Skessuhorn


Skessuhorn - 13.03.2019, Qupperneq 20

Skessuhorn - 13.03.2019, Qupperneq 20
MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 201920 Nú eru nokkrar vikur síðan vinnsla hófst í nýrri fiskvinnslu Guðmundar Runólfssonar hf. í Grundarfirði. „Það hafa að sjálf- sögðu verið einhverjir hnökrar svona eins og búist var við,” segir Unnsteinn Guðmundsson, tækni- stjóri, og einn eigenda fyrirtæk- isins í samtali við Skessuhorn. „Þetta er samt allt á réttri leið og vinnslugetan eykst með hverri vik- unni sem líður, bætir hann við. Fréttaritari Skessuhorns fékk að svipast um í nýju vinnslunni síð- asta mánudag. Allt starfsfólkið skartar appelsínugulum vinnufatn- aði sem setur skemmtilegan svip á heildarútlit vinnslusalarins og er skemmtilegt mótvægi við gráa og bláa litinn sem er svo yfirgnæf- andi. Guðmundur Smári Guð- mundsson framkvæmdastjóri er bjartsýnn á framhaldið. „Við erum að renna rúmlega tuttugu tonnum af fiski í gegn núna en það mun aukast jafnt og þétt. Við munum vinna rúmlega þrjátíu tonn á dag á fullum afköstum,“ segir Guð- mundur Smári. tfk Góður gangur í nýrri fiskvinnslu G.Run Séð yfir vinnslusalinn. Verið að pakka afurðum og gera þær tilbúnar til flutnings. Starfsmenn G.Run létu ljósmyndara Skessuhorns ekki trufla sig enda nóg að gera. Loftmynd af G.Run séð yfir höfnina.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.