Skessuhorn


Skessuhorn - 13.03.2019, Side 4

Skessuhorn - 13.03.2019, Side 4
MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 20194 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.976 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.580. Rafræn áskrift kostar 2.337 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.160 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Ónýtir sjúkrabílar Fyrir réttu ári birtum við fréttaviðtal hér í blaðinu þar sem greint var ítar- lega frá ástandi sjúkrabílaflotans á Vesturlandi. Rætt var við Gísla Björns- son sem haft hefur um árabil yfirumsjón með rekstri 16 sjúkrabíla í umdæmi Heilbrigðisstofnunar Vesturlands. Fréttin var unnin í kjölfar þess að sjúkrabíll í forgangsakstri frá Ólafsvík bilaði og þurfti að bíða annars bíl til að halda áfram með sjúklinginn og tækjabíls til að drösla sjúkrabílnum á viðeigandi sjúkrastofnun. Umrætt atvik var annað í sömu vikunni sem sjúkrabíll af Vesturlandi bilaði þegar sjúklingur var í flutningi á bláum ljós- um. Gísli sagði fyrir ári að ástandið í sjúkrabílamálum vera algerlega óvið- unandi. Frétt þessi vakti mikla athygli, jafnvel einnig í landsþekjandi fjöl- miðlum. Ár er nú liðið frá því þetta var og skemmst er frá því að segja að síðan hefur ekkert breyst. Ástandið hefur því versnað því bílaflotinn er all- ur árinu eldri. Sjúkratryggingar Íslands tilkynntu í lok síðustu viku að opnun útboðs vegna kaupa á sjúkrabílum hafi enn á ný verið frestað, nú fram í ágúst. Ástæðan er sögð sú að samningaviðræður milli heilbrigðisráðuneytisins og Rauða krossins á Íslandi þurfi að leiða til lykta og því bætt við að forsenda þess að útboð á kaupum á nýjum sjúkrabílum geti farið fram sé að sam- komulag náist í viðræðum þessara aðila. Greinilegt er að mikil kergja er í samskiptum starfsfólks heilbrigðisráðu- neytis og Rauða krossinn á Íslandi, en RKÍ hefur rekið sjúkrabílana hér á landi í umboði ríkisins um áratuga skeið. Mikils tvískinnungs gætir í yfir- lýsingu sem málsaðilar sendu frá sér í vikunni. Þar segir orðrétt: „Aðilar eru sammála um að meginmarkmiðið verði að vera að tryggja landsmönnum áfram örugga sjúkraflutninga og sjá til þess að unnt verði að ráðast sem fyrst í nauðsynlega endurnýjun sjúkrabíla.“ Tilvitnun lýkur. Ef þessir að- ilar væru eitthvað að meina með þessum orðum, þá væri ekki verið að reka sjúkrabílaþjónustu á landinu með úr sér gengnum fornbílum þannig að ör- yggi sjúklinga og slasaðra væri stefnt í bráða hættu, nánast í hvert skipti sem treysta verður á þjónustuna. Þá vorkenni ég mjög sjúkraflutningamönnum sem settir eru í þær ömurlegu aðstæður að geta ekki með góðu móti verið vissir um að komast frá A-Ö þegar mikið liggur við. Rétt er að rifja það upp hér að sjúkrabílar í umdæmi Heilbrigðisstofnun- ar Vesturlands eru 16 talsins. Af þeim hefði fyrir löngu átt að vera búið að leggja sex til tíu þeirra sökum ástands og aldurs. Elsti bíllinn í flotanum er af gerðinni Ford Econoline og er árgerð 1993. Hann er því 26 ára á þessu ári. Það er einmitt sami aldur og bílar þurfa að ná til að skrá megi þá sem fornbifreiðar og fá bifreiðagjöldin felld niður. Í þessu samhengi er vert að benda á að í kröfulýsingu velferðarráðuneytisins fyrir sjúkraflutninga er miðað við að sjúkrabílar skuli ekki verða eldri en fimm ára, en meðalaldur bíla á Vesturlandi er nú 13 ár. Sjaldan veldur einn þá tveir deila. Nú veit ég ekki hver ber meiri sök í þessu klúðurmáli, starfsmenn RKÍ eða heilbrigðisráðuneytisins. Líklega má með réttu kenna báðum um að alls engin endurnýjun er í gangi á sjúka- bifreiðum hér á landi. Rauði krossinn ætti fyrir löngu að vera búinn að gefa rekstur sjúkrabíla frá sér, sé ekki semjandi við starfsfólk ráðuneytisins um reksturinn. Eyrnamerktur peningur til endurnýjunar flotans liggur ónot- aður inni á bankabók og þar til eitthvað breytist er lífi og heilsu sjúklinga stefnt í hættu. Algjörlega óviðunandi staða og óforsvaranlegt að nú eigi ekkert að gerast í málinu fyrr en í ágúst á þessu ári. Miðað við fyrri drátt á að samningar náist, er nákvæmlega ekkert sem segir mér að sú tímasetning muni standast. Augljóslega þurfa alþingismenn að ganga í málið, því ráðu- neyti málaflokksins ræður ekki við verkefnið. Magnús Magnússon. Dauðsföllum af völdum misl- inga á heimsvísu fækkaði um 80% milli áranna 2000 og 2017 vegna aukinnar áherslu á bólusetningu. Áætlað er bólusetning fyrir misl- ingum hafi komið í veg fyrir 21,1 milljón dauðsfalla á þessu árabili, segir í samantekt Landlæknis- embættisins. Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunin (WHO) hefur tek- ið saman staðreyndir um mislinga og bólusetningu við þeim og segir stofnunin bólusetningu við sjúk- dómnum með ábatasömustu fjár- festingum til að efla lýðheilsu. „Bóluefni við mislingum var fyrst kynnt til sögunnar árið 1963. Í samantekt WHO segir að fyrir þann tíma og áður en farið var að bólusetja fyrir mislingum í ríkum mæli hafi alvarlegir mislingafar- aldrar brotist út á tveggja til þriggja ára fresti og valdið um 2,6 milljón- um dauðsfalla ár hvert. Þrátt fyrir að bóluefni við misl- ingum sé bæði öruggt og ódýrt drógu mislingar yfir 110.000 manns til dauða í heiminum árið 2017, að stærstum hluta börn yngri en fimm ára. Árið 2000 fengu um það bil 72% barna í heiminum bólusetn- ingu við mislingum við eins árs ald- ur en árið 2017 var hlutfallið komið í 85%. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hvetur þjóðir til að halda vöku sinni til að sporna við útbreiðslu misl- inga og standa vörð um þann ár- angur sem náðst hefur með stöð- ugri árvekni og markvissum að- gerðum. Embætti landlæknis hefur tek- ið saman spurningar og svör um mislinga og birt á vef sínum www. landlaeknir.is. Á vef embættis- ins eru einnig birtar tilkynningar um stöðu mála eftir því sem efni standa til í kjölfar þess að misling- ar greindust hér á landi nýlega. Þar segir að á samráðsfundi sótt- varnaryfirvalda mánudaginn 11. mars hafi komið fram að ekki hafa greinst ný tilfelli mislinga.“ mm Bólusetning við mislingum ábatasmöm fjárfesting Nokkrar staðreyndir um bólusetningu Ákveðið hefur verið að grípa til ýtrustu varúðarráðstafana eftir að grunur vaknaði um fimmta tilfelli mislinga hér á landi fyrir helgi. Fimmta tilfelli sjúkdómsins var síð- an staðfest á mánudag. Áður höfðu fjórir greinst með mislinga, tvö börn og tveir fullorðnir. Sá fyrsti smitaðist erlendis en hinir í inn- anlandsflugi á Íslandi um miðjan febrúar. Á fundi sóttvarnalæknis og heil- brigðisyfirvalda á Austurlandi, höf- uðborgarsvæðinu og Landspítala á föstudag, var ákveðið að hvetja for- gangshópa á Austurlandi og höfuð- borgarsvæðinu til að þiggja bólu- setningu við mislingum. Forgangs- hóparnir ná til allra þeirra sem eru óbólusettir og fæddir á tímabilinu 1. janúar 1970 til 1. september 2018, eða á aldrinum 6 mánaða til 49 ára. Þá var þeim sem hafa verið útsettir fyrir mislingasmiti, ásamt þeirra nánasta umgangshópi, einn- ig boðið að þiggja bólusetningu við sjúkdómnum sem fyrst, eða frá og með föstudeginum. Boðið hefur verið upp á opnar bólusetningar á Austurlandi og höf- uðborgarsvæðinu frá því á föstudag og hefur átakið gengið vel, að því er fram kemur á vef landlæknis. Um 500 manns voru bólusettir fyr- ir austan um helgina og um 2500 á höfuðborgarsvæðinu. Von er á meira bóluefni til landsins í miðri þessari viku. Sóttvarnalæknir upplýsti umdæmis- og svæðislækna sótt- varna um land allt um stöðu mála fyrir helgi. Eru þeir í viðbragðs- stöðu til að hefja bólusetningarátak ef tilfelli mislinga koma upp í öðr- um landshlutum. kgk Fimm staðfest mislingatilfelli Gripið til varúðarráðstafana Gengi hlutabréfa í Icelandair féll um 9,6% í viðskiptum mánudags- ins og annað eins í viðskiptum í gær, þriðjudag, eða alls um 19% á tveimur dögum. Sömu sögu var að segja af gengi bréfa í öðrum flug- félögum sem eiga og reka flugvél- ar af gerðinni Boeing 737 MAX 8, sömu gerðar og vélarnar sem fórust í Eþíópíu á sunnudag og Indónesíu fyrir fimm mánuðum. Strax í kjöl- far óhappsins ákváðu kínversk yfir- völd að kyrrsetja flugvélar þessara tegundar og fleiri þjóðir bættust svo í þann hóp næstu tvo daga. Þá ákváðu nokkur lönd í gær að banna um ótilgetinn tíma flugumferð véla af þessari tegund í lofthelgi sinni, þar á meðal Bretar, Kínverjar, Ástr- alir og fleiri. Í ljósi þeirrar ákvörð- unar ákváðu forsvarsmenn Ice- landair að kyrrsetja þrjár Boeing 737 Max 8 þotur félagsins. Vélin í Eþíópíu og hin í Indónes- íu fórust skömmu eftir flugtak og mun rannsókn flugmálayfirvalda snúast um galla í búnaði vélanna. Svarti kassinn úr vélinni sem fórst í Eþíópíu fannst strax á mánudag og mun hann vonandi varpa ljósi á ástæður þess að vélin hrapaði. Í vor var að óbreyttu búist við að sex nýjar vélar af gerðinni Boeing 737 Max 8 bættust í flota Icelandair. Allt er nú óljóst um hvort eða hve- nær af því verður. mm Gengi hlutabréfa féll í Icelandair Ljósmynd tekin yfir flugvélarvæng á einni af Boeing 737 Max 8 vélum Icelandair í aðflugi til Keflavíkur síðastliðinn sunnudag. Ljósm. gó.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.