðja leikhluta. Hægt og sígandi minnk- uðu Skallagrímskonur muninn í þrjú stig. Haukar svöruðu en Borg- nesingar áttu lokaorðið í þriðja leikhluta og sáu til þess að aðeins tveimur stigum munaði fyrir loka- fjórðunginn, 46-48. Mikið jafnræði var með liðunum í upphafi fjórða leikhluta. Haukar leiddu með ör- fáum stigum en Skallagrímskonur fylgdu þeim eins og skugginn. Það var síðan um miðjan fjórða leik- hluta að gestirnir tóku að síga fram úr og unnu að lokum 13 stiga sigur, 59-72. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var atkvæðamest í liði Skallagríms með 23 stig og níu fráköst og Ines Kerin skoraði 16 stig, tók fimm fráköst og gaf sex stoðsendingar. Eva Margrét Kristjánsdóttir skoraði 24 stig og tók ellefu fráköst fyrir Hauka, Þóra Kristín Jónsdótt- ir var með tólf stig, fimm fráköst og sjö stoðsendingar og Anna Lóa Óskarsdóttir skoraði tólf stig. Skallagrímur hefur tólf stig í sjöunda sæti deildarinnar, tveim- ur stigum minna en Haukar í sæt- inu fyrir ofan en tíu stigum meira en botnlið Breiðabliks. Næst mæta Borgnesingar nýkrýndum bikar- meisturum Vals. Sá leikur fer fram í Borgarnesi í kvöld, miðvikudaginn 27. febrúar. kgk Slök byrjun og slæmur endir Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og liðsfélagar hennar í Skallagrími máttu sætta sig við tap gegn Haukum. Ljósm. úr safni/ Skallagrímur. Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnu- kylfingur úr Golfklúbbnum Leyni, komst ekki áfram á Australian La- dies Classic mótinu sem hófst í Ástralíu fyrir helgi. Mótið er hluti af Evrópumótaröð kvenna í golfi. Valdís lék fyrstu tvo hringina í mótinu á samtals níu höggum yfir pari og var tveimur höggum frá því að komast í gegnum niðurskurð- inn. Einkum náði Valdís sér ekki á strik á seinni níu holunum á fyrsta degi mótsins. Þær holur fór hún á átta yfir pari og náði ekki að snúa við blaðinu eftir það. kgk/ Ljósm. úr safni. Valdís Þóra komst ekki áfram

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.