Skessuhorn


Skessuhorn - 13.03.2019, Síða 2

Skessuhorn - 13.03.2019, Síða 2
MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 20192 Írskir vetrardagar hefjast á Akranesi á morgun og standa fram á sunnudag. Dag- skráin þessa daga verður fjölbreytt og skemmtileg fyrir alla en nánari upplýsing- ar um viðburði má finna í dagskrárauglýs- ingu hér í blaðinu. Á morgun verður suðlæg átt 8-15 m/s og hvassast á annesjum. Dálítil slydda eða snjókoma á vestanverðu landinu, rign- ing með köflum með suðurströndinni en annars lítil úrkoma. Hiti 0-4 stig en vægt frost á norðaustanverðu landinu. Á föstu- dag er spáð austlægri átt 5-13 m/s og dá- lítil slydda eða rigning á Suður- og Vest- urlandi en dálítil él við sjóinn norðaust- anlands. Hiti víða 0-4 stig en vægt frost á norðausturlandi. Á laugardag er spáð suðaustlægri átt með slyddu eða snjó- komu vestast á landinu en él fyrir austan. Hiti víða 0-4 stig en vægt frost norðaust- anlands. Á sunnudag er útlit fyrir hægari suðlæga átt og úrkomulaust að mestu. Hiti 0-4 stig sunnanlands en annars vægt frost. Á mánudag verður vaxandi sunn- anátt með rigningu og hlýnandi veðri. Þurrt lengst af fyrir norðan. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns hversu mörgum bollum lesendur torg- uðu í bolluvikunni. Flestir, eða 46%, borð- uðu tvær til fimm bollur, 15% torguðu sex til tíu bollum, 13% létu eina bollu duga og önnur 13% sögðust ekki borða bollur. 7% svarenda torguðu ellefu til fimmtán boll- um, 5% fengu sér fleiri en tuttugu bollur og 2% sögðust hafa fengið sér sextán til tuttugu bollur. Í næstu viku er spurt Hefur þú prófað sykur- og kolvetnaskert fæði (t.d. Ketó)? Nemendum í 9. og 10. í Grunnskóla Borg- arness stendur til boða að kynnast vinnu- markaðnum í Borgarnesi með vali í skól- anum. Þá fara nemendurnir í ákveðin fyr- irtæki í Borgarnesi og vinna þar í tvær klukkustundir á viku í 6-7 vikur í senn. Þessir krakkar eru Vestlendingar vikunnar. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Öngþveiti við Kirkjufell GRUNDARFJ: Lögreglan á Vesturlandi var tvisvar köll- uð að Kirkjufelli í Grundar- firði í vikunni sem leið, bæði miðvikudag og fimmtudag. Í dagbók lögreglu er bókað að þar hafi verið umferðaröng- þveiti báða dagana, bílastæð- ið troðfullt og hálka á vegin- um. Er orðið mjög algengt að lögregla sé kölluð til vegna öngþveitis sem skap- ast á svæðinu, en það skap- ar auðvitað hættu fyrir veg- farendur. -kgk Vikan í rólegri kantinum VESTURLAND: Lögregl- an á Vesturlandi segir að heilt yfir hafi liðin vika ver- ið í rólegri kantinum, mið- að við undanfarnar vikur. Fá slys og óhöpp urðu í vik- unni og er lögregla vitaskuld ánægð með það. Umferð- aróhapp varð á Kirkjubraut á Akranesi á mánudag þar sem bifreið var ekið á kyrrstæð- an bíl sem lagt hafði verið í bílastæði. Sagt er frá óhapp- inu í annarri frétt í Skessu- horni. Engin slys urðu á fólki en ökumaðurinn var færður til aðhlynningar á heilsugæsluna á Akranesi. Lögregla var við eftirlit við Hvalfjarðargöng kl. 6:00 að morgni sunnudags, þar voru ökumenn stöðvaðir og látn- ir blása í áfengismæla. Ekið var á slánna við Hvalfjarð- argöngin eina nóttina í vik- unni sem leið. Vegfarandi til- kynnti lögreglu að sláin væri að losna niður og lögregla lét Vegagerðina vita af mál- inu. Þá var tilkynnt um laus hross í Hvalfirði á sunnudag- inn, en töluvert hefur bor- ið á því undanfarið að hross sleppi úr girðingum og fari jafnvel út á þjóðveg. Óþarft er að taka fram að slíkt skap- ar hættu í umferðinni. Eftir hádegi á sunnudag óskuðu ferðamenn eftir aðstoð eftir að þeir höfðu stigið í gegn- um ís í Stóragili í Hvalfjarð- arbotni og kenndu sér meins á fótum. Var þeim komið til aðstoðar. -kgk Ríflega ein fast- eign seld á dag VESTURLAND: Á Vest- urlandi var 33 samningum um húsnæði þinglýst í febrú- ar. Þar af voru 13 samning- ar um eignir í fjölbýli, 14 samningar um eignir í sér- býli og sex samningar um annars konar eignir. Heild- arveltan var 1.238 milljónir króna í þessum viðskiptum og meðalupphæð á samn- ing 37,5 milljónir króna. Af þessum 33 voru 23 samn- ingar um eignir á Akranesi. Þar af voru 13 samningar um eignir í fjölbýli, níu samn- ingar um eignir í sérbýli og einn samningur um annars konar eignir. Heildarvelt- an var 880 milljónir króna og meðalupphæð á samning 38,2 milljónir króna. -mm Margrét Katrín Guðnadóttir hef- ur verið ráðin í starf kaupfélags- stjóra Kaupfélags Borgfirðinga svf. í Borgarnesi og mun taka við starf- inu 1. júní næstkomandi. Verður hún fyrsta konan til að gegna starfi kaupfélagsstjóra KB í 115 ára sögu fyrirtækisins. Margrét tekur við starfinu af Guðsteini Einarssyni, núverandi kaupfélagsstjóra, sem hefur sagt starfi sínu lausu. Guð- steinn lætur af störfum í sumar, eft- ir rúmlega 20 ára starf hjá KB. Margrét er dýralæknir að mennt og með MBA gráðu frá Háskóla Ís- lands. Hún hefur starfað sem versl- unarstjóri KB frá árinu 2007. Eig- inmaður Margrétar er Jón Arn- ar Sigurþórsson og eiga þau þrjú börn. „Stjórn Kaupfélags Borg- firðinga þakkar Guðsteini fyrir gott og farsælt samstarf á liðnum árum og væntir góðs og árangurs- ríks samstarfs við Margréti Katrínu á komandi árum til hagsbóta fyrir félagið og félagsmenn þess,“ segir í tilkynningu frá stjórn Kaupfélags Borgfirðinga. kgk/ Ljósm. úr safni. Margrét Katrín ráðin kaupfélagsstjóri KB Verður fyrsta konan sem gegnir starfinu „Það hefur verið vægast sagt mok- veiði í öll veiðarfæri hjá bátunum á Breiðafirði að undanförnu, þegar gefur á sjó,“ segir Þórður Björns- son, hafnarvörður í Ólafsvík, í sam- tali við Skessuhorn. Netabátur- inn Bárður SH hefur mokfiskað og landað allt að 40 tonnum yfir daginn, en til þess að koma öllu þessu magni að landi hefur bátur- inn landað tvisvar sinnum yfir dag- inn. Línubátar hafa einnig mok- fiskað og sumir náð yfir 20 tonn- um og sama má segja um dragnót- arbátana. „Það er sami mokstur- inn á þeim. Menn eru þegar farn- ir að halda að sér höndum til þess að klára kvótann ekki of snemma,“ bætir Þórður við. af Mokfiskerí í öll veiðarfæri Börkur og Einar Hjörleifsson kátir með aflann. Örvar Marteinsson á Sverri SH með vænan fisk sem nóg er af þessa dagana. Börkur Árnason skellti sér í nokkra lausa róðra á Bárði SH og þarna er hann að landa stórum og fallegum þorski, en aflinn þennan dag var 38 tonn.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.