Skessuhorn


Skessuhorn - 13.03.2019, Qupperneq 15

Skessuhorn - 13.03.2019, Qupperneq 15
MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2019 15 áður en hún flutti á Akra- nes síðast- liðið sumar. Áður en hún flutti á Akra- nes vann hún á tannlækna- stofu auk þess sem hún hélt reglu- lega viðburði fyrir ýmis fé- lög og sam- tök. „Ég er í stjórn Félags g i g t v e i k r a barna og var í nokkur ár í stjórn Um- hyggju, félags langveikra barna, og hef því hald- ið nokkra viðburði á vegum þessara félaga. Á hverju ári í mörg ár hef ég haldið sumarhátíð Barnaspítala hringsins auk þess sem ég hef séð um skipulag á ýmsum styrktartón- leikum í Háskólabíói, komið að skipulagningu sumarhátíða í skól- um og unnið stórt viðburðaverk- efni fyrir True North,“ segir Fríða í samtali við Skessuhorn. Vill nýta betur það sem bærinn hefur uppá að bjóða Fyrsti viðburðurinn sem Fríða mun skipuleggja fyrir Akraneskaupstað eru Írskir vetrardagar sem hefjast á morgun, fimmtudag. „Ég mun Vélamaður Búðardal Starf vélamanns hjá þjónustustöðinni á Búðardal er laust til umsóknar. Um 100% starf er að ræða. FAGMENNSKA ÖRYGGI FRAMSÝNI Starfssvið Viðhald, þjónusta og nýbyggingar vega á starfssvæði • Vegagerðarinnar í Búðardal Ýmis vinna í starfsstöð • Menntunar- og hæfniskröfur Almennt grunnnám.• Almenn ökuréttindi og meirapróf bifreiðastjóra.• Vinnuvélaréttindi.• Reynsla af ámóta störfum æskileg• Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í hóp• Góðir samstarfshæfileikar.• Gott vald á íslenskri tungu• Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi ríkisins og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til og með 18. mars 2019. Umsóknir berist Vegagerðinni á netfangið starf@vegagerdin. is Í umsókninni komi fram persónulegar upplýsingar ásamt upplýsingum um þá menntun og hæfni sem óskað er. Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sæmundur Kristjánsson yfirverkstjóri í síma 522-1581. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður sem hentar jafnt báðum kynjum. SK ES SU H O R N 2 01 9 Loftljósið næst frá eftirtöldum stöðum: Seyðishólar - Langholtsfjall - Háafjall - Úthlíð - Tóftir Krosshóll - Hurðarbak - Heklubyggð - Lúnansholt Kálfatjörn - Borgarnes - Þjóðólfsholt Loftljósið Hagkvæmur kostur Tenging sem virkar Hentar fyrir gagnvirkt sjónvarp Margir möguleikar í boði Fjartenging myndavélakerfa, öryggiskerfa ofl. Sími 546 0400 www.loftljosid.is Lausnir fyrir þig inni á Ljósið í loftinu! Menningarnefnd Grundarfjarð- arbæjar hefur ákveðið að blásið verði til hinnar árlegu Ljósmynda- samkeppni Grundarfjarðar í tí- unda sinn. Þema keppninnar í ár verður fegurð og allar myndirnar verða að vera teknar innan bæjar- marka Grundarfjarðarbæjar á tíma- bilinu janúar til nóvember 2019. Hverjum ljósmyndara er heimilt að senda inn að hámarki fimm mynd- ir. Verðlaun verða veitt fyrir þrjár bestu myndirnar. Verðlaun fyrir fyrsta sætið eru 50 þúsund krónur, annað sætið fær 30 þús. krónur og þriðja sætið 20 þús. krónur. „Til- gangur keppninnar er að Grundar- fjarðarbær komi sér upp góðu safni mynda úr sveitarfélaginu til notk- unar við kynningarstarf og ann- að sem viðkemur starfsemi bæjar- ins. Jafnframt að ýta undir áhuga- ljósmyndun meðal bæjarbúa,“ seg- ir á vef bæjarfélagsins, þar sem íbú- ar eru hvattir til þátttöku „Ekki er nauðsynlegt að eiga dýrar mynda- vélar til að taka þátt heldur er það frekar hugmyndaflug, staðsetn- ing, birta, myndefni og tímasetning sem ráða því hvernig til tekst þeg- ar smellt er af.“ Nánar upplýsingar um keppnina, sem og reglur henn- ar, er að finna á heimasíðu bæjar- félagsins. kgk Grund- firðingar í ljósmynda- samkeppni Ljósmyndari smellir af mynd í Kolgrafafirði. Ljósm. úr safni/ tfk. Fríða Kristín Magnúsdóttir hefur verið ráðin til að sjá um viðburði á vegum Akraneskaupstaðar og tók hún við starfinu 1. mars síðastlið- inn. Hún er sjúkraliði að mennt með diplómu í viðburðastjórnun frá Háskólanum á Hólum og starf- ar í dag sem stuðningsfulltrúi í Brekkubæjarskóla og sem sjúkraliði á Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Hún er fædd og uppalin á Seltjarn- arnesi en bjó í 15 ár í Hafnarfirði Fríða Kristín er nýr viðburðastjóri Akraneskaupstaðar Fríða Kristín er nýr viðburðastjóri Akraneskaupstaðar. sjá um Írska vetrardaga, sjómanna- daginn, 17. júní, Írska daga og Vökudaga. Að skipuleggja svona viðburði felst fyrst og fremst í að finna listamenn til að koma fram, gera auglýsingar, fá fólk til að taka þátt og halda utan um dagskrá og sjá til þess að allt smelli saman,“ segir Fríða. Aðspurð segist hún hafa ákveðnar áherslubreytingar í huga fyrir komandi viðburði. „Ég mun koma með mínar hugmynd- ir og áherslur svo eflaust verður eitthvað alveg nýtt og ferskt sem kemur inn á þessum hátíðum. Á Írskum vetrardögum langar mig að virkja bæinn meira en hefur verið gert. Mig langar að nýta bet- ur þær stofnanir sem bærinn rek- ur; leikskólana, skólana, Höfða og aðrar stofnanir. Mín hugmynd er að sýna betur það samfélag sem við höfum hér í bænum. Ég er lít- ið byrjuð að skipuleggja aðra við- burði, enda bara rétt búin að taka við þessu starfi. Mig langar að endurlífga sjómannadaginn en ég hef heyrt talað um að hann hafi verið mjög hátíðlegur hér en far- ið dalandi undanfarin ár. En enn sem komið er hef ég bara verið að kynna mér allt sem bærinn hefur uppá að bjóða, farið í heimsóknir á leikskólana, skólana, tónlistarskól- ann og á aðrar stofnanir og spjall- að við fólk og fengið sýn á það sem er í boði. Það er gaman hversu vel mér hefur alltaf verið tekið og ég finn að það eru allir mjög opnir,“ segir Fríða. arg

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.