Skessuhorn


Skessuhorn - 13.03.2019, Síða 17

Skessuhorn - 13.03.2019, Síða 17
MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 2019 17 „Þau fá að taka í tæki og tól og ef þau hafa óskir um að smíða eitt- hvað ákveðið reynum við að hjálpa þeim við það. Svo fá þau góða vett- vangsferð um Loftorku og Límtré/ Vírnet þar sem þau kynnast starf- seminni enn frekar,“ segir Ingólfur. Það hefur tekist vel til hjá Límtré Vírneti að kveikja áhuga nemenda fyrir faginu en nú þegar er einn nemandi sem fór í IÐN að vinna hjá fyrirtækinu á sumrin. „Ég veit líka um fleiri sem hafa farið í nám tengt þessu en margir fara í vél- virkjunina. En það er líka erfitt að læra blikksmíði. Það er ekki kennt á hverju ári þar sem illa gengur að fá kennara í það,“ segir Ingólfur. Vilhjálmur segist virkilega glað- ur með val sitt að prófa að vinna í Límtré Vírneti og segir hann það án efa hjálpa sér við að finna út hvað hann vill gera í framtíðinni. „Þetta er skemmtilegt og upp- lífgandi starf og ég hef þegar lært mikið. Þegar maður fær að prófa svona finnur maður betur sitt rétta fag,“ segir hann. En af hverju valdi hann að Límtré Vírnet? „Þetta var einn af nokkrum stöðum sem ég gat valið á milli og mér fannst hljóma best að koma hingað. Ég vinn á N1 og mig langaði að prófa eitthvað allt annað og ólíkt því sem ég geri þar. Ég á líka marga fjöl- skyldumeðlimi sem vinna hér,“ svarar Vilhjálmur og hlær. Mikilvægt að fá að prófa Aron Ingi vinnur undir handleiðslu Jóns Heiðarssonar, verkstjóra járn- smiðju Límtrés Vírnets í Borgarnesi. Jón tók í sama streng og Ingólfur og sagði IÐN verkefnið vera mjög já- kvætt fyrir bæði nemendur og fyr- irtækið. „Það er jákvætt að lögð sé svona áhersla á að kynna iðnnám fyrir nemendum líka og svo höfum við sjálf fengið mikið úr þessu verk- efni. Spurður hvað hann láti nem- endurna gera hjá sér segir hann það fara eftir verkefnum hverju sinni. „Oftast set ég krakkana með ein- hverjum starfsmanni í ákveðin verk- efni þar sem þau fá að æfa sig að raf- sjóða og fá svona tilfinninguna fyr- ir því. Þau fá líka auðvitað að fylgj- ast með öllu sem er verið að gera en mér þykir líka mikilvægt að þau fái að prófa að vinna. Það hefur alltaf gengið alveg rosalega vel,“ segir Jón og horfir á Aron og spyr hvort hann vilji ekki fá að sjóða aðeins. Við för- um inn í sal þar sem Jón sýnir Aroni græjurnar og leyfir honum að prófa. „Mér þykir þetta rosalega skemmti- legt og það er svo gaman að fá að prófa,“ segir Aron og brosir. Fá að þefa af atvinnulífinu Brynjar Sæmundsson hjá Loftorku tók vel á móti okkur þegar við kom- um með Halldór Kristján Knudsen í vinnuna. Brynjar segir IÐN val- ið vera mjög sniðugt verkefni sem hann hefði sjálfur viljað hafa kost á þegar hann var í grunnskóla. „Það er svo gott fyrir krakkana að fá að þefa svona af atvinnulífinu og svo kannski eftir nokkrar vikur hér vita þau betur hvað það er sem þau vilja ekki,“ segir Brynjar og hlær. „Eða hvað þau vilja,“ bætir hann því næst við. „Þetta hefur undantekningar- laust gengið mjög vel og ég finn mikinn áhuga hjá þeim sem hafa komið til okkar. Við látum þau gera ýmislegt, fylgjast með því sem við erum að gera og svo reynum við að láta þau gera eins mikið sjálf og þau geta. Við erum ekkert að láta þau sópa gólf eða svoleiðis, það læra þau bara heima hjá sér,“ segir Brynjar. Aðspurður segir Halldór það mjög skemmtilegt að vinna hjá Loftorku. „Ég þekki þetta nokkuð vel sem við erum að gera hér. Ég er mikið í þessu sama heima og mér þykir þetta rosalega skemmti- legt. Það er líka mjög gott að kom- ast svona aðeins út úr skólanum og frá bókunum,“ segir hann og bætir því við að það sé mikið hægt að læra af því að vinna svona úti í bæ. „Það er líka svo gott við þetta að þegar maður hefur prófað að vinna hjá mismunandi fyrirtækjum veit mað- ur betur hvað maður vill gera,“ seg- ir hann. Leyfði nemanda að lita á sér hárið Þegar Halldór er búinn að vinna smá í Loftorku förum við á Hár Center en hann tók áður IÐN val þar undir handleiðslu Auðar Ástu og Lóu. „Við höfum verið mjög ánægðar með þetta verkefni og það hefur verið skemmtilegt að fá að kynnast svona mörgum áhugaverð- um og skemmtilegum krökkum,“ segir Auður Ásta og brosir. „Það er misjafnt hvað þau gera hjá okkur en það fer í raun bara eftir því hvað við erum að gera og svo hvað kúnn- inn vill. En þau hafa fengið að þvo hárið á hvert öðru, blanda liti, gera greiðslur og svo höfum við kennt þeim að slétta, krulla, blása og svo- leiðis. Þau fá svo líka alltaf kennslu í þeim hárvörum sem við notum. Sumir hafa líka fengið að lita hár og ég leyfði einum nemanda að lita hárið á mér,“ segir Auður Ásta. „Þetta hefur bara verið skemmti- legt og okkur þykir frábært hjá skólanum að bjóða upp á þetta sem val,“ bætir hún við. Halldór segir stafið á Hár Center hafa verið mjög skemmtilegt. „Það var gaman að fá innsýn í hvernig er að vinna á svona stofu en ég vissi í eiginlega ekkert hvernig það væri,“ segir hann. arg Hér er Ingólfur verkstjóri að kenna Vilhjálmi. Aron Ingi fékk að sjóða undir handleiðslu Jóns verkstjóra í járnsmiðju Límtrés Vírnets. Aron Ingi að sjóða járn. Halldór er núna að vinna í Loftorku og líkar það mjög vel. Hér fékk hann það hlut- verk að grunna undirvagn. Halldór hefur einnig verið að vinna á Hár Center og hér er hann að gera hárið á Guðrúnu kennara fínt. Snorrastofa, menningar- og miðaldasetur í Reykholti Sími 433 8000 www.snorrastofa.is snorrastofa@snorrastofa.is Þriðjudagurinn 19. mars 2019 kl. 20:30 í Bókhlöðu Snorrastofu Skoðað verður hvernig fjármagn Marshallaðstoðarinnar var nýtt á Íslandi, hver aðkoma okkar ráðamanna var, og hver framtíð landsins hefði orðið án hennar. Kaffiveitingar og umræður Aðgangur kr. 500 Verið velkomin Snorrastofa í Reykholti Fyrirlestrar í héraði Marshalláætlunin og tæknivæðing Íslands Sigrún Elíasdóttir sagnfræðingur flytur Opnun sýningar á verkum Josefinu Morell í Hallsteinssal 16.03. - 10.04. 2019 Litir Borgarfjarðar Sýningin verður opnuð laugardaginn 16. mars n.k. kl. 13.00. Josefina leggur áherslu á mikilvægi og gæði umhverfisins og sýnir verk sem máluð eru með olíumálningu úr muldum steinum með penslum úr hrosshári. Hún spinnur band úr alls konar hári og hefur prjónað og þæft húfur sem sjá má á sýningunni. Hallsteinssalur er í Safnahúsinu að Bjarnarbraut 4-6 í Borgarnesi. Sýningin stendur til 10. apríl. Opið er til kl. 16.00 á opnunardaginn og eftir það 13.00-18.00 virka daga. Ókeypis aðgangur, allir velkomnir. Safnahús Borgarfjarðar 433 7200 - www.safnahus.is safnahus@safnahus.is

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.