Skessuhorn


Skessuhorn - 13.03.2019, Side 12

Skessuhorn - 13.03.2019, Side 12
MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 201912 Viðburðurinn „Mín framtíð 2019“ verður haldinn í Laugardalshöll í Reykjavík dagana 14.-16. mars næstkomandi. Um er að ræða þriggja daga hátíð sem öll hverf- ist um iðn- og verknám á Íslandi. Keppt verður á Íslandsmótinu í iðn- og verkgreinum auk þess sem haldin verður kynning á náms- framboði 33 framhaldsskóla um allt land. Þar munu hátt í 200 ung- menni etja kappi í alls 28 iðn- greinum. Sigurvegarar eiga marg- ir hverjir kost á að keppa síðar við þá bestu í sinni grein á Evrópu- mótinu sem haldið verður í Aust- urríki á næsta ári. Laugardagur- inn 16. mars verður sérstakur fjöl- skyldudagur þar sem gestum og gangandi býðst að kynna sér iðn- og verknám og reyna sig við eitt og annað sem tengist greinunum. Sérstök dagskrá með viðburðum og kynningum verður sama dag. „Markmiðið með þessari kynn- ingu er m.a. að kynna fyrir ungu fólki þau fjölmörgu tækifæri sem felast í iðn-, verk- og tæknifræði- námi og auðvelda þeim að kynna sér fjölbreytt námsframboð fram- haldsskólanna með það fyrir aug- um að fleiri taki upplýsta ákvörð- un um námsval sem tekur mið af áhugasviði þeirra og hæfni. Mark- visst námsval dregur úr brotthvarfi úr námi sem er stórt vandamál hér á landi,“ segir í tilkynningu. kgk Háskólalestin var á ferð um land- ið í síðustu viku. Fimmtudaginn 8. mars stoppaði lestin í Fjölbrauta- skóla Vesturlands á Akranesi. Slegið var upp básum þar sem nemendur gátu kynnt sér námsframboð í öll- um Háskólum landsins; Háskólan- um á Bifröst, Landbúnaðarháskóla Íslands, Háskólanum á Hólum, Háskóla Íslands, Háskólnum á Ak- ureyri, Listaháskóla Íslands og Há- skólanum í Reykjavík. Viðburður- inn stóð yfir frá kl. 10:00 að morgni til 11:30 og fjöldi ungmenna kynnti sér námsframboð skólanna á með- an Háskólalestin gerði töf á Akra- nesi. kgk Ungmenni kynntu sér háskólanám Íslandsmót iðn- og verkgreina framundan Kynning á námsframboði 33 framhaldsskóla Svipmynd frá keppni á Íslandsmóti iðn- og verkgreina árið 2017. Ljósm. úr safni/ kgk. Keppni í gæðingafimi í Vestur- landsdeildinni fór fram í síðustu viku í Faxaborg. Greinin er krefj- andi bæði fyrir knapa og hest og kannski hægt að segja að hún sé ekki í miklu uppáhaldi hjá öllum knöpum. Trúlega er það ástæðan fyrir því að sjaldan er keppt í grein- inni og menn því óvanir henni. En kvöldið var mjög ánægjulegt og óhætt að segja að sigurvegari þess hafi verið Fredrica Fagerlund. Hún átti magnaða sýninu á hesti sínum Stormi frá Ysta-Felli. Eft- ir þetta kvöld leiðir enn í einstak- lingskeppninni Siguroddur Pét- ursson, en í liðakeppni er það lið Skáney/Hestalands sem er í broddi fylkingar, en keppendur þess fengu einnig liðaskjöldin afhentan eftir gæðingafimina. Hróar ehf. í Skipa- nesi var styrktaraðili kvöldsins. Efstu fimm í úrslitum gæðinga- fiminnar voru: Fredrica Fagerlund og Stormur frá Yzta Felli 7,71 Siguroddur Pétursson og Stegg- ur frá Hrísdal 7,25 Haukur Bjarnason og Ísar frá Skáney 6,82 Randi Holaker og Þytur frá Skáney 6,69 Guðmar Þór Pétursson og Ást- arpungur frá Staðarhúsum 6,65. iss Fagerlund átti frábært kvöld í gæðingafiminni Fredrica Fagerlund og Stormur á vellinum. Soffía G. Þórðardóttir ljósmóð- ir fagnaði nýverið 70 ára afmæli sínu. Á afmælisdaginn afþakk- aði hún gjafir en hafði þess í stað söfnunarkassa og tók við frjálsum framlögum. Alls söfnuðust í kass- ann 208.500 kr., sem Soffía ákvað að láta renna til Krabbameinsfélags Akraness og heiðra þannig minn- ingu föður síns, Þórðar Jónssonar og systur sinnar, Agnesar Sigrún- ar Þórðardóttur, sem bæði létust úr krabbameini með 16 daga millibili í janúar 1991. „Stjórn krabbameinsfélagsins þakkar Soffíu kærlega fyrir hugul- semina og stuðninginn. Styrkurinn mun nýtast vel í komandi verkefni félagsins,“ segir í tilkynningu frá Krabbameinsfélagi Akraness. kgk Færði Krabbameinsfélagi Akraness peningagjöf Soffía G. Þórðardóttir ljósmóðir (t.h.) og Sólveig Ásta Gautadóttir, formaður Krabbameinsfélags Akraness.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.