Skessuhorn


Skessuhorn - 13.03.2019, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 13.03.2019, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2019 13 SK ES SU H O R N 2 01 9 Opið hús / kynningarfundur vegna fyrirhugaðra breytinga á skipulagi verður fimmtudaginn 14. mars nk. frá kl. 12:30 til 17:00 á 1. hæð að Stillholti 16-18. Breyting á deiliskipulagi Æðarodda Breytingin felst í að afmörkuð verður ný lóð með byggingarreit fyrir reiðskemmu, norðan aðkomuleiðar í hverfinu. Vegi syðst á skipulags- svæðinu er breytt til samræmis. Eftir kynningu (Opið hús) á ofangreindum skipulags- breytingum (skipulagsgögnum) verða þau lögð fyrir skipulags- og umhverfisráð og bæjarstjórn til frekari afgreiðslu. Ákveði bæjarstjórn að auglýsa ofangreindar skipulagsbreytingar mun frestur til að gera athuga- semdir við þær vera að minnsta kosti 6 vikur. Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Opið hús / kynningarfundur Síðastliðinn miðvikudag var 97. sambandsþing Ungmennasam- bands Borgarfjarðar haldið í Félags- heimilinu Brautartungu í Lund- arreykjadal. Framkvæmd þingsins var í höndum gestgjafanna í Ung- mennafélaginu Dagrenningu. Dag- skrá þingsins var með hefðbundnu sniði. Góðir gestir komu á þingið og fluttu ávarp. Gunnlaugur A Júlí- usson sveitarstjóri kom fyrir hönd Borgarbyggðar, Hafsteinn Páls- son frá Íþróttasambandi Íslands og Guðmundur Sigurbergsson frá Ungmennafélagi Íslands. Guð- mundur heiðraði nokkra sjálfboða- liða UMSB fyrir starf þeirra í þágu ungmennafélagshreyfingarinnar. Guðmundur Þorsteinsson á Skálpa- stöðum var sæmdur gullmerki UMFÍ fyrir starf sitt fyrir Umf. Da- grenningu í áranna rás. Hann var þrisvar sinnum formaður félagsins á tímabilinu 1964 til 2011. Einnig var hann ritari stjórnar UMSB frá 1961 til 1965. Þá voru Ásgeir Ásgeirsson, Guðríður Ebba Pálsdóttir og Hrönn Jónsdóttir sæmd starfsmerki UMFÍ. „UMSB færir þessum öflugu sjálf- boðaliðum bestu þakkir fyrir góð störf,“ segir í frétt á vef UMSB. Rekstur sambandsins skilaði hagn- aði á síðasta ári og var ánægja þing- fulltrúa með það. Fjöldi barna og unglinga stundar skipulagt íþrótta- starf hjá UMSB og aðildarfélögum þeirra. Samstaða var um þær til- lögur sem afgreiddar voru og al- menn ánægja með gott þing. Sveit- arfélögum á starfssvæði UMSB voru færðar sérstakar þakkir fyrir stuðning og samstarf á liðnu ári. „Stuðningur þessi gerir UMSB kleift að halda úti öflugu starfi. Alltaf má gera betur og var samþykkt ályktun með áskorun til Borgarbyggðar um að starfsstyrk- ir verði hækkaðir. Einnig var lögð fram tillaga þess efnis að endurvekja Íþróttahátíð UMSB, sem haldin var hér á árum áður. Hugsunin er að í boði verði þær greinar sem stund- aðar eru innan UMSB,“ segir á vef sambandsins. Kosið var í nýja stjórn ungmenna- sambandsins. María Júlía Jónsdótt- ir, fráfarandi sambandsstjóri, Krist- ín Gunnarsdóttir, fráfrandi ritari og Anna Dís Þórarinsdóttir, fráfarandi meðstjórnandi, gáfu ekki kost á sér til endurkjörs. Nýja stjórn UMSB skipa; Bragi Þór Svavarsson sam- bandsstjóri, Guðrún Þórðardótt- ir varasambandsstjóri, Hafdís Ósk Jónsdóttir, varavarasambandsstjóri, Sigríður Bjarnadóttir gjaldkeri, Bjarni Traustason ritari, Rakel Guð- jónsdóttir meðstjórnandi, Ástríður Guðmundsdóttir vararitari og Eyj- ólfur Kristinn Örnólfsson varagjald- keri. „Framundan eru fjölbreytt, mik- ilvæg og skemmtileg verkefni inn- an UMSB. Meðal helstu verkefna næstu vikur og mánuði eru Sýnum karakter, Hreyfivika UMFÍ, útfærsla á íþróttahátíð, undirbúningur þátt- töku UMSB á Landsmóti UMFÍ 50+ ásamt því að undirbúa sumar- ið. Því er óhætt að segja að nóg sé um að vera hjá hinu 107 ára félagi UMSB.“ kgk/ Ljósm. Sigurður Guðmundsson. Sambandsþing UMSB var haldið í síðustu viku F.v. Kristín Gunnarsdóttir, fráfarandi ritari, María Júlía Jónsdóttir, fráfarandi sambandsstjóri, Sigríður Bjarnadóttir gjaldkeri, Rakel Guðjóns- dóttir, nýr meðstjórnandi, Bragi Þór Sævarsson, nýr sambandsstjóri og Bjarni Þór Traustason, nýr ritari. Guðmundur Þorsteinsson á Skálpastöðum (t.h.) var sæmdur gullmerki UMFÍ fyrir framlag sitt til starfs í þágu ungmennahreyfingarinnar í áranna rás. Nafni hans Guðmundur Sigurbergsson frá UMFÍ afhendir honum merkið. Hrönn Jónsdóttir tekur við starfsmerki UMFÍ úr hendi Guðmundar Þorbergssonar. Guðríður Ebba Pálsdóttir var sæmd starfsmerki UMFÍ. Guðmundur Þorbergsson frá UMFÍ afhendir henni merkið. Fundarmenn ræða málin á 97. sambandsþingi UMSB.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.