Skessuhorn


Skessuhorn - 13.03.2019, Page 18

Skessuhorn - 13.03.2019, Page 18
MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 201918 Nemendur í elstu deild Grunnskóla Grundarfjarðar heimsóttu Grund- arfjarðarhöfn á dögunum. Tilefn- ið var að nemendur gætu aflað sér fræðslu um öryggisatriði á höfninni en það er að mörgu að hyggja þeg- ar höfnin er heimsótt. Hafsteinn Garðarsson hafnarstjóri fór yfir helstu öryggisatriði hafnarsvæð- isins og sýndi krökkunum réttu handtökin á öryggisbúnaði. Það er nauðsynlegt að kunna að bera sig að ef slys ber að höndum á hafnar- svæðinu. Það var margt sem nem- endum þótti athyglisvert og voru allir sannfærðir um nauðsyn slíkra kynninga og hvernig bregðast á við ef mikið liggur við. tfk/ Ljósm. Sigurður Gísli Guð- jónsson. Nemendur á unglingastigi fá fræðslu á höfninni Hér er Hafsteinn Garðarsson að sýna nemenum Markúsarnetið.Nemendur fylgjast með af athygli. Á þessu ári eru 200 ár frá því Odd- fellowreglan á Íslandi var stofn- uð. Í tilefni afmælisins tóku Odd- fellowstúkurnar á Akranesi, Egill og Ásgerður, höndum saman um gjöf til líknarmála á starfssvæði stúkanna, með stuðningi styrkt- ar- og líknarsjóðs Oddfellow. Var það sameiginleg niðurstaða reglu- systkina að láta Heilbrigðisstofn- un Vesturlands á Akranesi, Hjúkr- unar- og dvalarheimilið Höfða á Akranesi og Hjúkrunar- og dval- arheimilið Brákarhlíð í Borgarnesi njóta gjafanna. Gjafirnar hafa allar verið teknar í notkun en þær voru formlega afhentar að viðstöddu fjölmenni í Oddfellowhúsinu á Akranesi síðastliðinn laugardag. Smári V. Guðjónsson, yfirmaður stúku Egils og Salvör Lilja Brands- dóttir, yfirmaður stúku Ásgerðar, afhentu gjafirnar fyrir hönd Odd- fellow, ásamt Sigurði Sigurðssyni, formanni stjórnar líknarsjóðs Eg- ils og M. Hrönn Ríkharðsdóttur, formanni stjórnar líknarsjóðs Ás- gerðar. Heilbrigðisstofnun Vesturlands voru færðir tveir fæðingamónitor- ar ásamt fylgihlutum, barkaþræð- ingatæki og fimm ný sjúkrarúm. Höfða gáfu Oddfellowbræður og -systur nýjan fjölþjálfa og Brákar- hlíð færðu þau tvo ný rafmagns- fótahjól. Jóhanna Fjóla Jóhannes- dóttir, forstjóri HVE, veitti gjöf- unum viðtöku fyrir hönd HVE og fékk því næst stjórnendur þeirra deilda sem tækin eru til notkunar til að segja frá þeim. Hrund Þór- hallsdóttir, yfirlæknir kvenna- deildar, fræddi gesti stuttlega um virkni fæðingamónitorsins og Val- dís Heiðarsdóttir, deildarstjóri á lyflækningadeild, sagði frá nýju sjúkrarúmunum. Björn Gunnars- son, yfirlæknir skurð- og svæfinga- deildar, sagði frá barkaþræðingar- tækinu. Björn tók meira að segja tækið með sér, enda lítil og nett græja og lýsti því hvernig það er notað. Kjartan Kjartansson, fram- kvæmdastjór Höfða, tók við gjöf- inni til heimilsins og sagði stutt- lega frá því hvernig það er notað í daglegu starfi og það sama gerði Björn Bjarki Þorsteinsson fram- kvæmdastjóri fyrir hönd Brákar- hlíðar. Öll sem eitt þökkuðu þau Oddfellow fyrir veittan stuðning og sögðu að gjafirnir myndu koma að góðum notum í starfi stofnan- anna. kgk Oddfellowstúkur gáfu til líknarmála í landshlutanum Tvö hundruð ár frá stofnun reglunnar á Íslandi Fulltrúar Oddfellow og þeirra heilbrigðisstofnana sem stúkurnar færðu gjafir. F.v. Smári V. Guðjónsson, yfirmaður Egils, M. Hrönn Ríkharðsdóttir, formaður stjórnar líknarsjóðs Ásgerðar, Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir, forstjóri HVE, Björn Bjarki Þor- steinsson, framkvæmdastjóri Brákarhlíðar, Kjartan Kjartansson, framkvæmdastjóri Höfða, Sigurður Sigurðsson, formaður stjórnar líknarsjóðs Egils og Salvör Lilja Brandsdóttir, yfirmaður Ásgerðar. Gjafaskjalið skoðað. Oddfellowsystur hlýða á erindi á samkomunni. Prúðbúnir Oddfellowbræður. Oddfellowbræður og -systur ræða málin fyrir athöfnina. Salvör Lilja afhendir Jóhönnu Fjólu gjöfina til HVE með formlegum hætti.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.